Viðskipti innlent

Fimm sveitar- og bæjarfélög og tvö hlutafélög sektuð af FME

Fjármálaeftirlitð (FME) hefur sektað fimm sveitar- og bæjarfélög og tvö hlutafélög vegna brota gegn lögum um verðbréfaviðskipti. Í öllum tilvikum er um að ræða að viðkomandi skilaði listum yfir frumherja og fjárhagslega tengda aðila mörgum mánuðum of seint.

Sveitarfélögin sem hér um ræðir eru Norðurþing, Mosfellsbær, Ísafjarðarbær, Fljótdalshérað og Fjarðarbyggð. Hlutafélögin eru CCP hf. og Hekla fasteignir hf. Tekið er fram í úrskurðinum um síðasta félagið að það er ótengt bílasölunni Heklu.

Sektirnar sem hér um ræður eru á bilinu 350.000 til 650.000 kr. Sú lægsta var hjá Mosfellsbæ en sú hæsta hjá Ísafjarðarbæ.

Á vefsíðu FME segir að fyrrgreindir aðilar hafi sem útgefandi skráðra skuldabréfa brotið gegn lögum um verðbréfaviðskipti með því að hafa skilað listum yfir fruminnherja og aðila fjárhagslega tengda fruminnherjum mörgum mánuðum of seint til Fjármálaeftirlitsins.

Í lögunum er kveðið á um skyldu útgefenda til að senda Fjármálaeftirlitinu, í því formi sem

eftirlitið ákveður, upplýsingar um fruminnherja, tímabundna innherja og aðila fjárhagslega tengda

innherjum. Endurskoðaðan lista yfir innherja skal senda Fjármálaeftirlitinu eigi sjaldnar en á sex

mánaða fresti.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×