Hverra er ávinningurinn? 2. nóvember 2009 06:00 Stóriðjufyrirtækin á Íslandi vilja leggja sitt af mörkum til að hjálpa íslensku samfélagi og þjóðarbúskap á miklum erfiðleikatímum. Þessu lýsir upplýsingafulltrúi, Rio Tinto á Íslandi yfir í upphafi greinar sinnar í Fréttablaðinu sl. fimmtudag. Annað í greininni er til að réttlæta að þau þurfi ekki að leggja meira af mörkum en þau gera nú. Upplýsingafulltrúinn segir að árlega greiði fyrirtækið 1,3 ma.kr í tekjuskatt en getur þess einnig að í upphaflegum fjárfestingasamningi fyrirtækisins við íslensk stjórnvöld var gert ráð fyrir að fyrirtækið greiddi 33% tekjuskatt. Síðan hafa íslensk stjórnvöld lækkað hann niður í 15%. Án þessarar lækkunar má því ætla að fyrirtækið greiddi tæpa 2,9 ma.kr. árlega í tekjuskatt eða 1,6 ma.kr. meira en það gerir nú. Upplýsingafulltrúin rekur einnig hvernig áformuð umhverfis-, orku- og auðlindagjöld muni leggjast á fyrirtæki sitt. Hann segir 30 aura orkugjald á hverja kílówattsstund af rafmagni kosta fyrirtækið 900 milljónir. Þá segir hann gjald upp á 14 evrur á hvert losað tonn af koltvíoxíði kosti fyrirtækið 700 milljónir króna. Samtals gerir þetta 1,6 milljarða króna. Þessi gjöld myndu líklega lækka tekjuskatta fyrirtækisins um 2-300 m.kr. svo hækkun skatta yrði minni en sú skattalækkun sem því féll í skaut á liðinni blómatíð og skattaleg staða þess betri en þegar það ákvað fjárfestingar sínar. Þessum gjöldum hafa stóriðjufyritækin og launaðir sem ólaunaðir talsmenn þeirra mótmælt harðlega. Enginn mótmælti þegar skattbyrðin var færð af þeim yfir á almenning. Upplýsingfulltrúinn segir það álver sem hann er talsmaður fyrir noti 18% af þeirri raforku sem seld er á Íslandi. Með einföldum reikningi sést að öll raforkan dygði rúmlega 5 álverum. Samanlagt myndu þau greiða 6,5 milljarða króna í tekjuskatt. Það eru 0,4 til 0,5 prósent af vergri landsframleiðslu. Þessar skattgreiðslur eru meginhluti þess arðs sem Ísland hefur af þeim orkuauðlindum sem notaðar eru til raforkuframleiðslu. Telur fyrirtækið, upplýsingafulltrúinn og aðrir talsmenn þessa kerfis að þessir 6,5 milljarðar séu hæfileg renta Íslendinga af þessum náttúruauðlindum sínum? Telja þeir það réttláta skiptingu að í hlut Íslands kom 6,5 milljarðar á móti 43 milljörðum í hagnað eigendanna eftir skatta? Finnst almenningi auðlindunum vel varið með þessum hætti? Björn Valur Gíslason höfundur er alþingismaður Vinstri grænna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Stóriðjufyrirtækin á Íslandi vilja leggja sitt af mörkum til að hjálpa íslensku samfélagi og þjóðarbúskap á miklum erfiðleikatímum. Þessu lýsir upplýsingafulltrúi, Rio Tinto á Íslandi yfir í upphafi greinar sinnar í Fréttablaðinu sl. fimmtudag. Annað í greininni er til að réttlæta að þau þurfi ekki að leggja meira af mörkum en þau gera nú. Upplýsingafulltrúinn segir að árlega greiði fyrirtækið 1,3 ma.kr í tekjuskatt en getur þess einnig að í upphaflegum fjárfestingasamningi fyrirtækisins við íslensk stjórnvöld var gert ráð fyrir að fyrirtækið greiddi 33% tekjuskatt. Síðan hafa íslensk stjórnvöld lækkað hann niður í 15%. Án þessarar lækkunar má því ætla að fyrirtækið greiddi tæpa 2,9 ma.kr. árlega í tekjuskatt eða 1,6 ma.kr. meira en það gerir nú. Upplýsingafulltrúin rekur einnig hvernig áformuð umhverfis-, orku- og auðlindagjöld muni leggjast á fyrirtæki sitt. Hann segir 30 aura orkugjald á hverja kílówattsstund af rafmagni kosta fyrirtækið 900 milljónir. Þá segir hann gjald upp á 14 evrur á hvert losað tonn af koltvíoxíði kosti fyrirtækið 700 milljónir króna. Samtals gerir þetta 1,6 milljarða króna. Þessi gjöld myndu líklega lækka tekjuskatta fyrirtækisins um 2-300 m.kr. svo hækkun skatta yrði minni en sú skattalækkun sem því féll í skaut á liðinni blómatíð og skattaleg staða þess betri en þegar það ákvað fjárfestingar sínar. Þessum gjöldum hafa stóriðjufyritækin og launaðir sem ólaunaðir talsmenn þeirra mótmælt harðlega. Enginn mótmælti þegar skattbyrðin var færð af þeim yfir á almenning. Upplýsingfulltrúinn segir það álver sem hann er talsmaður fyrir noti 18% af þeirri raforku sem seld er á Íslandi. Með einföldum reikningi sést að öll raforkan dygði rúmlega 5 álverum. Samanlagt myndu þau greiða 6,5 milljarða króna í tekjuskatt. Það eru 0,4 til 0,5 prósent af vergri landsframleiðslu. Þessar skattgreiðslur eru meginhluti þess arðs sem Ísland hefur af þeim orkuauðlindum sem notaðar eru til raforkuframleiðslu. Telur fyrirtækið, upplýsingafulltrúinn og aðrir talsmenn þessa kerfis að þessir 6,5 milljarðar séu hæfileg renta Íslendinga af þessum náttúruauðlindum sínum? Telja þeir það réttláta skiptingu að í hlut Íslands kom 6,5 milljarðar á móti 43 milljörðum í hagnað eigendanna eftir skatta? Finnst almenningi auðlindunum vel varið með þessum hætti? Björn Valur Gíslason höfundur er alþingismaður Vinstri grænna
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar