Viðskipti innlent

Yfir 15.000 fjárnámsbeiðnir í borginni í ár

Í lok október 2009 höfðu 15.159 fjárnámsbeiðnir verið skráðar hjá sýslumanninum í Reykjavík á árinu. Þar af í janúar 1.180, febrúar 2.720, mars 1.590, apríl 1.580, maí 1.722, júní 1.734, júlí 1.352, ágúst 859, september 1.154, október 1.259.

Þetta kemur fram á vefsíðu embættisins. Þar segir að 40 útburðarbeiðnir höfðu borist embættinu í lok október. Þar af í janúar 1, febrúar 12, apríl 4, júlí 3, ágúst 5, september 5, október 10.

Ennfremur segir að 7 innsetningarbeiðnir voru á sama tíma. Þar af í mars 1, apríl 2, júní 1, júlí 3.

Árið 2008 voru skráðar fjárnámsbeiðnir alls 18.541. Skráðar útburðarbeiðnir árið 2008 voru 55 og innsetningarbeiðnir voru 3.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×