Viðskipti innlent

Auðmenn fá beingreiðslur frá ríki vegna mjólkurkvóta

Þorbjörn Þórðarson skrifar
Fasteignafélagið Lífsval sem er í eigu nokkurra auðmanna er nú langstærsti jarðaeigandi landsins - að opinberum aðilum frátöldum - en fyrirtækið hefur verið stórtækt í uppkaupum á jörðum og á nú rúmlega 3.500 hektara lands.

Fyrirtækið Lífsval er nú langstærsti jarðaeigandi á Íslandi og á nú hvorki meira né minna en 72 jarðir og sumarbústaðalönd. Fyrirtækið er í eigu nokkurra auðmanna en auk þeirra á Landsbankinn tæplega fimmtungshlut, en bankinn á auk þess veð í mun stærri hlut.

Í stjórn félagsins eru Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður Byrs sem var einn eigenda fjárfestingarfélagsins Saxhóls, Ingvar J. Karlsson, stjórnarformaður K. Karlssonar, Guðmundur A. Birgisson á Núpum í Ölfusi, Hermann Már Þórisson, sem situr fyrir hönd Landsbankans, Ólafur Ívan Wernersson, tæknifræðingur og Gunnar Þorláksson.

Lífsval fjárfestir í landi með gögnum og gæðum að engu undanskildu. Þar er átt við vatnsréttindi, há- og lághitaréttindi, mikla víðáttu, stang- og skotveiðiréttindi, námuréttindi og sjávarréttindi.

Tvær jarðir félagsins eru á Suðurlandi, þrjátíu og tvær á Vesturlandi, átta á Vestfjörðum, sjö á Norðvesturlandi, fimmtán á Norðausturlandi og átta á Austurlandi.

Fyrirtækið á meðal annars kúabú sem samtals eiga á aðra milljón lítra mjólkurkvóta eða rúm 1,5 prósent af heildarkvótanum sem skráður er á þrjár jarðir. Hver prósenta af mjólkurkvótanum þýðir hátt í fimmtíu milljónir króna á ári í beingreiðslur frá íslenska ríkinu. Landsbankinn tekur yfir stærri hlut verður það í reynd íslenska ríkið sem greiðir ríkisbankanum Landsbankanum beingreiðslur vegna mjólkurkvóta.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×