Skuldir heimilanna Kjartan broddi Bragason skrifar 22. ágúst 2009 03:00 Fyrir einhverjum vikum varpaði ég fram nokkrum spurningum til Seðlabanka Íslands um skuldastöðu innlendra heimila. Ein af þessum spurningum var hver staða þeirra væri í alþjóðlegu samhengi. Einhverjar tafir hafa orðið á svörum hjá þessari ágætu stofnun. Ég hef því ákveðið að birta þær upplýsingar sem ég hef getað aflað mér í gegnum ýmsa erlenda gagnagrunna á einni kvöldstund eða tveim. Rétt er að árétta að undirliggjandi gögn eru frá árabilinu 2003–2009. Umfjöllunin er alls ekki tæmandi og í mörgum tilfellum eru þær grunntölur sem notaðar eru til að búa til þær myndir sem hér koma fram lesnar af gröfum og gefa því aðeins mjög grófa mynd af undirliggjandi frumheimildum og (jafnvel) þeim skilgreiningum sem á bak við þær geta legið. Þessar upplýsingar gefa hins vegar vísbendingu um raunskuldastöðu innlendra heimila í alþjóðlegu samhengi. Það sem hagfræðingar almennt skoða þegar skuldastaða heimilanna er rannsökuð eru einkum þrír þættir: Skuldir sem hlutfall af ráðstöfunartekjum Hve hátt hlutfall ráðstöfunartekna er notað til að greiða afborganir og vexti á ári Skuldir sem hlutfall af eignum (fasta- og lausafjármunum ásamt fjármálalegum eignum) Almennt má segja um þessa þætti að þeim mun lægri sem skuldirnar eru sem hlutfall af ráðstöfunartekjum, þeim mun betri er efnahagur heimilanna og þeim mun betur eru þau í stakk búin til að takast á við fjárhagsleg áföll. Annar þátturinn segir síðan eitthvað til um samhengið á milli fjölda afborgana og vaxtastigs – þar sem greiðslubyrði heimilanna er samansett úr annars vegar afborgunum og hins vegar vaxtagreiðslum þarf – í akademískri rannsókn – að skoða bæði lánstíma, vaxtastig lánanna og aldurssamsetningu þjóðarinnar ásamt hlutfalli heimila sem eru fasteignaeigendur. Ég mun ekki fjalla um þriðja þáttinn í þessum pistli en tel að alþjóðlegur samanburður á þeim þætti sé mjög ólíklega íslenskum heimilum í hag. Fyrri myndin segir okkur að innlend heimili skuldi að meðaltali ríflega tvö- til þrefalt meira en önnur (vestræn) heimili sem hlutfall af ráðstöfunartekjum eða sem svarar um fjórföldum ráðstöfunartekjum. Seinni myndin segir okkur að greiðslubyrði innlendra heimila sé um það bil tvöfalt meiri en hjá öðrum (vestrænum) þjóðum eða að um 30–35% af ráðstöfunartekjum fer í að þjónusta þær skuldir sem hvíla á heimilum landsins að meðaltali. Sé tekið tillit til að vextir eru hærri hér en víðast hvar annars staðar verður myndin enn svartari (gefið að lánstími sé álíkur). Lítill hluti greiðslnanna fer þá í að borga niður höfuðstól lánsins en yfirgnæfandi hlutfall af heildargreiðslubyrðinni fer í vaxtagreiðslur. Eignamyndun er því mun seinna á ferðinni. Innlend heimili geta ekki staðið undir slíkri skuldsetningu í ljósi þess að kaupmáttur hefur dregist hratt saman og ekkert bendir til að hann muni vaxa svo neinu nemi á allra næstu árum. Þetta getur ekki verið viðvarandi ástand nema ef við ætlum að dragast langt aftur úr neyslumynstri annarra (vestrænna) þjóða. Ungt og efnilegt fólk mun hins vegar ekki