Erlent

Öldungadeild tekur heilbrigðisfrumvarp Obama fyrir

Byltingarkennt frumvarp Obama um breytingar á bandarísku heilbrigðiskerfi verður tekið til formlegrar umræðu í Öldungadeild bandaríska þingsins eftir að deildin samþykkti slíka umræðu með naumum meirihluta.

Fimmtíu og átta demókratar og tveir óháðir fulltrúar í Öldungadeildinni samþykktu umræðuna en allir nema einn fulltrúi repúblikana greiddu atkvæði gegn umræðunni. Þar með verður frumvarpið - sem var samþykkt í fulltrúadeildinni nýverið - tekið til umræðu í Öldungadeildinni 30. nóvember. Verði frumvarpið að lögum bætast yfir 30 milljónir Bandaríkjamanna í hóp sjúkratryggðra og yrði það umfangsmesta breyting á bandarísku heilbrigðiskerfi í áratugi.

Repúblikanar segja breytinguna of dýra og eru staðráðnir í að koma í veg fyrir að frumvarpið verði að lögum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×