Hvetur fólk til að elda 23. janúar 2009 06:00 Haukur Valgeir Magnússon gefur uppskrift að lambahryggvöðva með lauksultu og bernaise-smjöri og hvetur fólk til að elda heima.fréttablaðið/stefán Haukur Valgeir Magnússon, matreiðslumaður á Argentínu steikhúsi, vann hjá Jamie Oliver í London. Hann viðurkennir að vera undir áhrifum frá honum í matargerð og fleiru og vill að fólk eldi meira sjálft heima. „Matreiðsla er engin geimvísindi og í raun mjög einföld ef þú ert með uppskrift,“ segir Haukur Valgeir en hann er nýbyrjaður að elda á Argentínu eftir að hafa unnið hjá Jamie Oliver í London. Haukur lætur vel af vistinni hjá Jamie og segist hafa tekið með sér einhverja takta frá honum hingað heim. „Þessi réttur er eiginlega beint þaðan, mín hugmynd en undir áhrifum frá Jamie. Bretar elda mikið kjöt með beini og eru mikið fyrir sultur og kryddsmjör. Eins langar mig að virkja krakka sem eru kannski milli skóla eða atvinnulausir í að læra að elda eins og Jamie Oliver hefur verið að gera. Ég vil að fólk eldi meira sjálft heima,“ segir hann.Lambahryggvöðvi með lauksultu og bernaise-smjöri. Fyrir fjóra.Lambahryggvöðvi: 800 gr. lamb brúnað á pönnu í 3 mínútur á hvorri hlið. Eldað í ofni við 180° C í 5-6 mínútur. Lauksulta: 1 kg laukur, 4 tegundir ½ l hvítvín 50 gr. sykur 100 ml hunang Salt og pipar Lárviðarlauf og vöndur af blönduðum kryddjurtum. Aðferð: Skerið laukinn í þunnar skífur, svitið hann í potti, bætið svo við hvítvíninu, hunangi, sykri og kryddinu. Látið malla við lágan hita í 3 tíma. Bearnaise-smjör: 500 g smjör 20 ml estragonedik Þurrkað estragon 30 ml hvítvínsedik Salt og pipar Aðferð: Smjör er mýkt, sett í hrærivél ásamt öllu hráefninu og hrært saman. Mótað á silíkonmottu. Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Hannes í víking með gamansama glæpamynd Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Létt og ljúffengt eplasalat Tiramisu-brownie að hætti Höllu Hryllilega girnilegar hrekkjavökukræsingar Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Bragðgott quesadilla á einni plötu Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Sjá meira
Haukur Valgeir Magnússon, matreiðslumaður á Argentínu steikhúsi, vann hjá Jamie Oliver í London. Hann viðurkennir að vera undir áhrifum frá honum í matargerð og fleiru og vill að fólk eldi meira sjálft heima. „Matreiðsla er engin geimvísindi og í raun mjög einföld ef þú ert með uppskrift,“ segir Haukur Valgeir en hann er nýbyrjaður að elda á Argentínu eftir að hafa unnið hjá Jamie Oliver í London. Haukur lætur vel af vistinni hjá Jamie og segist hafa tekið með sér einhverja takta frá honum hingað heim. „Þessi réttur er eiginlega beint þaðan, mín hugmynd en undir áhrifum frá Jamie. Bretar elda mikið kjöt með beini og eru mikið fyrir sultur og kryddsmjör. Eins langar mig að virkja krakka sem eru kannski milli skóla eða atvinnulausir í að læra að elda eins og Jamie Oliver hefur verið að gera. Ég vil að fólk eldi meira sjálft heima,“ segir hann.Lambahryggvöðvi með lauksultu og bernaise-smjöri. Fyrir fjóra.Lambahryggvöðvi: 800 gr. lamb brúnað á pönnu í 3 mínútur á hvorri hlið. Eldað í ofni við 180° C í 5-6 mínútur. Lauksulta: 1 kg laukur, 4 tegundir ½ l hvítvín 50 gr. sykur 100 ml hunang Salt og pipar Lárviðarlauf og vöndur af blönduðum kryddjurtum. Aðferð: Skerið laukinn í þunnar skífur, svitið hann í potti, bætið svo við hvítvíninu, hunangi, sykri og kryddinu. Látið malla við lágan hita í 3 tíma. Bearnaise-smjör: 500 g smjör 20 ml estragonedik Þurrkað estragon 30 ml hvítvínsedik Salt og pipar Aðferð: Smjör er mýkt, sett í hrærivél ásamt öllu hráefninu og hrært saman. Mótað á silíkonmottu.
Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Hannes í víking með gamansama glæpamynd Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Létt og ljúffengt eplasalat Tiramisu-brownie að hætti Höllu Hryllilega girnilegar hrekkjavökukræsingar Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Bragðgott quesadilla á einni plötu Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Sjá meira