Lítið eftir af símapeningunum 28. nóvember 2009 19:30 Sex og hálfur milljarður, af 67, er eftir af símapeningunum.. Sú upphæð liggur í Seðlabankanum og verður greidd til ríkissjóðs að ári. Það var á sumarmánuðum árið 2005 að ríkið seldi Símann til fyrirtækisins Skipta, sem nú er í eigu Existu. Söluandvirðið var tæpir 67 milljarðar króna. Þetta var þá hæsta greiðsla sem innt hafði verið af hendi í allri sögu landsins. Rúmir 32 milljarðar voru í erlendri mynt og fóru beint í að greiða niður erlendar skuldir. Afgangurinn var lagður í Seðlabankann í formi lána og gefin voru út fjögur skuldabréf sem greidd skyldu út fyrsta júlí, árin 2007, 2008, 2009 og 2010. Vextirnir áttu að hrannast upp og búist var við að 43 milljarðar yrðu til reiðu til uppbyggingar og fjárfestinga fram til ársins 2012. Það voru mörg og dýr verkefni sem símapeningarnir áttu að fara í, en lagabreyting á síðasta ár sneri þeim áætlunum á hvolf. En í hvað fóru peningarnir sem greiddir voru út árin 2007, 2008 og 2009. Upphaflega voru 18 milljarðar eyrnamerktir hátæknisjúkrahúsi, en rúmar 700 milljónir hafa þegar ratað þangað. 15 milljarðar áttu að fara í samgöngur eins og Sundabraut en til Vegagerðar hefur innan við helmingur farið. Landhelgisgæslan fékk sína þrjá milljarða til að kaupa varðskipi og flugvél. Fjarskipasjóður tvo og hálfan milljarð sem og Nýsköpunarsjóður, og Geðfatlaðir hafa þegið milljarð. Til Stofnunar íslenskra fræða við hlið Þjóðarbókhlöðunnar átti milljarður að renna en 100 milljónir hafa ratað í verkefnið, samkvæmt upplýsingum frá Fjármálaráðuneytinu. Eftir liggja 6,5 milljarðar í Seðlabankanum sem þýðir að um 20 milljarðar af símapeningunum hafa runnið í ríkissjóð og farið í almennan rekstur hins opinbera. En voru símapeningarnir í raun í hendi? Stór hluti kaupverðsins var tekinn að láni og eftirstöðvarnar nema nú hátt í 50 milljörðum króna. Stærsti hluti lánsins er í höndum Arion banka og Glitnis. Rekstur Skipta gengur með ágætum miðað við árferði en það sama verður ekki sagt um móðurfélag Bakkavararbræðra, Existu. Það þarf ekki mikinn spámann til að ímynda sér að ríkisbankarnir gætu áður en langt um líður tekið yfir 100% eignahlut Existu í Skiptum. Þá væri Síminn aftur kominn í eigu ríkisins og hringnum lokað. Mest lesið Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Viðskipti erlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Sex og hálfur milljarður, af 67, er eftir af símapeningunum.. Sú upphæð liggur í Seðlabankanum og verður greidd til ríkissjóðs að ári. Það var á sumarmánuðum árið 2005 að ríkið seldi Símann til fyrirtækisins Skipta, sem nú er í eigu Existu. Söluandvirðið var tæpir 67 milljarðar króna. Þetta var þá hæsta greiðsla sem innt hafði verið af hendi í allri sögu landsins. Rúmir 32 milljarðar voru í erlendri mynt og fóru beint í að greiða niður erlendar skuldir. Afgangurinn var lagður í Seðlabankann í formi lána og gefin voru út fjögur skuldabréf sem greidd skyldu út fyrsta júlí, árin 2007, 2008, 2009 og 2010. Vextirnir áttu að hrannast upp og búist var við að 43 milljarðar yrðu til reiðu til uppbyggingar og fjárfestinga fram til ársins 2012. Það voru mörg og dýr verkefni sem símapeningarnir áttu að fara í, en lagabreyting á síðasta ár sneri þeim áætlunum á hvolf. En í hvað fóru peningarnir sem greiddir voru út árin 2007, 2008 og 2009. Upphaflega voru 18 milljarðar eyrnamerktir hátæknisjúkrahúsi, en rúmar 700 milljónir hafa þegar ratað þangað. 15 milljarðar áttu að fara í samgöngur eins og Sundabraut en til Vegagerðar hefur innan við helmingur farið. Landhelgisgæslan fékk sína þrjá milljarða til að kaupa varðskipi og flugvél. Fjarskipasjóður tvo og hálfan milljarð sem og Nýsköpunarsjóður, og Geðfatlaðir hafa þegið milljarð. Til Stofnunar íslenskra fræða við hlið Þjóðarbókhlöðunnar átti milljarður að renna en 100 milljónir hafa ratað í verkefnið, samkvæmt upplýsingum frá Fjármálaráðuneytinu. Eftir liggja 6,5 milljarðar í Seðlabankanum sem þýðir að um 20 milljarðar af símapeningunum hafa runnið í ríkissjóð og farið í almennan rekstur hins opinbera. En voru símapeningarnir í raun í hendi? Stór hluti kaupverðsins var tekinn að láni og eftirstöðvarnar nema nú hátt í 50 milljörðum króna. Stærsti hluti lánsins er í höndum Arion banka og Glitnis. Rekstur Skipta gengur með ágætum miðað við árferði en það sama verður ekki sagt um móðurfélag Bakkavararbræðra, Existu. Það þarf ekki mikinn spámann til að ímynda sér að ríkisbankarnir gætu áður en langt um líður tekið yfir 100% eignahlut Existu í Skiptum. Þá væri Síminn aftur kominn í eigu ríkisins og hringnum lokað.
Mest lesið Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Viðskipti erlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira