Viðskipti innlent

Meir en einn farsími á hvern íbúa landsins

Farsímaáskrift hefur aukist hröðum skrefum hérlendis undanfarin ár og um áramótin voru áskrifendur að farsímum orðnir rúmlega 330.00 talsins sem er meir en einn farsími á hvern íbúa landsins.

Þetta kemur fram í nýrri tölfræðiskýrslu sem Póst- og fjarskiptastofnunin hefur gefið út. Til samanburðar má geta að heildarfjöldi farsímaáskrifenda við árslok 2007 var rúmlega 309.000.

Í skýrslunni kemur m.a. fram að tveir stærstu aðilarnir á farsímamarkaðinum, Síminn og Vodafone, eru að tapa markaðshlutdeild til Tal og Nova og virðist fákeppnin á þessum markaði því vera á undanhaldi.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×