Gjaldeyrisforði SÍ rýrnaði um 120 milljarða á tíu mánuðum 31. ágúst 2009 19:45 Gjaldeyrisforði Seðlabankans hefur rýrnað um rúma hundrað milljarða króna á síðustu tíu mánuðum eða því sem nemur láni Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til íslands. Bankinn notaði rúman hálfan milljarð króna í síðustu viku til að styrkja gengi krónunnar um 3 prósent en óvíst er að sú styrking haldi. Tæplega 40 milljarða króna afgangur var á vöruskiptum við útlönd á fyrstu sjö mánuðum þessa árs samkvæmt tölum Hagstofunnar. Þrátt fyrir þetta hefur krónan verið að veikjast á þessu ári og þá sérstaklega í ágústmánuði. Í síðustu viku notaði Seðlabankinn fjórar milljónir evra eða um 600 milljónir króna til að styrkja gengi krónunnar um 3 prósent. Það er fullkomlega óvíst hvort þetta inngrip dugi til að styrkja krónuna til langframa en lítil breyting varð á gengi krónunnar í dag. Jón Bjarki Bentsson, sérfræðingur í gjaldeyrismálum hjá Íslandsbanka, segir að Seðlabanki Íslands hafi ekki mikið svigrúm til að styrkja gengi krónunnar með þessum hætti. „Því lengra sem líður og höftin eru við lýði því meira kostar þetta. Gjaldeyrisforðinn sem við höfum er takmarkaður og þó að það fari ekki ýkja mikið í mánuði hverjum þá er sá tími sem við höfum til að beita þessari peningamálastefnu takmarkaður," segir Jón Bjarki. Gjaldeyrisforði Seðlabankans hefur rýrnað um 120 milljarða króna á síðustu tíu mánuðum. Þetta jafngildir því að Íslendingar séu þegar búnir að nýta fyrsta hluta láns Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og 20 milljörðum betur. Seðlabankinn gefur út nýjar tölur um stöðu gjaldeyrisforðans á miðvikudag. Jón Bjarki segir að veruleg vaxtagjöld til útlendinga skýri afhverju krónan hefur ekki náð að styrkjast þrátt fyrir hagstæð vöruskipti. „Svo er það hinn þátturinn er að gjaldeyristekjurnar eru ekki að skila sér inn í krónum. Útflytjendur eru að veigra sér við að selja gjaldeyrinn og skipta honum í krónur og svo er ekki útilokað að menn séu að fara í kringum höftin." Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Íslenskt neftóbak hækkaði um 60 prósent í verði um áramótin Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Aðeins fjórðungur fyrirtækja undirbúinn fyrir gildistöku nýrra persónuverndarlaga Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Gjaldeyrisforði Seðlabankans hefur rýrnað um rúma hundrað milljarða króna á síðustu tíu mánuðum eða því sem nemur láni Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til íslands. Bankinn notaði rúman hálfan milljarð króna í síðustu viku til að styrkja gengi krónunnar um 3 prósent en óvíst er að sú styrking haldi. Tæplega 40 milljarða króna afgangur var á vöruskiptum við útlönd á fyrstu sjö mánuðum þessa árs samkvæmt tölum Hagstofunnar. Þrátt fyrir þetta hefur krónan verið að veikjast á þessu ári og þá sérstaklega í ágústmánuði. Í síðustu viku notaði Seðlabankinn fjórar milljónir evra eða um 600 milljónir króna til að styrkja gengi krónunnar um 3 prósent. Það er fullkomlega óvíst hvort þetta inngrip dugi til að styrkja krónuna til langframa en lítil breyting varð á gengi krónunnar í dag. Jón Bjarki Bentsson, sérfræðingur í gjaldeyrismálum hjá Íslandsbanka, segir að Seðlabanki Íslands hafi ekki mikið svigrúm til að styrkja gengi krónunnar með þessum hætti. „Því lengra sem líður og höftin eru við lýði því meira kostar þetta. Gjaldeyrisforðinn sem við höfum er takmarkaður og þó að það fari ekki ýkja mikið í mánuði hverjum þá er sá tími sem við höfum til að beita þessari peningamálastefnu takmarkaður," segir Jón Bjarki. Gjaldeyrisforði Seðlabankans hefur rýrnað um 120 milljarða króna á síðustu tíu mánuðum. Þetta jafngildir því að Íslendingar séu þegar búnir að nýta fyrsta hluta láns Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og 20 milljörðum betur. Seðlabankinn gefur út nýjar tölur um stöðu gjaldeyrisforðans á miðvikudag. Jón Bjarki segir að veruleg vaxtagjöld til útlendinga skýri afhverju krónan hefur ekki náð að styrkjast þrátt fyrir hagstæð vöruskipti. „Svo er það hinn þátturinn er að gjaldeyristekjurnar eru ekki að skila sér inn í krónum. Útflytjendur eru að veigra sér við að selja gjaldeyrinn og skipta honum í krónur og svo er ekki útilokað að menn séu að fara í kringum höftin."
Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Íslenskt neftóbak hækkaði um 60 prósent í verði um áramótin Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Aðeins fjórðungur fyrirtækja undirbúinn fyrir gildistöku nýrra persónuverndarlaga Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira