Erlent

Að segja 2010 hjá BBC

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Innanhússumræður eru nú um það hjá breska ríkisútvarpinu BBC hvernig orða skuli árið 2010 en gert er ráð fyrir því í reglum að samræmi sé meðal allra þeirra, sem tala í hljóðvarp þess eða sjónvarp, um hvernig vísað er til ártalsins. Ræða menn það nú hvort segja beri tuttugu tíu, tvöþúsund og tíu eða jafnvel tveir núll einn núll. Líklegast er, að sögn talsmanns útvarpsins, að tuttugu tíu verði ofan á, það sé stutt og þjált í munni. Hvað sem verður hefur stjórn BBC að hámarki tvo daga til að komast að niðurstöðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×