Fólk í fréttum? Þurý Björk Björgvinsdóttir skrifar 22. október 2009 06:00 Fimmtudaginn 15. október stofnaði ég hóp á Facebook sem ber nafnið Burt með slúðurfréttirnar af Vísi.is. Hef ég á stuttum tíma fengið miklar og góðar viðtökur en þegar þetta er ritað eru alls 724 meðlimir í hópnum og fjölgar þar stöðugt. Það er deginum ljósara að ég er ekki ein um þær skoðanir sem hér á eftir fara. Ég hef í nokkurn tíma verið afar ósátt við dálkinn Fólk í fréttum á Vísir.is. Fyrirsagnir á borð við „Risavaxnar mjaðmir", „Ómálað smetti", „Sjúskuð og sjoppuleg", „Sæl þrátt fyrir skvap" og „Flatbrjósta - Myndir!" eru bara toppurinn á ísjakanum. Ég vil taka það fram, að ég er í sjálfu ekki á móti slúðurfréttum, þær geta haft ótvírætt skemmtanagildi. Ég nam fjölmiðlafræði í Háskóla Íslands sem aukagrein og tók m.a. fyrir í BA ritgerð minni fyrirbæri sem vestanhafs kallast infotainment, eða upplýsingaafþreying eins og ég kaus að þýða það. Í veröld sem er yfirfull af fréttum af stríði, fátækt, umhverfismengun, fjármálakreppum og falli Lehman bræðra, er einungis skiljanlegt að fólk sæki í léttara og auðmeltara efni. Það er hinsvegar mikill munur á því að birta fréttir um það hvaða Hollywood stjörnur séu að slá sér upp og því að taka konur fyrir og úthrópa þær fyrir það eitt að voga sér ómálaðar út úr húsi! Útlitskröfur blaðamanna Vísis.is eru greinilega ekkert smáræði. En þessar upphrópanakenndu furðufréttir um útlit kvenna ýta ekki aðeins undir fáranlegar staðalmyndir um að allar konur eigi að líta út eins og súpermódel. Þær eru einnig litaðar af stækri kvenfyrirlitningu og fordómum. Það er alvarlegt mál og það getur ekki talist ásættanlegt að einn stærsti vefmiðill landsins kjósi að birta í sífellu „fréttir" af því tagi. Staðreyndin er sú að þetta eru mikið lesnar færslur. Því miður er ég hrædd um að mikill meirihluti lesenda þeirra sé börn og unglingar og því er ábyrgð þeirra sem þær skrifa enn meiri. En ábyrgð okkar sem lesenda er einnig umtalsverð og því verðum við að reyna að vekja fólk til umhugsunar. Höfum hugfast að börn og unglingar eru á því tímaskeiði í sínu lífi þar sem sjálfsmyndin er í mestri mótun. Mér finnst það satt að segja afar sorglegt að fólkið á bak við þessar færslur skuli geta sest niður og skrifað svona um konur. Fólk sem líklega á dætur, mæður, frænkur og vinkonur, væntanlega af öllum stærðum og gerðum. Eru þetta virkilega skilaboðin sem þetta fólk vill senda stúlkum og konum í okkar samfélagi? Að konur sem fari ómálaðar út í búð, í skólann eða til vinnu, sé með „ómálað smetti"? Einn meðlimur Facebook-hópsins hringdi í vikunni á fréttastofu Vísis.is þar sem þau svör voru gefin að þar sem þetta væru með mest lesnu fréttum síðunnar væri lítið hægt að gera. Hinsvegar er það svo að fréttir með mörgum myndum gefa alls ekki rétta mynd af fjölda flettinga. Vefmiðlar virka þannig að með hverri mynd sem þú skoðar, hvert klikk inni í fréttinni sjálfri telst sem ein lesning. Þannig að þegar upp er staðið, frétt lesin og allar myndir skoðaðar, telur síðan að þú hafir lesið fréttina alls 10-15 sinnum eftir því hvað myndir eru margar. Þetta er án efa skýring þess að þessar slúðurfréttir eru hvað eftir annað mest lesnu fréttirnar á Vísi.is. Og hvað með það þó þetta séu mest lesnu fréttirnar? Er Vísir.is tilbúinn til að henda siðferðislegum viðmiðum út um gluggann bara til að fá fleiri heimsóknir á síðuna sína? Væru sömu svör gefin ef birtast tækju þar fréttir sem væru uppfullar af kynþáttafordómum? Er svarið „Ég meina hey, svo framarlega sem fólk er að lesa þetta…" virkilega boðlegt? Við getum gert það sem í okkar valdi stendur og sniðgengið þessar fréttir á sama tíma og við köllum á breytingar á ritstjórnarstefnu þessa dálks! Höfundur er stjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Fimmtudaginn 15. október stofnaði ég hóp á Facebook sem ber nafnið Burt með slúðurfréttirnar af Vísi.is. Hef ég á stuttum tíma fengið miklar og góðar viðtökur en þegar þetta er ritað eru alls 724 meðlimir í hópnum og fjölgar þar stöðugt. Það er deginum ljósara að ég er ekki ein um þær skoðanir sem hér á eftir fara. Ég hef í nokkurn tíma verið afar ósátt við dálkinn Fólk í fréttum á Vísir.is. Fyrirsagnir á borð við „Risavaxnar mjaðmir", „Ómálað smetti", „Sjúskuð og sjoppuleg", „Sæl þrátt fyrir skvap" og „Flatbrjósta - Myndir!" eru bara toppurinn á ísjakanum. Ég vil taka það fram, að ég er í sjálfu ekki á móti slúðurfréttum, þær geta haft ótvírætt skemmtanagildi. Ég nam fjölmiðlafræði í Háskóla Íslands sem aukagrein og tók m.a. fyrir í BA ritgerð minni fyrirbæri sem vestanhafs kallast infotainment, eða upplýsingaafþreying eins og ég kaus að þýða það. Í veröld sem er yfirfull af fréttum af stríði, fátækt, umhverfismengun, fjármálakreppum og falli Lehman bræðra, er einungis skiljanlegt að fólk sæki í léttara og auðmeltara efni. Það er hinsvegar mikill munur á því að birta fréttir um það hvaða Hollywood stjörnur séu að slá sér upp og því að taka konur fyrir og úthrópa þær fyrir það eitt að voga sér ómálaðar út úr húsi! Útlitskröfur blaðamanna Vísis.is eru greinilega ekkert smáræði. En þessar upphrópanakenndu furðufréttir um útlit kvenna ýta ekki aðeins undir fáranlegar staðalmyndir um að allar konur eigi að líta út eins og súpermódel. Þær eru einnig litaðar af stækri kvenfyrirlitningu og fordómum. Það er alvarlegt mál og það getur ekki talist ásættanlegt að einn stærsti vefmiðill landsins kjósi að birta í sífellu „fréttir" af því tagi. Staðreyndin er sú að þetta eru mikið lesnar færslur. Því miður er ég hrædd um að mikill meirihluti lesenda þeirra sé börn og unglingar og því er ábyrgð þeirra sem þær skrifa enn meiri. En ábyrgð okkar sem lesenda er einnig umtalsverð og því verðum við að reyna að vekja fólk til umhugsunar. Höfum hugfast að börn og unglingar eru á því tímaskeiði í sínu lífi þar sem sjálfsmyndin er í mestri mótun. Mér finnst það satt að segja afar sorglegt að fólkið á bak við þessar færslur skuli geta sest niður og skrifað svona um konur. Fólk sem líklega á dætur, mæður, frænkur og vinkonur, væntanlega af öllum stærðum og gerðum. Eru þetta virkilega skilaboðin sem þetta fólk vill senda stúlkum og konum í okkar samfélagi? Að konur sem fari ómálaðar út í búð, í skólann eða til vinnu, sé með „ómálað smetti"? Einn meðlimur Facebook-hópsins hringdi í vikunni á fréttastofu Vísis.is þar sem þau svör voru gefin að þar sem þetta væru með mest lesnu fréttum síðunnar væri lítið hægt að gera. Hinsvegar er það svo að fréttir með mörgum myndum gefa alls ekki rétta mynd af fjölda flettinga. Vefmiðlar virka þannig að með hverri mynd sem þú skoðar, hvert klikk inni í fréttinni sjálfri telst sem ein lesning. Þannig að þegar upp er staðið, frétt lesin og allar myndir skoðaðar, telur síðan að þú hafir lesið fréttina alls 10-15 sinnum eftir því hvað myndir eru margar. Þetta er án efa skýring þess að þessar slúðurfréttir eru hvað eftir annað mest lesnu fréttirnar á Vísi.is. Og hvað með það þó þetta séu mest lesnu fréttirnar? Er Vísir.is tilbúinn til að henda siðferðislegum viðmiðum út um gluggann bara til að fá fleiri heimsóknir á síðuna sína? Væru sömu svör gefin ef birtast tækju þar fréttir sem væru uppfullar af kynþáttafordómum? Er svarið „Ég meina hey, svo framarlega sem fólk er að lesa þetta…" virkilega boðlegt? Við getum gert það sem í okkar valdi stendur og sniðgengið þessar fréttir á sama tíma og við köllum á breytingar á ritstjórnarstefnu þessa dálks! Höfundur er stjórnmálafræðingur.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar