Seðlabankinn: Betri horfur í efnahagsmálum 5. nóvember 2009 11:25 Aðeins betri horfur í efnahagsmálum og lægra atvinnuleysi en í fyrri spám leiða til þess að bati einkaneyslu verður nokkru hraðari en spáð var í ágúst. Þetta kemur fram í ritinu Peningamál sem gefið var út af Seðlabankanum í morgun. Í ritinu segir að batinn verði þó hægur, enda þurfa skuldsett heimili að byggja upp eigið fé á ný með auknum sparnaði og niðurgreiðslu skulda. Ráðstöfunartekjur dragast meira saman á næsta ári en áður hafði verið talið vegna meiri hækkana beinna skatta. Þær lækka hins vegar frá hærra stigi. Tekjustigið verður því svipað og áður hafði verið gert ráð fyrir. Bati fjárfestingar verður hins vegar seinna á ferðinni en talið var í ágúst. Að mestu leyti skýrist það af töf stóriðjufjárfestingar. Önnur atvinnuvegafjárfesting verður mjög takmörkuð um alllangt skeið. Mikil umframframleiðslugeta er í innlendri atvinnustarfsemi, eftir mörg ár mikillar fjárfestingar, t.d. í byggingariðnaði og þjónustustarfsemi af ýmsu tagi, sem mun halda aftur af fjárfestingu á næstu árum. Það sama á við um fjárfestingu í sjávarútvegi. Takmarkað framboð lánsfjár og mikil skuldsetning innlendra fyrirtækja dregur einnig úr vilja til fjárfestingar á meðan þau draga úr skuldsetningu. Útflutningsvöxtur verður meiri vegna lægra gengis og hraðari endurbata alþjóðlegra viðskipta. Á móti kemur hins vegar minni samdráttur innflutnings. Horfur er á að samdráttur landsframleiðslu verði nokkru minni á þessu ári en spáð var í ágúst en svipaður á næsta ári. Hagvöxtur árið 2011 verður hins vegar meiri og eru horfur á allnokkrum hagvexti árið 2012. Batinn er talinn hefjast á fyrsta fjórðungi næsta árs, þegar árstíðarleiðréttur ársfjórðungslegur hagvöxtur verður jákvæður á ný. Að sama skapi er útlit fyrir að atvinnuleysi verði minna en spáð var í ágúst. Það mun þó halda áfram að aukast fram á næsta ár. Nú er talið að atvinnuleysi nái hámarki í rúmlega 10% snemma á næsta ári, sem er u.þ.b. einni prósentu minna en í síðustu spá. Vaxandi slaki í þjóðarbúskapnum dregur úr undirliggjandi launa- og verðbólguþrýstingi. Áhrif samdráttar eftirspurnar verða þó minni en ætla má við fyrstu sýn, því framleiðslugeta tapast við það að fjármagnsstofninn dregst saman og jafnvægisatvinnuleysi rís tímabundið í kjölfar fjármálakreppunnar. Útlit er hins vegar fyrir að framleiðsluslakinn verði minni og hverfi fyrr en spáð var í ágúst, í samræmi við betri hagvaxtarhorfur. Hins vegar er útlit fyrir að gengi krónunnar verði heldur lægra en þá var spáð, eða nálægt 180 kr. gagnvart evru fram eftir næsta ári, en um 168 kr. gagnvart evru í lok spátímans, u.þ.b. 8% hærra en um þessar mundir. Horfur eru á að verðbólga leiðrétt fyrir áhrifum óbeinna skatta hjaðni hægar og verði að jafnaði nokkru meiri á næsta ári en spáð var í ágúst. Gætir þar áhrifa lægra gengis og minni samdráttar eftirspurnar, eins og áður var nefnt. Verðbólga án skattaáhrifa verður eigi að síður við markmið á seinni hluta næsta árs og tímabundið undir verðbólgumarkmiðinu. Ekki er útilokað að skammvinn verðhjöðnun geti orðið á fyrri hluta árs 2011 haldist gengi krónunnar tiltölulega stöðugt. Undirliggjandi verðbólga verður hins vegar aftur við markmið í lok spátímans. Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Sjá meira
Aðeins betri horfur í efnahagsmálum og lægra atvinnuleysi en í fyrri spám leiða til þess að bati einkaneyslu verður nokkru hraðari en spáð var í ágúst. Þetta kemur fram í ritinu Peningamál sem gefið var út af Seðlabankanum í morgun. Í ritinu segir að batinn verði þó hægur, enda þurfa skuldsett heimili að byggja upp eigið fé á ný með auknum sparnaði og niðurgreiðslu skulda. Ráðstöfunartekjur dragast meira saman á næsta ári en áður hafði verið talið vegna meiri hækkana beinna skatta. Þær lækka hins vegar frá hærra stigi. Tekjustigið verður því svipað og áður hafði verið gert ráð fyrir. Bati fjárfestingar verður hins vegar seinna á ferðinni en talið var í ágúst. Að mestu leyti skýrist það af töf stóriðjufjárfestingar. Önnur atvinnuvegafjárfesting verður mjög takmörkuð um alllangt skeið. Mikil umframframleiðslugeta er í innlendri atvinnustarfsemi, eftir mörg ár mikillar fjárfestingar, t.d. í byggingariðnaði og þjónustustarfsemi af ýmsu tagi, sem mun halda aftur af fjárfestingu á næstu árum. Það sama á við um fjárfestingu í sjávarútvegi. Takmarkað framboð lánsfjár og mikil skuldsetning innlendra fyrirtækja dregur einnig úr vilja til fjárfestingar á meðan þau draga úr skuldsetningu. Útflutningsvöxtur verður meiri vegna lægra gengis og hraðari endurbata alþjóðlegra viðskipta. Á móti kemur hins vegar minni samdráttur innflutnings. Horfur er á að samdráttur landsframleiðslu verði nokkru minni á þessu ári en spáð var í ágúst en svipaður á næsta ári. Hagvöxtur árið 2011 verður hins vegar meiri og eru horfur á allnokkrum hagvexti árið 2012. Batinn er talinn hefjast á fyrsta fjórðungi næsta árs, þegar árstíðarleiðréttur ársfjórðungslegur hagvöxtur verður jákvæður á ný. Að sama skapi er útlit fyrir að atvinnuleysi verði minna en spáð var í ágúst. Það mun þó halda áfram að aukast fram á næsta ár. Nú er talið að atvinnuleysi nái hámarki í rúmlega 10% snemma á næsta ári, sem er u.þ.b. einni prósentu minna en í síðustu spá. Vaxandi slaki í þjóðarbúskapnum dregur úr undirliggjandi launa- og verðbólguþrýstingi. Áhrif samdráttar eftirspurnar verða þó minni en ætla má við fyrstu sýn, því framleiðslugeta tapast við það að fjármagnsstofninn dregst saman og jafnvægisatvinnuleysi rís tímabundið í kjölfar fjármálakreppunnar. Útlit er hins vegar fyrir að framleiðsluslakinn verði minni og hverfi fyrr en spáð var í ágúst, í samræmi við betri hagvaxtarhorfur. Hins vegar er útlit fyrir að gengi krónunnar verði heldur lægra en þá var spáð, eða nálægt 180 kr. gagnvart evru fram eftir næsta ári, en um 168 kr. gagnvart evru í lok spátímans, u.þ.b. 8% hærra en um þessar mundir. Horfur eru á að verðbólga leiðrétt fyrir áhrifum óbeinna skatta hjaðni hægar og verði að jafnaði nokkru meiri á næsta ári en spáð var í ágúst. Gætir þar áhrifa lægra gengis og minni samdráttar eftirspurnar, eins og áður var nefnt. Verðbólga án skattaáhrifa verður eigi að síður við markmið á seinni hluta næsta árs og tímabundið undir verðbólgumarkmiðinu. Ekki er útilokað að skammvinn verðhjöðnun geti orðið á fyrri hluta árs 2011 haldist gengi krónunnar tiltölulega stöðugt. Undirliggjandi verðbólga verður hins vegar aftur við markmið í lok spátímans.
Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent