Viðskipti innlent

Eignir ýmissa lánafyrirtækja lækkuðu um 13,9 milljarða

Eignir ýmissa lánafyrirtækja námu um 1.293,4 milljörðum kr. í lok október og lækkuðu um 13,9 milljarða kr. í mánuðinum.

Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans. Þar segir að útlán og markaðsverðbréf lækkuðu um tæpa 11,0 milljarða kr. og námu 1.159,0 milljarða kr. í lok október. Lækkunin skýrist að mestu af markaðsskuldabréfum innlánsstofnana sem lækkuðu um tæpa 10,4 milljarða kr.(-50%) í mánuðinum.

Innstæður í Seðlabankanum hækkuðu um 10,3 milljarða kr. (58%) milli mánaða en kröfur á lánastofnanir lækkuðu um 12,3 milljarða kr.

Til ýmissa lánafyrirtækja teljast Íbúðalánasjóður, fjárfestingarbankar, eignarleigur, greiðslukortafyrirtæki og fjárfestingarlánasjóðir.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×