Viðskipti erlent

400 gætu misst vinnuna hjá Bakkavör

Þeir Lýður og Ágúst Guðmundssynir eru eigendur Bakkavarar.
Þeir Lýður og Ágúst Guðmundssynir eru eigendur Bakkavarar.

Bakkavör hefur uppi áform um að endurskipuleggja rekstur sinn í Lincolnshire á Englandi þar sem félagið rekur þrjú matvælaframleiðslufyrirtæki. Um 400 manns gætu misst vinnuna að því er segir í frétt BBC um málið.

Talsmenn Bakkavarar staðfesta að verið sé að vinna að endurskipulagningu hjá fyrirtækjunum Exotic Farm Produce í Kirton, Freshcook í Holbeach og hjá Bakkavör Spalding, en ekki hefur verið upp gefið hve margir kunni að missa vinnuna. Um 2000 manns vinna hjá fyrirtækjunum þremur.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×