Umfjöllun: Haukasigur á lánlausum Frömurum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. október 2009 21:18 Sigurbergur Sveinsson var öflugur í kvöld. Mynd/Anton Haukar sáu til þess að Fram er enn án stiga í N1-deild karla eftir fyrstu þrjár umferðirnar. Haukar unnu Fram í Safamýrinni, 34-32. Framarar náðu að snúa leiknum sér í hag í síðari hálfleik en Haukar reyndust sterkari á lokakaflanum eftir æsispennandi lokamínútur. Bæði lið tóku þátt í Evrópukeppninni um síðustu helgi og bar byrjun leiksins þess merki. Sóknarleikur beggja liða var nokkuð tilviljunarkenndur og talsvert vantaði upp á markvörslu og varnarleik. En eftir að hafa hrist af sér slenið var allt annað að sjá til liðanna í sókninni. Sér í lagi voru Haukar atkvæðamiklir og náðu fljótlega undirtökunum í leiknum. Forystan var þó aldrei meiri en fjögur mörk eftir að Haukar náðu að skora á lokasekúndu fyrri hálfleiks. Staðan var þá 19-15. Síðari hálfleikur byrjaði eins og sá fyrri lauk. Leikurinn var mjög hraður og sóknarleikurinn í fyrirrúmi. Varnarleikur liðanna var ekki glæsilegur og bæði lið færðu sér það í nyt. Markvarslan hafði þar að auki ekki verið neitt til að hrópa húrra fyrir en skyndilega tók Magnús Erlendsson, einn þriggja markvarða Fram í leiknum, til sinna mála og varði nokku afar mikilvæg skot. Framarar höfðu brúað bilið jafnt og þétt eftir því sem leið á síðari hálfleikinn og markvarsla Magnúsar gerði þeim kleift að byggja upp forystu. Á þessum tíma gekk hvorki né rak í sóknarleik Hauka. Það var aðeins Stefáni Rafni Sigurmannssyni að þakka að Framarar stungu ekki endanlega af en hann var eini Haukamaðurinn sem skoraði á rúmlega tíu mínútna kafla í síðari hálfleik. Síðasti stundarfjórðungurinn í leiknum var æsispennandi og stórskemmtilegur. Framarar skoruðu þrjú mörk í röð og komust í 29-26 forystu þegar tæpar tíu mínútur voru til leiksloka. Þeir héldu forystunni í nokkrar mínútur enn og útlitið var bjart. En þá fór Birkir Ívar Guðmundsson að verja í marki Haukanna og Sigurbergur Sveinsson tók af skarið í sókninni. Hann skoraði þrjú í röð og minnkaði muninn í eitt mark, 30-29. Stefán Rafn skoraði næstu tvö en Framarar héldu þó frumkvæðinu og voru yfir, 32-31, þegar rúmar fjórar mínútur voru eftir. Framarar náðu hins vegar aðeins einu skoti að marki Haukanna eftir þetta. Sóknarmistök og -brot gerðu það að verkum að Haukar skoruðu síðustu þrjú mörk leiksins og fögnuðu góðum sigri. Sjö mínútum fyrir leikslok fór Andri Berg Haraldsson, leikmaður Fram, augljóslega í andlit Sigurbergs Sveinssonar þegar sá síðarnefndi var að koma sér í skotstöðu. Um augljóst rautt spjald var að ræða en einhverra hluta vegna ákváðu dómarar leiksins, Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson, að dæma ekki neitt. Þeir áttu þess fyrir utan ágætan leik.Fram - Haukar 32 - 34Mörk Fram (skot): Magnús Stefánsson 8 (15), Andri Berg Haraldsson 7 (14/1), Haraldur Þorvarðarson 6 (7), Arnar Birkir Hálfdánarson 5/2 (6/2), Stefán Baldvin Stefánsson 4 (5), Hákon Stefánsson 2 (3), Halldór Jóhann Sigfússon (3/1).Varin skot: Magnús Erlendsson 14/1 (37/3, 38%), Sigurður Örn Arnarson 3 (13/2, 23%), Zoltan Majeri 0 (1/1).Hraðaupphlaup: 6 (Haraldur 3, Arnar Birkir 2, Stefán Baldvin 1).Fiskuð víti: 4 (Haraldur 2, Magnús 1, Stefán Baldvin 1).Utan vallar: 10 mínútur.Mörk Hauka (skot): Sigurbergur Sveinsson 10/2 (16/3), Stefán Sigurmannsson 5 (6), Freyr Brynjarsson 4 (5), Björgvin Hólmgeirsson 4 (9), Guðmundur Árni Ólafsson 3/3 (3/3), Elías Már Halldórsson 3 (6), Pétur Pálsson 2 (2), Einar Örn Jónsson 2 (2), Tjörvi Þorgeirsson 1 (1), Jónatan Jónsson (1).Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 7 (28/2, 25%), Aron Rafn Edvardsson 4 (15, 27%).Hraðaupphlaup: 7 (Freyr 2, Elías Már 2, Sigurbergur 1, Stefán 1, Björgvin 1).Fiskuð víti: 6 (Pétur 3, Tjörvi 1, Freyr 1, Sigurbergur 1).Utan vallar: 4 mínútur. Olís-deild karla Tengdar fréttir Aron: Stefán Rafn með frábæra innkomu Aron Kristjánsson lofaði hinn unga Stefán Rafn Sigurmannsson eftir sigur Hauka á Fram í N1-deild karla í kvöld. 22. október 2009 21:57 Björgvin: Sýndum góðan karakter Haukamaðurinn Björgvin Hólmgeirsson sagði sigurinn á Fram í kvöld sérstaklega sætan. Björgvin skoraði fjögur mörk fyrir Hauka sem vann Fram, 34-32. 22. október 2009 22:22 Magnús: Grátlegt að horfa upp á þetta Framarinn Magnús Stefánsson var vitanlega ekki ánægður með tap sinna manna fyrir Haukum í kvöld. 22. október 2009 22:11 Mest lesið Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Fleiri fréttir Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Sjá meira
Haukar sáu til þess að Fram er enn án stiga í N1-deild karla eftir fyrstu þrjár umferðirnar. Haukar unnu Fram í Safamýrinni, 34-32. Framarar náðu að snúa leiknum sér í hag í síðari hálfleik en Haukar reyndust sterkari á lokakaflanum eftir æsispennandi lokamínútur. Bæði lið tóku þátt í Evrópukeppninni um síðustu helgi og bar byrjun leiksins þess merki. Sóknarleikur beggja liða var nokkuð tilviljunarkenndur og talsvert vantaði upp á markvörslu og varnarleik. En eftir að hafa hrist af sér slenið var allt annað að sjá til liðanna í sókninni. Sér í lagi voru Haukar atkvæðamiklir og náðu fljótlega undirtökunum í leiknum. Forystan var þó aldrei meiri en fjögur mörk eftir að Haukar náðu að skora á lokasekúndu fyrri hálfleiks. Staðan var þá 19-15. Síðari hálfleikur byrjaði eins og sá fyrri lauk. Leikurinn var mjög hraður og sóknarleikurinn í fyrirrúmi. Varnarleikur liðanna var ekki glæsilegur og bæði lið færðu sér það í nyt. Markvarslan hafði þar að auki ekki verið neitt til að hrópa húrra fyrir en skyndilega tók Magnús Erlendsson, einn þriggja markvarða Fram í leiknum, til sinna mála og varði nokku afar mikilvæg skot. Framarar höfðu brúað bilið jafnt og þétt eftir því sem leið á síðari hálfleikinn og markvarsla Magnúsar gerði þeim kleift að byggja upp forystu. Á þessum tíma gekk hvorki né rak í sóknarleik Hauka. Það var aðeins Stefáni Rafni Sigurmannssyni að þakka að Framarar stungu ekki endanlega af en hann var eini Haukamaðurinn sem skoraði á rúmlega tíu mínútna kafla í síðari hálfleik. Síðasti stundarfjórðungurinn í leiknum var æsispennandi og stórskemmtilegur. Framarar skoruðu þrjú mörk í röð og komust í 29-26 forystu þegar tæpar tíu mínútur voru til leiksloka. Þeir héldu forystunni í nokkrar mínútur enn og útlitið var bjart. En þá fór Birkir Ívar Guðmundsson að verja í marki Haukanna og Sigurbergur Sveinsson tók af skarið í sókninni. Hann skoraði þrjú í röð og minnkaði muninn í eitt mark, 30-29. Stefán Rafn skoraði næstu tvö en Framarar héldu þó frumkvæðinu og voru yfir, 32-31, þegar rúmar fjórar mínútur voru eftir. Framarar náðu hins vegar aðeins einu skoti að marki Haukanna eftir þetta. Sóknarmistök og -brot gerðu það að verkum að Haukar skoruðu síðustu þrjú mörk leiksins og fögnuðu góðum sigri. Sjö mínútum fyrir leikslok fór Andri Berg Haraldsson, leikmaður Fram, augljóslega í andlit Sigurbergs Sveinssonar þegar sá síðarnefndi var að koma sér í skotstöðu. Um augljóst rautt spjald var að ræða en einhverra hluta vegna ákváðu dómarar leiksins, Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson, að dæma ekki neitt. Þeir áttu þess fyrir utan ágætan leik.Fram - Haukar 32 - 34Mörk Fram (skot): Magnús Stefánsson 8 (15), Andri Berg Haraldsson 7 (14/1), Haraldur Þorvarðarson 6 (7), Arnar Birkir Hálfdánarson 5/2 (6/2), Stefán Baldvin Stefánsson 4 (5), Hákon Stefánsson 2 (3), Halldór Jóhann Sigfússon (3/1).Varin skot: Magnús Erlendsson 14/1 (37/3, 38%), Sigurður Örn Arnarson 3 (13/2, 23%), Zoltan Majeri 0 (1/1).Hraðaupphlaup: 6 (Haraldur 3, Arnar Birkir 2, Stefán Baldvin 1).Fiskuð víti: 4 (Haraldur 2, Magnús 1, Stefán Baldvin 1).Utan vallar: 10 mínútur.Mörk Hauka (skot): Sigurbergur Sveinsson 10/2 (16/3), Stefán Sigurmannsson 5 (6), Freyr Brynjarsson 4 (5), Björgvin Hólmgeirsson 4 (9), Guðmundur Árni Ólafsson 3/3 (3/3), Elías Már Halldórsson 3 (6), Pétur Pálsson 2 (2), Einar Örn Jónsson 2 (2), Tjörvi Þorgeirsson 1 (1), Jónatan Jónsson (1).Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 7 (28/2, 25%), Aron Rafn Edvardsson 4 (15, 27%).Hraðaupphlaup: 7 (Freyr 2, Elías Már 2, Sigurbergur 1, Stefán 1, Björgvin 1).Fiskuð víti: 6 (Pétur 3, Tjörvi 1, Freyr 1, Sigurbergur 1).Utan vallar: 4 mínútur.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Aron: Stefán Rafn með frábæra innkomu Aron Kristjánsson lofaði hinn unga Stefán Rafn Sigurmannsson eftir sigur Hauka á Fram í N1-deild karla í kvöld. 22. október 2009 21:57 Björgvin: Sýndum góðan karakter Haukamaðurinn Björgvin Hólmgeirsson sagði sigurinn á Fram í kvöld sérstaklega sætan. Björgvin skoraði fjögur mörk fyrir Hauka sem vann Fram, 34-32. 22. október 2009 22:22 Magnús: Grátlegt að horfa upp á þetta Framarinn Magnús Stefánsson var vitanlega ekki ánægður með tap sinna manna fyrir Haukum í kvöld. 22. október 2009 22:11 Mest lesið Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Fleiri fréttir Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Sjá meira
Aron: Stefán Rafn með frábæra innkomu Aron Kristjánsson lofaði hinn unga Stefán Rafn Sigurmannsson eftir sigur Hauka á Fram í N1-deild karla í kvöld. 22. október 2009 21:57
Björgvin: Sýndum góðan karakter Haukamaðurinn Björgvin Hólmgeirsson sagði sigurinn á Fram í kvöld sérstaklega sætan. Björgvin skoraði fjögur mörk fyrir Hauka sem vann Fram, 34-32. 22. október 2009 22:22
Magnús: Grátlegt að horfa upp á þetta Framarinn Magnús Stefánsson var vitanlega ekki ánægður með tap sinna manna fyrir Haukum í kvöld. 22. október 2009 22:11
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti