Viðskipti innlent

Nýja Kaupþing: Coca Cola hótaði ekki bankanum

Coca Cola hótaði ekki bankanum líkt og haldið var fram í Fréttaauka Ríkissjónvarpsins.
Coca Cola hótaði ekki bankanum líkt og haldið var fram í Fréttaauka Ríkissjónvarpsins.
Fram kemur í tilkynningu frá Nýja Kaupþingi að Coca Cola fyrirtækið hótaði ekki bankanum líkt og haldið var fram í Fréttaaukanum í Ríkissjónvarpinu síðastliðið sunnudagskvöld. Það sama sagði Þorsteinn M. Jónsson, stjórnarformaður Vífilfells, í gær.  Auk þess stæði ekki til að afskrifa skuldir sem tengjast fyrirtækinu.

Fram kom í Fréttaaukanum að Coca Cola á Norðurlöndum hefði hótað Nýja Kaupþingi því að svipta Vífilfelli átöppunarleyfi fengi Þorsteinn ekki að halda fyrirtækinu áfram. Í fréttinni kom fram að ársvelta drykkjarvörufyrirtækja Þorsteins á árinu 2007 hafi verið um fimm milljarðar króna en heildarskuldir sem tengjast félögum í eigu Þorsteins námu um 13 milljörðum króna. Þá kom fram að fulltrúi Coca Cola hefði nánast hótað því að ef gengið yrði að veðum í Vífilfelli myndi fyrirtækið verða svipt átöppunarleyfi á flöskum og yrði þannig verðlítið eða nánast verðlaust.

„Vegna villandi umfjöllunar í fjölmiðlum undanfarna daga um meintar hótanir Coca-Cola fyrirtækisins gagnvart Nýja Kaupþingi banka skal tekið fram að engar slíkar hótanir hafa borist bankanum," segir í tilkynningu frá bankanum.






Tengdar fréttir

Rangt að Coca-Cola hafi haft í hótunum við Nýja Kaupþing

Þorsteinn M. Jónsson stjórnarformaður Vífilfells segir það rangt að til standi að afskrifa skuldir sem tengjast fyrirtækinu eða eignarhaldi á því. Hann segir rekstur Vífilfells vera í góðu horfi sem fyrr, þó hrun íslensk efnahagslífs hafi að sjálfsögðu sett sitt mark á félagið og eiganda þess.

Kaupþingi hótað yrði Vífilfell tekið af Þorsteini

Coca Cola á norðurlöndum hótaði Kaupþingi því að svipta Vífilfelli átöppunarleyfi fengi Þorsteinn M. Jónsson ekki að halda fyrirtækinu áfram. Þetta kom fram í Kvöldfréttum Rúv.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×