sætta sig við slíkt nema hér rísi „Berlínarmúr“ umhverfis landið. Stjórnvöld – þó vinstrisinnuð séu – hafa ólíklega áhuga á slíku ástandi. Eigi að afstýra fólksflótta, fjöldagjaldþrotum og meðfylgandi félagslegum vandamálum sem óhjákvæmilega fylgja slíkum breytingum þarf að laga skuldastöðu að greiðslugetu heimilanna. Í því samhengi er aðeins um eina raunhæfa leið að ræða – lífeyrissjóðir landsmanna verða að koma að því samningaborði. Lausnin á þessu vandamáli krefst þess að eignir Íbúðalánasjóðs, húsnæðis- og bílaskuldir í eigu bankanna og eignarleigufyrirtækja sem og eignir lífeyrissjóðanna (sem stór eigandi að Íbúðabréfum og lífeyrissjóðslánum) verði niðurskrifaðar um hundruð milljarða króna. Þá mæti hugsanlega skoða hugmynd Sjálfstæðisflokksins – um skattlagningu inngreiðslna lífeyris – sértækt og þá til hjálpar illa stöddum heimilum eða hugmynd Framsóknarflokksins um flatan 20% niðurskurð. Aðkoma lífeyrissjóðanna verður hins vegar ekki umflúin. Staða heimilanna verður ekki leyst sem einhver afgangsstærð í því efnahagsástandi sem nú ríkir. Það er nú einu sinni svo að almenn eftirspurn eftir vöru og þjónustu – grunnforsenda í rekstri allra fyrirtækja og þar með atvinnustigi á landinu – er að miklu leyti háð fjárhagslega heilbrigðum heimilum. Höfundur er hagfræðingur. Heimildir: OECD, IMF, Seðlabanki Evrópu, Seðlabanki Bandaríkjanna, Monthly Bulletin ECB – apríl 2009, Seðlabanki Íslands, Seðlabankar Norðurlandanna ásamt erlendum tímarits- og blaðagreinum. Mat höfundar á einstökum þáttum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir einhverjum vikum varpaði ég fram nokkrum spurningum til Seðlabanka Íslands um skuldastöðu innlendra heimila. Ein af þessum spurningum var hver staða þeirra væri í alþjóðlegu samhengi. Einhverjar tafir hafa orðið á svörum hjá þessari ágætu stofnun. Ég hef því ákveðið að birta þær upplýsingar sem ég hef getað aflað mér í gegnum ýmsa erlenda gagnagrunna á einni kvöldstund eða tveim. Rétt er að árétta að undirliggjandi gögn eru frá árabilinu 2003–2009. Umfjöllunin er alls ekki tæmandi og í mörgum tilfellum eru þær grunntölur sem notaðar eru til að búa til þær myndir sem hér koma fram lesnar af gröfum og gefa því aðeins mjög grófa mynd af undirliggjandi frumheimildum og (jafnvel) þeim skilgreiningum sem á bak við þær geta legið. Þessar upplýsingar gefa hins vegar vísbendingu um raunskuldastöðu innlendra heimila í alþjóðlegu samhengi. Það sem hagfræðingar almennt skoða þegar skuldastaða heimilanna er rannsökuð eru einkum þrír þættir: Skuldir sem hlutfall af ráðstöfunartekjum Hve hátt hlutfall ráðstöfunartekna er notað til að greiða afborganir og vexti á ári Skuldir sem hlutfall af eignum (fasta- og lausafjármunum ásamt fjármálalegum eignum) Almennt má segja um þessa þætti að þeim mun lægri sem skuldirnar eru sem hlutfall af ráðstöfunartekjum, þeim mun betri er efnahagur heimilanna og þeim mun betur eru þau í stakk búin til að takast á við fjárhagsleg áföll. Annar þátturinn segir síðan eitthvað til um samhengið á milli fjölda afborgana og vaxtastigs – þar sem greiðslubyrði heimilanna er samansett úr annars vegar afborgunum og hins vegar vaxtagreiðslum þarf – í akademískri rannsókn – að skoða bæði lánstíma, vaxtastig lánanna og aldurssamsetningu þjóðarinnar ásamt hlutfalli heimila sem eru fasteignaeigendur. Ég mun ekki fjalla um þriðja þáttinn í þessum pistli en tel að alþjóðlegur samanburður á þeim þætti sé mjög ólíklega íslenskum heimilum í hag. Fyrri myndin segir okkur að innlend heimili skuldi að meðaltali ríflega tvö- til þrefalt meira en önnur (vestræn) heimili sem hlutfall af ráðstöfunartekjum eða sem svarar um fjórföldum ráðstöfunartekjum. Seinni myndin segir okkur að greiðslubyrði innlendra heimila sé um það bil tvöfalt meiri en hjá öðrum (vestrænum) þjóðum eða að um 30–35% af ráðstöfunartekjum fer í að þjónusta þær skuldir sem hvíla á heimilum landsins að meðaltali. Sé tekið tillit til að vextir eru hærri hér en víðast hvar annars staðar verður myndin enn svartari (gefið að lánstími sé álíkur). Lítill hluti greiðslnanna fer þá í að borga niður höfuðstól lánsins en yfirgnæfandi hlutfall af heildargreiðslubyrðinni fer í vaxtagreiðslur. Eignamyndun er því mun seinna á ferðinni. Innlend heimili geta ekki staðið undir slíkri skuldsetningu í ljósi þess að kaupmáttur hefur dregist hratt saman og ekkert bendir til að hann muni vaxa svo neinu nemi á allra næstu árum. Þetta getur ekki verið viðvarandi ástand nema ef við ætlum að dragast langt aftur úr neyslumynstri annarra (vestrænna) þjóða. Ungt og efnilegt fólk mun hins vegar ekki sætta sig við slíkt nema hér rísi „Berlínarmúr“ umhverfis landið. Stjórnvöld – þó vinstrisinnuð séu – hafa ólíklega áhuga á slíku ástandi. Eigi að afstýra fólksflótta, fjöldagjaldþrotum og meðfylgandi félagslegum vandamálum sem óhjákvæmilega fylgja slíkum breytingum þarf að laga skuldastöðu að greiðslugetu heimilanna. Í því samhengi er aðeins um eina raunhæfa leið að ræða – lífeyrissjóðir landsmanna verða að koma að því samningaborði. Lausnin á þessu vandamáli krefst þess að eignir Íbúðalánasjóðs, húsnæðis- og bílaskuldir í eigu bankanna og eignarleigufyrirtækja sem og eignir lífeyrissjóðanna (sem stór eigandi að Íbúðabréfum og lífeyrissjóðslánum) verði niðurskrifaðar um hundruð milljarða króna. Þá mæti hugsanlega skoða hugmynd Sjálfstæðisflokksins – um skattlagningu inngreiðslna lífeyris – sértækt og þá til hjálpar illa stöddum heimilum eða hugmynd Framsóknarflokksins um flatan 20% niðurskurð. Aðkoma lífeyrissjóðanna verður hins vegar ekki umflúin. Staða heimilanna verður ekki leyst sem einhver afgangsstærð í því efnahagsástandi sem nú ríkir. Það er nú einu sinni svo að almenn eftirspurn eftir vöru og þjónustu – grunnforsenda í rekstri allra fyrirtækja og þar með atvinnustigi á landinu – er að miklu leyti háð fjárhagslega heilbrigðum heimilum. Höfundur er hagfræðingur. Heimildir: OECD, IMF, Seðlabanki Evrópu, Seðlabanki Bandaríkjanna, Monthly Bulletin ECB – apríl 2009, Seðlabanki Íslands, Seðlabankar Norðurlandanna ásamt erlendum tímarits- og blaðagreinum. Mat höfundar á einstökum þáttum.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun