Hlustuðu ekki á viðvaranir um Icesave 12. janúar 2009 21:08 Bæjarstjórnin í Norðaustur Lincolnskíri í Bretlandi sem átti 7 milljónir breskra punda á Icesave reikningum Landsbankans hlustaði ekki á aðvaranir sem komu fram í vikulegum skýrslum sem bæjarstjórninni barst frá fjármálaráðgjöfum sínum. Frá þessu er greint á fréttavef BBC í dag. Peningarnir sem bæjarfélagið tapaði jafngilda 1,3 milljarði króna. „Það hefði verið möguleiki að bregðast við aðvörunum sem voru hafðar uppi um íslensku bankana í tæka tíð," segir í skýrslunni. Bæjarstjórnin segir að ýmislegt megi læra af skýrslunni. „Þegar við horfum til baka hefðum við auðvitað viljað taka spariféð út úr íslensku bönkunum," er haft eftir Tony Hunter bæjarstjóra. „En höfum hugfast þann hraða sem hefur verið á efnahagshruninu. Þetta er alheimskreppa og við, líkt og margar aðrar stofnanir, höfum liðið fyrir hana," bætti Hunter við. Hann sagði að skýrslan væri enginn hvítþvottur. Hana þyrfti að hafa sem víti til varnaðar. Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bæjarstjórnin í Norðaustur Lincolnskíri í Bretlandi sem átti 7 milljónir breskra punda á Icesave reikningum Landsbankans hlustaði ekki á aðvaranir sem komu fram í vikulegum skýrslum sem bæjarstjórninni barst frá fjármálaráðgjöfum sínum. Frá þessu er greint á fréttavef BBC í dag. Peningarnir sem bæjarfélagið tapaði jafngilda 1,3 milljarði króna. „Það hefði verið möguleiki að bregðast við aðvörunum sem voru hafðar uppi um íslensku bankana í tæka tíð," segir í skýrslunni. Bæjarstjórnin segir að ýmislegt megi læra af skýrslunni. „Þegar við horfum til baka hefðum við auðvitað viljað taka spariféð út úr íslensku bönkunum," er haft eftir Tony Hunter bæjarstjóra. „En höfum hugfast þann hraða sem hefur verið á efnahagshruninu. Þetta er alheimskreppa og við, líkt og margar aðrar stofnanir, höfum liðið fyrir hana," bætti Hunter við. Hann sagði að skýrslan væri enginn hvítþvottur. Hana þyrfti að hafa sem víti til varnaðar.
Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira