Skuldastaða Orkuveitu Reykjavíkur 20. nóvember 2009 06:00 Samkvæmt sex mánaða uppgjöri Orkuveitu Reykjavíkur 2009 skuldar fyrirtækið 227 milljarða króna. Því er rétt að spyrja hvenær urðu þessar skuldir til og hver ber ábyrgð á þeim? Samkvæmt ársreikningi fyrir árið 2005 voru skuldir OR um 40 milljarðar en það er síðasta heila árið sem R-listinn stjórnaði fyrirtækinu. Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn tóku við stjórn fyrirtækisins eftir kosningar 2006. Séu skuldir fyrirtækisins í lok árs 2005 uppreiknaðar miðað við verðlag í júlí 2009 samsvara þær 55,1 milljarði. Þannig hafa skuldir fyrirtækisins á föstu verðlagi rúmlega fjórfaldast á fjórum árum, sjá línurit 1. Hrun krónunnar hefur vissulega átt þátt í skuldaaukningunni þó það skýri alls ekki 412% hækkun skulda á föstu verðlagi. VirkjunarhraðiFrá því fyrsta viljayfirlýsingin um álver í Helguvík var undirrituð hafa fulltrúar Samfylkingar í stjórn OR haft áhyggjur af virkjunarhraðanum og áhrifum skuldsetningar á fjárhag OR. Fyrsta viljayfirlýsingin var samþykkt árið 2006 í stjórnarformannstíð Alfreðs Þorsteinssonar, ég hafði þá strax verulegar efasemdir um áhrif framkvæmdanna á fjárhag OR og greiddi því ekki atkvæði með viljayfirlýsingunni, sem studd var af fulltrúum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Í bókun minni við atkvæðagreiðsluna segir m.a. „óskað er eftir að upplýsingum um áhrif hugsanlegra virkjanaframkvæmda á efnahag OR, sérstaklega eiginfjárhlutfall fyrirtækisins til lengri tíma og á meðan á framkvæmdum stendur. Þessi áhrif verði skoðuð í samhengi við önnur fjárfestingaáform fyrirtækisins svo sem lagningu ljósleiðara. Hvar liggja þolmörk fyrirtækisins í fjárfestingu?" Þó lítið hafi verið gefið fyrir þessi varnaðarorð á sínum tíma og fullyrt að afstaðan byggðist á misskilningi sjá menn í dag að betra hefði verið að staldra við. En eins og línurit 2 sýnir hefur eiginfjárhlutfall fallið úr 54,9% í árslok 2005 í 14,1% um mitt ár 2009, þrátt fyrir verulegt endurmat eigna. Ábyrgðir borgarinnarÁ kjörtímabilinu hafa fulltrúar Samfylkingar í stjórn OR reynt ýmislegt til að forða fyrirtækinu frá þeirri stöðu sem það stendur frammi fyrir í dag. T.d. lagði Dagur B Eggertsson 1. júní 2007 fram svohljóðandi tillögu í stjórn OR: „Kannaðir verði kostir mismunandi leiða við að virkjanir OR vegna samninga um sölu á orku til stóriðju verði sjálfstæðar einingar, standi undir öllum kostnaði þeim tengdum, verði fjármagnaðar með verkefnafjármögnun en án ábyrgðar eigenda." Tillögunni var frestað og hún er enn í frestun. Ef tillagan hefði verið samþykkt og farið í þessa uppskiptingu á þeim tíma væri staða borgarinnar allt önnur í dag, þá stæði borgin ekki í ábyrgðum fyrir 227 milljarða skuldum eins og hún gerir í dag. Þegar tillagan var lögð fram árið 2007 var hún framkvæmanleg, en hún er það varla í dag, þar sem lánveitendur halda dauðahaldi í allar ábyrgðir enda búið að keyra lánshæfismat OR í ruslflokk. Pólitísk afglöpÞó mikill þungi í virkjunarframkvæmdum og hrun krónunnar eigi stærstan þátt í alvarlegri skuldastöðu OR bætast við pólitískar gloríur núverandi meirihluta. Bara á þessu ári hefur þeim tekist að glutra fleiri milljörðum út úr rekstri fyrirtækisins, verktökum voru afhentar 800 milljónir umfram samninga. Orkuveitan tapaði minnst 5 milljörðum á viðskiptum með bréf í HS-Orku þegar skúffufyrirtækinu Magma Energy var „seldur" hluturinn ef hægt er að tala um að hlutur hafi verið seldur, þegar 70% eru lánuð með kúluláni til sjö ára á 1% vöxtum. Þessum gjörningi mótmæltum við harðlega. Eftir að meirihlutinn gekk að þessu tilboði lagði ég til í stjórn OR að kúlulánið, sem er í formi skuldabréfs, yrði selt til að minnka þörf fyrirtækisins fyrir frekari skuldsetningu. En nafnverð skuldabréfsins samsvaraði rúmum 8,4 milljörðum króna við undirritun. Sú tillaga er eins og fleiri tillögur minnihlutans í frestun. Hinsvegar samþykkti meirihlutinn í borgarstjórn sl. þriðjudag 10 milljarða innlenda lántöku með 4,65% verðtryggðum vöxtum til að greiða upp yfirdráttarlán og önnur skammtímalán.Til að kóróna svo stjórnviskuna krefur borgarstjórinn í Reykjavík fyrirtækið, sem berst í bökkum, um 2 milljarða í arðgreiðslur, sem er þreföldun miðað við arðgreiðslur fyrirtækisins á síðasta ári. Það er ljóst að OR mun ekki mæta því með öðrum hætti en lántökum sem síðan munu, eins og önnur afglöp meirihlutans, skila sér í hækkuðu orkuverði til almennings. Þeim óþægindum verður þó án efa frestað fram yfir sveitarstjórnarkosningar eins og öðrum erfiðum ákvörðunum.Höfundur er borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt sex mánaða uppgjöri Orkuveitu Reykjavíkur 2009 skuldar fyrirtækið 227 milljarða króna. Því er rétt að spyrja hvenær urðu þessar skuldir til og hver ber ábyrgð á þeim? Samkvæmt ársreikningi fyrir árið 2005 voru skuldir OR um 40 milljarðar en það er síðasta heila árið sem R-listinn stjórnaði fyrirtækinu. Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn tóku við stjórn fyrirtækisins eftir kosningar 2006. Séu skuldir fyrirtækisins í lok árs 2005 uppreiknaðar miðað við verðlag í júlí 2009 samsvara þær 55,1 milljarði. Þannig hafa skuldir fyrirtækisins á föstu verðlagi rúmlega fjórfaldast á fjórum árum, sjá línurit 1. Hrun krónunnar hefur vissulega átt þátt í skuldaaukningunni þó það skýri alls ekki 412% hækkun skulda á föstu verðlagi. VirkjunarhraðiFrá því fyrsta viljayfirlýsingin um álver í Helguvík var undirrituð hafa fulltrúar Samfylkingar í stjórn OR haft áhyggjur af virkjunarhraðanum og áhrifum skuldsetningar á fjárhag OR. Fyrsta viljayfirlýsingin var samþykkt árið 2006 í stjórnarformannstíð Alfreðs Þorsteinssonar, ég hafði þá strax verulegar efasemdir um áhrif framkvæmdanna á fjárhag OR og greiddi því ekki atkvæði með viljayfirlýsingunni, sem studd var af fulltrúum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Í bókun minni við atkvæðagreiðsluna segir m.a. „óskað er eftir að upplýsingum um áhrif hugsanlegra virkjanaframkvæmda á efnahag OR, sérstaklega eiginfjárhlutfall fyrirtækisins til lengri tíma og á meðan á framkvæmdum stendur. Þessi áhrif verði skoðuð í samhengi við önnur fjárfestingaáform fyrirtækisins svo sem lagningu ljósleiðara. Hvar liggja þolmörk fyrirtækisins í fjárfestingu?" Þó lítið hafi verið gefið fyrir þessi varnaðarorð á sínum tíma og fullyrt að afstaðan byggðist á misskilningi sjá menn í dag að betra hefði verið að staldra við. En eins og línurit 2 sýnir hefur eiginfjárhlutfall fallið úr 54,9% í árslok 2005 í 14,1% um mitt ár 2009, þrátt fyrir verulegt endurmat eigna. Ábyrgðir borgarinnarÁ kjörtímabilinu hafa fulltrúar Samfylkingar í stjórn OR reynt ýmislegt til að forða fyrirtækinu frá þeirri stöðu sem það stendur frammi fyrir í dag. T.d. lagði Dagur B Eggertsson 1. júní 2007 fram svohljóðandi tillögu í stjórn OR: „Kannaðir verði kostir mismunandi leiða við að virkjanir OR vegna samninga um sölu á orku til stóriðju verði sjálfstæðar einingar, standi undir öllum kostnaði þeim tengdum, verði fjármagnaðar með verkefnafjármögnun en án ábyrgðar eigenda." Tillögunni var frestað og hún er enn í frestun. Ef tillagan hefði verið samþykkt og farið í þessa uppskiptingu á þeim tíma væri staða borgarinnar allt önnur í dag, þá stæði borgin ekki í ábyrgðum fyrir 227 milljarða skuldum eins og hún gerir í dag. Þegar tillagan var lögð fram árið 2007 var hún framkvæmanleg, en hún er það varla í dag, þar sem lánveitendur halda dauðahaldi í allar ábyrgðir enda búið að keyra lánshæfismat OR í ruslflokk. Pólitísk afglöpÞó mikill þungi í virkjunarframkvæmdum og hrun krónunnar eigi stærstan þátt í alvarlegri skuldastöðu OR bætast við pólitískar gloríur núverandi meirihluta. Bara á þessu ári hefur þeim tekist að glutra fleiri milljörðum út úr rekstri fyrirtækisins, verktökum voru afhentar 800 milljónir umfram samninga. Orkuveitan tapaði minnst 5 milljörðum á viðskiptum með bréf í HS-Orku þegar skúffufyrirtækinu Magma Energy var „seldur" hluturinn ef hægt er að tala um að hlutur hafi verið seldur, þegar 70% eru lánuð með kúluláni til sjö ára á 1% vöxtum. Þessum gjörningi mótmæltum við harðlega. Eftir að meirihlutinn gekk að þessu tilboði lagði ég til í stjórn OR að kúlulánið, sem er í formi skuldabréfs, yrði selt til að minnka þörf fyrirtækisins fyrir frekari skuldsetningu. En nafnverð skuldabréfsins samsvaraði rúmum 8,4 milljörðum króna við undirritun. Sú tillaga er eins og fleiri tillögur minnihlutans í frestun. Hinsvegar samþykkti meirihlutinn í borgarstjórn sl. þriðjudag 10 milljarða innlenda lántöku með 4,65% verðtryggðum vöxtum til að greiða upp yfirdráttarlán og önnur skammtímalán.Til að kóróna svo stjórnviskuna krefur borgarstjórinn í Reykjavík fyrirtækið, sem berst í bökkum, um 2 milljarða í arðgreiðslur, sem er þreföldun miðað við arðgreiðslur fyrirtækisins á síðasta ári. Það er ljóst að OR mun ekki mæta því með öðrum hætti en lántökum sem síðan munu, eins og önnur afglöp meirihlutans, skila sér í hækkuðu orkuverði til almennings. Þeim óþægindum verður þó án efa frestað fram yfir sveitarstjórnarkosningar eins og öðrum erfiðum ákvörðunum.Höfundur er borgarfulltrúi.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar