Nýsir hf. sektað um tíu milljónir króna 11. ágúst 2009 11:04 Fjármálaeftirlitið hefur tekið ákvörðun um að sekta Nýsi hf. um tíu milljónir króna vegna þrenns konar brota á lögum um verðbréfaviðskipti á nokkurra mánaða tímabili á síðasta ári. Fyrsta brotið Þann 14. janúar 2008 staðfesti Kauphöllin, verðbréfalýsingu Nýsis hf. vegna víxils. Nýsir greindi ekki frá væntanlegri endurfjármögnun í verðbréfalýsingunni en í janúar 2008 lá fyrir að endurfjármagna þyrfti skammtímaskuldir félagsins. Fjármálaeftirlitið komst að þeirri niðurstöðu að Nýsi hafi borið að upplýsa um slíkt í lýsingu í samræmi við lög um verðbréfaviðskipti þar sem endurfjármögnunin snerti fjárhag og framtíðarhorfur félagsins. Annað og þriðja brotið Þann 19. mars 2008 féllu skuldabréf/víxlar Nýsis í gjalddaga sem skráð voru í Kauphöllinni. Nýsir greindi ekki frá ofangreindu á skýran hátt fyrr en 18. júní 2008. Fjármálaeftirlitið komst að þeirri niðurstöðu að Nýsir hefði brotið gegn áðurnefndum lögum um verðbréfaviðskipti með því að tilkynna ekki um alvarlega stöðu sína þegar ljóst var að félagið gæti ekki staðið við greiðslu á afborgunum skuldabréfa og víxla sem féllu í gjalddaga 19. mars 2008. Í tilkynningu til Kauphallarinnar þann 2. apríl 2008 sem fylgdi ársreikningi Nýsis, kom fram að félagið stæði frammi fyrir vanda vegna skammtímaskulda og að ef ekki tækist að vinna fram úr honum stæði félagið frammi fyrirbráðavanda. Fjármálaeftirlitið taldi þá tilkynningu ekki nægilega skýra, en ekki kom fram í henni að skuldabréf og víxlar félagsins hefðu fallið í gjalddaga. Þann 1. apríl 2008 náði Nýsir samkomulagi við alla kröfuhafa um greiðslufrest skuldabréfa og víxla sem féllu í gjalddaga 19. mars 2008. Fjármálaeftirlitið komst að þeirri niðurstöðu að Nýsir hefði brotið gegn lögum um verðbréfaviðskipti þar sem félagið birti ekki opinberlega þær upplýsingar. Það var mat Fjármálaeftirlitsins að framangreind þrjú tilvik sýndu ítrekaða brotlega háttsemi félagsins á 6 mánaða tímabili. Í ljósi alvarleika brotanna var ekki talið rétt að ljúka málinu með sátt, heldur stjórnvaldssekt. Við ákvörðun stjórnvaldssektar var litið til alvarleika brotanna, málsatvika og þess tíma sem brotin stóðu yfir. Með hliðsjón af framangreindu og stjórnvaldssektum í sambærilegum málum þótti hæfilegt að sekta Nýsi um 10 milljónir króna. Nýsir er alþjóðlegt þekkingar- og fjárfestingarfélag, sem stofnað var árið 1991 og var mjög umsvifamikið í einkaframkvæmd áður en félagið var tekið til gjaldþrotaskipta á síðasta ári. Nýsir var annar eigandi Portusar Group ásamt Landsbankanum og sá því um rekstur og uppbyggingu tónlistar- og ráðstefnuhússins. Nýsir er nú í ríkiseigu. Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Fjármálaeftirlitið hefur tekið ákvörðun um að sekta Nýsi hf. um tíu milljónir króna vegna þrenns konar brota á lögum um verðbréfaviðskipti á nokkurra mánaða tímabili á síðasta ári. Fyrsta brotið Þann 14. janúar 2008 staðfesti Kauphöllin, verðbréfalýsingu Nýsis hf. vegna víxils. Nýsir greindi ekki frá væntanlegri endurfjármögnun í verðbréfalýsingunni en í janúar 2008 lá fyrir að endurfjármagna þyrfti skammtímaskuldir félagsins. Fjármálaeftirlitið komst að þeirri niðurstöðu að Nýsi hafi borið að upplýsa um slíkt í lýsingu í samræmi við lög um verðbréfaviðskipti þar sem endurfjármögnunin snerti fjárhag og framtíðarhorfur félagsins. Annað og þriðja brotið Þann 19. mars 2008 féllu skuldabréf/víxlar Nýsis í gjalddaga sem skráð voru í Kauphöllinni. Nýsir greindi ekki frá ofangreindu á skýran hátt fyrr en 18. júní 2008. Fjármálaeftirlitið komst að þeirri niðurstöðu að Nýsir hefði brotið gegn áðurnefndum lögum um verðbréfaviðskipti með því að tilkynna ekki um alvarlega stöðu sína þegar ljóst var að félagið gæti ekki staðið við greiðslu á afborgunum skuldabréfa og víxla sem féllu í gjalddaga 19. mars 2008. Í tilkynningu til Kauphallarinnar þann 2. apríl 2008 sem fylgdi ársreikningi Nýsis, kom fram að félagið stæði frammi fyrir vanda vegna skammtímaskulda og að ef ekki tækist að vinna fram úr honum stæði félagið frammi fyrirbráðavanda. Fjármálaeftirlitið taldi þá tilkynningu ekki nægilega skýra, en ekki kom fram í henni að skuldabréf og víxlar félagsins hefðu fallið í gjalddaga. Þann 1. apríl 2008 náði Nýsir samkomulagi við alla kröfuhafa um greiðslufrest skuldabréfa og víxla sem féllu í gjalddaga 19. mars 2008. Fjármálaeftirlitið komst að þeirri niðurstöðu að Nýsir hefði brotið gegn lögum um verðbréfaviðskipti þar sem félagið birti ekki opinberlega þær upplýsingar. Það var mat Fjármálaeftirlitsins að framangreind þrjú tilvik sýndu ítrekaða brotlega háttsemi félagsins á 6 mánaða tímabili. Í ljósi alvarleika brotanna var ekki talið rétt að ljúka málinu með sátt, heldur stjórnvaldssekt. Við ákvörðun stjórnvaldssektar var litið til alvarleika brotanna, málsatvika og þess tíma sem brotin stóðu yfir. Með hliðsjón af framangreindu og stjórnvaldssektum í sambærilegum málum þótti hæfilegt að sekta Nýsi um 10 milljónir króna. Nýsir er alþjóðlegt þekkingar- og fjárfestingarfélag, sem stofnað var árið 1991 og var mjög umsvifamikið í einkaframkvæmd áður en félagið var tekið til gjaldþrotaskipta á síðasta ári. Nýsir var annar eigandi Portusar Group ásamt Landsbankanum og sá því um rekstur og uppbyggingu tónlistar- og ráðstefnuhússins. Nýsir er nú í ríkiseigu.
Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira