Viðskipti innlent

Atlantic Petroleum hrapaði í kauphöllinni

Færeyska olíufélagið Atlantic Petroleum féll um 43,7% í kauphöllinni í dag. Gætir hér eflaust áhrifa þess að í hlutabréfaútboði á vegum félagsins fyrir viku síðan gátu núverandi hluthafar keypt nýtt hlutafé á 135 danskar krónur þegar hið opinbera verð á hlutnum var rúmlega 230 danskar krónur.

 

Össur og Marel lækkuðu líka og lækkaði úrvalsvísitalan OMX16 um tæp 2,2% og stendur í 802 stigum eftir daginn.

Össur lækkaði um 2% og Marel um 1,4%. Hinsvegar hækkaði Föroya Banki um 1,1%.

Betur gekk hjá félögum sem standa utan OMX16. Þannig hækkaði Eik Banki um 18,6%, Hampiðjan um 14,3% og Century Aluminium um 10%. Tekið skal fram að lítil viðskipti voru á bakvið þessar hækkanir.

Þá nam skuldabréfavelta dagsins tæpum 13,7 milljörðum kr.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×