Hlutafjárútboð sameinaðs jarðhitafélags skilaði 21 milljarði Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar 22. ágúst 2009 15:53 Jarðhitavirkjun. Mynd/Valli Hlutafjárútboð kanadíska félagsins GTO Resources Inc. skilaði 21 milljarði króna. Hlutaféð var selt í tengslum við sameiningu GTO við þrjú harðhitafélög; Polaris Geothermal, Ram Power Incorporated og Western Geopower. Tvö síðarnefndu félögin eru að hluta í eigu Geysis Green Energy. Í tilkynningu frá Geysi Green Energy segir að samruni félaganna fai þannig fram að kanadíska félagið GTO gerir hluthöfum félaganna, RPI, WGP og GEO tilboð um að skipta á hlutafé sínu og hlutafé í GTO. Stærstu hluthafar félaganna, þar með talinn Geysir, hafa þegar samþykkt að skipta hlutafé sínu fyrir hlut í GTO. Í tengslum við samrunann hefur nýtt hlutafé að upphæð 179 milljónir kanadadollara verið selt til nýrra fjárfesta. Nú tekur við kynningartímabil þar sem samruninn er kynntur fyrir almennum hluthöfum félaganna. Þann 3. nóvember greiðist hið nýja hlutafé til GTO sem á sama tíma mun taka upp nafnið Ram Power Corporation. Hlutafé þess verður skráð í kauphöllinni í Toronto í Kanada. Hlutur Geysis í hinu sameinaða félagi verður um 6%. Starfsemi Ram Power Incorporated, Western Geopower og Polaris Geothermal er á sviði jarðhitanýtingar til raforkuframleiðslu í Bandaríkjunum, Kanada og Níkaragva. Haft er eftir Ásgeiri Margeirssyni, forstjóra Geysis Green Energy, að skráning hins sameinaða félags undirstriki aukið mikilvægi jarðhitaiðnaðarins vestanhafs. Með því að stuðla að sameiningu félaganna og sölu á nýju hlutafé hins sameinaða félags sé talið að fjármögnun verkefna tengdum Geysi í Norður Ameríku betur tryggða. Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Hlutafjárútboð kanadíska félagsins GTO Resources Inc. skilaði 21 milljarði króna. Hlutaféð var selt í tengslum við sameiningu GTO við þrjú harðhitafélög; Polaris Geothermal, Ram Power Incorporated og Western Geopower. Tvö síðarnefndu félögin eru að hluta í eigu Geysis Green Energy. Í tilkynningu frá Geysi Green Energy segir að samruni félaganna fai þannig fram að kanadíska félagið GTO gerir hluthöfum félaganna, RPI, WGP og GEO tilboð um að skipta á hlutafé sínu og hlutafé í GTO. Stærstu hluthafar félaganna, þar með talinn Geysir, hafa þegar samþykkt að skipta hlutafé sínu fyrir hlut í GTO. Í tengslum við samrunann hefur nýtt hlutafé að upphæð 179 milljónir kanadadollara verið selt til nýrra fjárfesta. Nú tekur við kynningartímabil þar sem samruninn er kynntur fyrir almennum hluthöfum félaganna. Þann 3. nóvember greiðist hið nýja hlutafé til GTO sem á sama tíma mun taka upp nafnið Ram Power Corporation. Hlutafé þess verður skráð í kauphöllinni í Toronto í Kanada. Hlutur Geysis í hinu sameinaða félagi verður um 6%. Starfsemi Ram Power Incorporated, Western Geopower og Polaris Geothermal er á sviði jarðhitanýtingar til raforkuframleiðslu í Bandaríkjunum, Kanada og Níkaragva. Haft er eftir Ásgeiri Margeirssyni, forstjóra Geysis Green Energy, að skráning hins sameinaða félags undirstriki aukið mikilvægi jarðhitaiðnaðarins vestanhafs. Með því að stuðla að sameiningu félaganna og sölu á nýju hlutafé hins sameinaða félags sé talið að fjármögnun verkefna tengdum Geysi í Norður Ameríku betur tryggða.
Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira