Umfjöllun: Markvarsla Hlyns skóp sigur Vals Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. október 2009 19:09 Sigfús Páll Sigfússon, leikmaður Vals. Mynd/Stefán Valur vann í kvöld sigur á Akureyri, 23-19, í fyrstu umferð N1-deildar karla. Leikurinn fór fram í Vodafone-höllinni. Lokatölurnar gefa þó ekki hárrétta mynd af leiknum enda skoruðu Valsarar síðustu fjögur mörk leiksins eftir að liðin hefðu alls skiptst á að vera með forystuna átta sinnum í leiknum. Hvorugt lið náði aldrei meira en tveggja marka forystu fyrr en að Valsmenn náðu að stinga af á síðustu þremur mínútum leiksins en staðan var jöfn, 19-19, þegar tæpar átta mínútur voru til leiksloka. Leikurinn fer þó ekki í sögubækurnar fyrir árangursríkan og fallegan handbolta en sóknarleikur beggja liða var á köflum nokkuð slakur. Akureyringar náðu þó að spila ágætisvörn á köflum, með þá Heimi Örn Árnason og Guðlaug Arnarsson fremsta í flokki, en frammistaða Hlyns Morthens í marki Vals gerði það að verkum að þeir skoruðu aðeins nítján mörk í öllum leiknum, þar af sjö í seinni hálfleik. Hlynur varði sextán skot í seinni hálfleik og virtist hreinlega taka sóknarmenn gestanna á taugum eftir því sem lengra leið á leikinn. Akureyringar áttu fá svör og héldu áfram að reyna að spila boltanum inn á Árna Þór Sigtryggsson sem skoraði átta mörk í kvöld úr alls 20 skotum. Næstmarkahæsti maður gestanna var Oddur Grétarsson með þrjú mörk. Sóknarleikur Vals var aðeins fjölbreyttari þó svo að hann hafi oft verið betri. Menn áttu sína góða kafla og slæmu en Hafþór Einarsson átti einnig fínan leik í marki Akureyrar og varði alls sautján skot. Eftir að staðan var jöfn í hálfleik, 12-12, náðu Valsmenn undirtökunum í upphafi síðari hálfleiks. Gestirnir komu sér þó aftur inn í leikinn og náðu forystunni um miðbik hálfleiksins, 18-17. En þökk sé frammistöðu Hlyns koðnuðu Akureyringar niður og skoruðu aðeins eitt mark á síðustu þrettán mínútum leiksins. Valur - Akureyri 23 - 19 Mörk Vals (skot): Ernir Hrafn Arnarsson 7 (12), Arnór Þór Gunnarsson 6/2 (10/4), Gunnar Ingi Jóhannsson 4 (6), Orri Freyr Gíslason 2 (2), Ólafur Sigurjónsson 2 (6), Ingvar Árnason 1 (1), Fannar Þór Friðgeirsson 1 (8/1), Sigfús Páll Sigfússon (1), Gunnar Harðarson (2).Varin skot: Hlynur Morthens 26/1 (45/2, 58%)Hraðaupphlaup: 2 (Arnór Þór 1, Ernir Hrafn 1).Fiskuð víti: 5 (Orri Freyr 3, Sigfús Páll 1, Fannar Þór 1).Utan vallar: 6 mínútur.Mörk Akureyrar (skot): Árni Þór Sigtryggsson 8 (20), Oddur Grétarsson 3/1 (5/2), Hörður Fannar Sigþórsson 2 (3), Andri Snær Stefánsson 2 (5), Heiðar Þór Aðalsteinsson 2 (6), Heimir Örn Árnason 2 (9), Geir Guðmundsson (2), Valdimar Þengilsson (2).Varin skot: Hafþór Einarsson 17/2 (40/4, 43%).Hraðaupphlaup: 4 (Oddur 2, Heimir Örn 1, Hörður Fannar 1).Fiskuð víti: 2 (Andri Snær 1, Hörður Fannar 1).Utan vallar: 2 mínútur. Dómarar: Ingvar Guðjónsson og Jónas Elísasson, voru fínir en misstu aðeins tökin í seinni hálfleik. Olís-deild karla Tengdar fréttir Hlynur: Varla hægt að byrja betur Hlynur Morthens var án nokkurs vafa maður leiksins er Valur vann góðan sigur á Akureyri, 23-19, í N1-deild karla í kvöld. 8. október 2009 20:40 Heimir: Tek þetta að stórum hluta á mig Heimir Örn Árnason mætti í kvöld á sinn gamla heimavöll en þurfti að sætta sig við tap er Valur vann sigur á Akureyri, 23-19. 8. október 2009 20:26 Rúnar: Bubbi vann okkur Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Akureyrar, segir að frammistaða Hlyns Morthens í marki Vals hafi skilið á milli liðanna í kvöld. Valur vann fjögurra marka sigur, 23-19. 8. október 2009 20:46 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
Valur vann í kvöld sigur á Akureyri, 23-19, í fyrstu umferð N1-deildar karla. Leikurinn fór fram í Vodafone-höllinni. Lokatölurnar gefa þó ekki hárrétta mynd af leiknum enda skoruðu Valsarar síðustu fjögur mörk leiksins eftir að liðin hefðu alls skiptst á að vera með forystuna átta sinnum í leiknum. Hvorugt lið náði aldrei meira en tveggja marka forystu fyrr en að Valsmenn náðu að stinga af á síðustu þremur mínútum leiksins en staðan var jöfn, 19-19, þegar tæpar átta mínútur voru til leiksloka. Leikurinn fer þó ekki í sögubækurnar fyrir árangursríkan og fallegan handbolta en sóknarleikur beggja liða var á köflum nokkuð slakur. Akureyringar náðu þó að spila ágætisvörn á köflum, með þá Heimi Örn Árnason og Guðlaug Arnarsson fremsta í flokki, en frammistaða Hlyns Morthens í marki Vals gerði það að verkum að þeir skoruðu aðeins nítján mörk í öllum leiknum, þar af sjö í seinni hálfleik. Hlynur varði sextán skot í seinni hálfleik og virtist hreinlega taka sóknarmenn gestanna á taugum eftir því sem lengra leið á leikinn. Akureyringar áttu fá svör og héldu áfram að reyna að spila boltanum inn á Árna Þór Sigtryggsson sem skoraði átta mörk í kvöld úr alls 20 skotum. Næstmarkahæsti maður gestanna var Oddur Grétarsson með þrjú mörk. Sóknarleikur Vals var aðeins fjölbreyttari þó svo að hann hafi oft verið betri. Menn áttu sína góða kafla og slæmu en Hafþór Einarsson átti einnig fínan leik í marki Akureyrar og varði alls sautján skot. Eftir að staðan var jöfn í hálfleik, 12-12, náðu Valsmenn undirtökunum í upphafi síðari hálfleiks. Gestirnir komu sér þó aftur inn í leikinn og náðu forystunni um miðbik hálfleiksins, 18-17. En þökk sé frammistöðu Hlyns koðnuðu Akureyringar niður og skoruðu aðeins eitt mark á síðustu þrettán mínútum leiksins. Valur - Akureyri 23 - 19 Mörk Vals (skot): Ernir Hrafn Arnarsson 7 (12), Arnór Þór Gunnarsson 6/2 (10/4), Gunnar Ingi Jóhannsson 4 (6), Orri Freyr Gíslason 2 (2), Ólafur Sigurjónsson 2 (6), Ingvar Árnason 1 (1), Fannar Þór Friðgeirsson 1 (8/1), Sigfús Páll Sigfússon (1), Gunnar Harðarson (2).Varin skot: Hlynur Morthens 26/1 (45/2, 58%)Hraðaupphlaup: 2 (Arnór Þór 1, Ernir Hrafn 1).Fiskuð víti: 5 (Orri Freyr 3, Sigfús Páll 1, Fannar Þór 1).Utan vallar: 6 mínútur.Mörk Akureyrar (skot): Árni Þór Sigtryggsson 8 (20), Oddur Grétarsson 3/1 (5/2), Hörður Fannar Sigþórsson 2 (3), Andri Snær Stefánsson 2 (5), Heiðar Þór Aðalsteinsson 2 (6), Heimir Örn Árnason 2 (9), Geir Guðmundsson (2), Valdimar Þengilsson (2).Varin skot: Hafþór Einarsson 17/2 (40/4, 43%).Hraðaupphlaup: 4 (Oddur 2, Heimir Örn 1, Hörður Fannar 1).Fiskuð víti: 2 (Andri Snær 1, Hörður Fannar 1).Utan vallar: 2 mínútur. Dómarar: Ingvar Guðjónsson og Jónas Elísasson, voru fínir en misstu aðeins tökin í seinni hálfleik.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Hlynur: Varla hægt að byrja betur Hlynur Morthens var án nokkurs vafa maður leiksins er Valur vann góðan sigur á Akureyri, 23-19, í N1-deild karla í kvöld. 8. október 2009 20:40 Heimir: Tek þetta að stórum hluta á mig Heimir Örn Árnason mætti í kvöld á sinn gamla heimavöll en þurfti að sætta sig við tap er Valur vann sigur á Akureyri, 23-19. 8. október 2009 20:26 Rúnar: Bubbi vann okkur Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Akureyrar, segir að frammistaða Hlyns Morthens í marki Vals hafi skilið á milli liðanna í kvöld. Valur vann fjögurra marka sigur, 23-19. 8. október 2009 20:46 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
Hlynur: Varla hægt að byrja betur Hlynur Morthens var án nokkurs vafa maður leiksins er Valur vann góðan sigur á Akureyri, 23-19, í N1-deild karla í kvöld. 8. október 2009 20:40
Heimir: Tek þetta að stórum hluta á mig Heimir Örn Árnason mætti í kvöld á sinn gamla heimavöll en þurfti að sætta sig við tap er Valur vann sigur á Akureyri, 23-19. 8. október 2009 20:26
Rúnar: Bubbi vann okkur Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Akureyrar, segir að frammistaða Hlyns Morthens í marki Vals hafi skilið á milli liðanna í kvöld. Valur vann fjögurra marka sigur, 23-19. 8. október 2009 20:46