Viðskipti innlent

Skuldatryggingarálagið á ríkissjóð rýkur upp

Skuldatryggingarálagið á ríkissjóð hefur rokið upp í dag eins og raunar hjá mörgum öðrum þjóðum. Það stendur nú í 427 punktum samkvæmt mælingu Credit Market Analysis (CMA) og hefur ekki verið hærra síðan í haust.

Markit Itraxx vísitalan mældi álagið í rétt tæpum 400 punktum í morgun og hafði það þá hækkað um tæpa 19 punkta milli daga. Sem fyrr segir hefur álagið hjá mörgum þjóðum snarhækkað í þessari viku, einkum nýmarkaðsríkjum í kjölfar frétta af fjármálaerfiðleikum Dubai. Og hvað Dubai varðar er álagið komið yfir 700 punkta sem er ríflega tvöföldum á tveimur dögum.

Um miðjan þennan mánuð var skuldatryggingarálag ríkissjóðs komið á svipaðar slóðir og það var fyrir hrun íslensku viðskiptabankanna í október í fyrra. Hafði það verið að meðaltali 348 punktar fyrstu tvær vikur mánaðarins.

Skuldatryggingaálag á ríkissjóð í 427 punktum samsvarar því að reiða þurfi fram tæp 4,3% af nafnverði skuldabréfs til að tryggja eiganda þess gegn greiðslufalli næstu 5 árin.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×