Viðskipti innlent

Störfum hjá 365 miðlum hefur fækkað um 180 á þremur árum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ari Edwald segir að breytingin á húsnæðsmálum ekki tengjast neinum breytingum á rekstri miðla innan 365. Mynd/ Vilhelm.
Ari Edwald segir að breytingin á húsnæðsmálum ekki tengjast neinum breytingum á rekstri miðla innan 365. Mynd/ Vilhelm.
Stór hluti þess húsnæðis sem starfsemi 365 miðla, sem rekur fréttavefinn Vísi, Fréttablaðið, Stöð 2 og Bylgjuna, fer fram í var auglýstur til leigu í helgarblaði Fréttablaðsins. Ari Edwald, forstjóri 365, segir ástæðuna vera þá að stöðugildum hjá fyrirtækinu hafi fækkað verulega á undanförnum þremur árum og að starfsemin rúmist fyrir í minna húsnæði en áður.

„Við erum að kanna möguleikann á því að leigja frá okkur hlutann af okkar húsnæði vegna þess að fyrirtækið hefur minnkað og starfsmönnum fækkað," segir Ari. Hann segir að á undanförnum þremur árum hafi stöðugildum hjá félaginu fækkað um næstum 200. Í febrúar 2006 hafi þau verið um 460 en í dag rúmlega 280. Þetta þýði að hægt sé að koma starfseminni fyrir á færri fermetrum en hún hefur verið á, en starfsemi 365 hefur á undanförnum mánuðum farið fram á Krókhálsi og í Skaftahlíð.

Aðspurður segir Ari að þessi breyting sé ekki tengd neinum breytingum hjá þeim fjölmiðlum sem 365 miðlar reka. „Þetta tengist ekki neinum tilteknum breytingum hjá miðlum fyrirtækisins heldur er verið að grípa til ráðstafana sem hafa þegar orðið á rekstri fyrirtækisins," segir Ari.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×