Viðskipti innlent

Nær öll met slegin á fiskmörkuðum í september

Verðmæti sölunnar á fiskmörkuðum í september sl. var 2.156 milljónir kr. 60,7 % meira en í september 2008. Þetta er einungis í annað skiptið sem verðmæti fer yfir 2 milljarða í einum mánuði. Það gerðist líka í mars 2007, 2.228 milljónir kr.

Þetta kemur fram á vefsíðu Reiknistofu fiskmarkaða (RSF). Þar segir að næstum öll met sem hægt var að slá á fiskmörkuðum hafi verið slegin í september.

Hjá RSF kemur fram að meðalverðið í september var 237,06 kr. Það er það hæsta í einum mánuði frá upphafi. Meðalverð í september 2008 var 178,01 kr. Hækkun er um 33,2 %.

Í september sl. voru seld 9.096 tonn sem er það langmesta sem selt hefur verið í gegnum fiskmarkaðina í þeim mánuði. Næstmest var selt í september 2006 eða 7.590 tonn. Þetta er 20,7 % meira en í fyrra.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×