Umfjöllun: Markvarsla Hlyns skóp sigur Vals Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. október 2009 19:09 Sigfús Páll Sigfússon, leikmaður Vals. Mynd/Stefán Valur vann í kvöld sigur á Akureyri, 23-19, í fyrstu umferð N1-deildar karla. Leikurinn fór fram í Vodafone-höllinni. Lokatölurnar gefa þó ekki hárrétta mynd af leiknum enda skoruðu Valsarar síðustu fjögur mörk leiksins eftir að liðin hefðu alls skiptst á að vera með forystuna átta sinnum í leiknum. Hvorugt lið náði aldrei meira en tveggja marka forystu fyrr en að Valsmenn náðu að stinga af á síðustu þremur mínútum leiksins en staðan var jöfn, 19-19, þegar tæpar átta mínútur voru til leiksloka. Leikurinn fer þó ekki í sögubækurnar fyrir árangursríkan og fallegan handbolta en sóknarleikur beggja liða var á köflum nokkuð slakur. Akureyringar náðu þó að spila ágætisvörn á köflum, með þá Heimi Örn Árnason og Guðlaug Arnarsson fremsta í flokki, en frammistaða Hlyns Morthens í marki Vals gerði það að verkum að þeir skoruðu aðeins nítján mörk í öllum leiknum, þar af sjö í seinni hálfleik. Hlynur varði sextán skot í seinni hálfleik og virtist hreinlega taka sóknarmenn gestanna á taugum eftir því sem lengra leið á leikinn. Akureyringar áttu fá svör og héldu áfram að reyna að spila boltanum inn á Árna Þór Sigtryggsson sem skoraði átta mörk í kvöld úr alls 20 skotum. Næstmarkahæsti maður gestanna var Oddur Grétarsson með þrjú mörk. Sóknarleikur Vals var aðeins fjölbreyttari þó svo að hann hafi oft verið betri. Menn áttu sína góða kafla og slæmu en Hafþór Einarsson átti einnig fínan leik í marki Akureyrar og varði alls sautján skot. Eftir að staðan var jöfn í hálfleik, 12-12, náðu Valsmenn undirtökunum í upphafi síðari hálfleiks. Gestirnir komu sér þó aftur inn í leikinn og náðu forystunni um miðbik hálfleiksins, 18-17. En þökk sé frammistöðu Hlyns koðnuðu Akureyringar niður og skoruðu aðeins eitt mark á síðustu þrettán mínútum leiksins. Valur - Akureyri 23 - 19 Mörk Vals (skot): Ernir Hrafn Arnarsson 7 (12), Arnór Þór Gunnarsson 6/2 (10/4), Gunnar Ingi Jóhannsson 4 (6), Orri Freyr Gíslason 2 (2), Ólafur Sigurjónsson 2 (6), Ingvar Árnason 1 (1), Fannar Þór Friðgeirsson 1 (8/1), Sigfús Páll Sigfússon (1), Gunnar Harðarson (2).Varin skot: Hlynur Morthens 26/1 (45/2, 58%)Hraðaupphlaup: 2 (Arnór Þór 1, Ernir Hrafn 1).Fiskuð víti: 5 (Orri Freyr 3, Sigfús Páll 1, Fannar Þór 1).Utan vallar: 6 mínútur.Mörk Akureyrar (skot): Árni Þór Sigtryggsson 8 (20), Oddur Grétarsson 3/1 (5/2), Hörður Fannar Sigþórsson 2 (3), Andri Snær Stefánsson 2 (5), Heiðar Þór Aðalsteinsson 2 (6), Heimir Örn Árnason 2 (9), Geir Guðmundsson (2), Valdimar Þengilsson (2).Varin skot: Hafþór Einarsson 17/2 (40/4, 43%).Hraðaupphlaup: 4 (Oddur 2, Heimir Örn 1, Hörður Fannar 1).Fiskuð víti: 2 (Andri Snær 1, Hörður Fannar 1).Utan vallar: 2 mínútur. Dómarar: Ingvar Guðjónsson og Jónas Elísasson, voru fínir en misstu aðeins tökin í seinni hálfleik. Olís-deild karla Tengdar fréttir Hlynur: Varla hægt að byrja betur Hlynur Morthens var án nokkurs vafa maður leiksins er Valur vann góðan sigur á Akureyri, 23-19, í N1-deild karla í kvöld. 8. október 2009 20:40 Heimir: Tek þetta að stórum hluta á mig Heimir Örn Árnason mætti í kvöld á sinn gamla heimavöll en þurfti að sætta sig við tap er Valur vann sigur á Akureyri, 23-19. 8. október 2009 20:26 Rúnar: Bubbi vann okkur Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Akureyrar, segir að frammistaða Hlyns Morthens í marki Vals hafi skilið á milli liðanna í kvöld. Valur vann fjögurra marka sigur, 23-19. 8. október 2009 20:46 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Íslenski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjá meira
Valur vann í kvöld sigur á Akureyri, 23-19, í fyrstu umferð N1-deildar karla. Leikurinn fór fram í Vodafone-höllinni. Lokatölurnar gefa þó ekki hárrétta mynd af leiknum enda skoruðu Valsarar síðustu fjögur mörk leiksins eftir að liðin hefðu alls skiptst á að vera með forystuna átta sinnum í leiknum. Hvorugt lið náði aldrei meira en tveggja marka forystu fyrr en að Valsmenn náðu að stinga af á síðustu þremur mínútum leiksins en staðan var jöfn, 19-19, þegar tæpar átta mínútur voru til leiksloka. Leikurinn fer þó ekki í sögubækurnar fyrir árangursríkan og fallegan handbolta en sóknarleikur beggja liða var á köflum nokkuð slakur. Akureyringar náðu þó að spila ágætisvörn á köflum, með þá Heimi Örn Árnason og Guðlaug Arnarsson fremsta í flokki, en frammistaða Hlyns Morthens í marki Vals gerði það að verkum að þeir skoruðu aðeins nítján mörk í öllum leiknum, þar af sjö í seinni hálfleik. Hlynur varði sextán skot í seinni hálfleik og virtist hreinlega taka sóknarmenn gestanna á taugum eftir því sem lengra leið á leikinn. Akureyringar áttu fá svör og héldu áfram að reyna að spila boltanum inn á Árna Þór Sigtryggsson sem skoraði átta mörk í kvöld úr alls 20 skotum. Næstmarkahæsti maður gestanna var Oddur Grétarsson með þrjú mörk. Sóknarleikur Vals var aðeins fjölbreyttari þó svo að hann hafi oft verið betri. Menn áttu sína góða kafla og slæmu en Hafþór Einarsson átti einnig fínan leik í marki Akureyrar og varði alls sautján skot. Eftir að staðan var jöfn í hálfleik, 12-12, náðu Valsmenn undirtökunum í upphafi síðari hálfleiks. Gestirnir komu sér þó aftur inn í leikinn og náðu forystunni um miðbik hálfleiksins, 18-17. En þökk sé frammistöðu Hlyns koðnuðu Akureyringar niður og skoruðu aðeins eitt mark á síðustu þrettán mínútum leiksins. Valur - Akureyri 23 - 19 Mörk Vals (skot): Ernir Hrafn Arnarsson 7 (12), Arnór Þór Gunnarsson 6/2 (10/4), Gunnar Ingi Jóhannsson 4 (6), Orri Freyr Gíslason 2 (2), Ólafur Sigurjónsson 2 (6), Ingvar Árnason 1 (1), Fannar Þór Friðgeirsson 1 (8/1), Sigfús Páll Sigfússon (1), Gunnar Harðarson (2).Varin skot: Hlynur Morthens 26/1 (45/2, 58%)Hraðaupphlaup: 2 (Arnór Þór 1, Ernir Hrafn 1).Fiskuð víti: 5 (Orri Freyr 3, Sigfús Páll 1, Fannar Þór 1).Utan vallar: 6 mínútur.Mörk Akureyrar (skot): Árni Þór Sigtryggsson 8 (20), Oddur Grétarsson 3/1 (5/2), Hörður Fannar Sigþórsson 2 (3), Andri Snær Stefánsson 2 (5), Heiðar Þór Aðalsteinsson 2 (6), Heimir Örn Árnason 2 (9), Geir Guðmundsson (2), Valdimar Þengilsson (2).Varin skot: Hafþór Einarsson 17/2 (40/4, 43%).Hraðaupphlaup: 4 (Oddur 2, Heimir Örn 1, Hörður Fannar 1).Fiskuð víti: 2 (Andri Snær 1, Hörður Fannar 1).Utan vallar: 2 mínútur. Dómarar: Ingvar Guðjónsson og Jónas Elísasson, voru fínir en misstu aðeins tökin í seinni hálfleik.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Hlynur: Varla hægt að byrja betur Hlynur Morthens var án nokkurs vafa maður leiksins er Valur vann góðan sigur á Akureyri, 23-19, í N1-deild karla í kvöld. 8. október 2009 20:40 Heimir: Tek þetta að stórum hluta á mig Heimir Örn Árnason mætti í kvöld á sinn gamla heimavöll en þurfti að sætta sig við tap er Valur vann sigur á Akureyri, 23-19. 8. október 2009 20:26 Rúnar: Bubbi vann okkur Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Akureyrar, segir að frammistaða Hlyns Morthens í marki Vals hafi skilið á milli liðanna í kvöld. Valur vann fjögurra marka sigur, 23-19. 8. október 2009 20:46 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Íslenski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjá meira
Hlynur: Varla hægt að byrja betur Hlynur Morthens var án nokkurs vafa maður leiksins er Valur vann góðan sigur á Akureyri, 23-19, í N1-deild karla í kvöld. 8. október 2009 20:40
Heimir: Tek þetta að stórum hluta á mig Heimir Örn Árnason mætti í kvöld á sinn gamla heimavöll en þurfti að sætta sig við tap er Valur vann sigur á Akureyri, 23-19. 8. október 2009 20:26
Rúnar: Bubbi vann okkur Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Akureyrar, segir að frammistaða Hlyns Morthens í marki Vals hafi skilið á milli liðanna í kvöld. Valur vann fjögurra marka sigur, 23-19. 8. október 2009 20:46
Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn