Viðskipti innlent

Landsbankinn semur við tæknilega gjaldþrota Gift

Skilanefnd Landsbankans hefur höfðað skuldamál á hendur Gift fjárfestingafélaginu sem var í eigu Samvinnutrygginga. Fyrirtaka fór fram í málinu í morgun en þar var málinu frestað fram í desember. Þar kom einnig fram að Landsbankinn og Gift eiga í samningaviðræðum varðandi skuldina.

Athygli vekur að Gift gufaði beinlínis upp í hruninu en skuldir þess námu tugum milljarða. Því er lítið eftir en að semja um gjaldþrot félagsins.

Félagið var stofnað úr Eignarhaldsfélaginu Samvinnutryggingum. Þeir sem tryggðu á tilteknu árabili áttu réttindi til hlutar í Gift.

Þegar haft var samband við upplýsingafulltrúa skilanefndar Landsbankans, Pál Benediktsson, fengust þau svör að ekki væri hægt að gefa upp efnislegar upplýsingar um málið.

Því er óljóst hversu mikið Landsbankinn krefur af Gift. En félagið er tæknilega gjaldþrota þó svo það sé ekki komið í gjaldþrot.

DV heldur því hinsvegar fram að skuldin sé tilkomin vegna afleiðusamninga Giftar við bankann.

Félagið átti stóran hlut í Kaupþingi fyrir fall og í Oddaflugi. Þá voru eignir þess metnar á um 60 milljarða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×