Eva Joly vill koma Barroso úr embætti sínu hjá ESB 29. júní 2009 13:47 Norsk/franski spillingarbaninn Eva Joly segir að fyrsta verk flokks hennar á Evrópuþinginu verði að koma í veg fyrir að José Manuel Barroso verði endurkjörinn sem leiðtogi framkvæmdanefndar ESB. „Hann hefur komið fram með fleiri heimskar tilskipanir," segir Joly í samtali við vefsíðuna e24.no. Joly var sem kunnugt er kjörin á Evrópuþingið sem einn af þingmönnum Frakklands þar. Hún var í kjöri fyrir flokkinn Europe Écologie sem fékk 15% atkvæða. Græni hópur hennar á þinginu hefur 56 af 738 sætum á þinginu. „Við erum fámenn en ég get lofað því að við munum verða sýnileg á þinginu," segir Eva Joly. „Ég mun reyna að leggja mitt af mörkum til að berjast gegn spillingu og ég mun vinna hart að aukinni siðvæðingu í fjármálalífinu." Hvað varðar baráttuna gegn Barroso segir e24.no að þar verði á brattan að sækja fyrir Evu Joly og flokksmenn hennar. Íhaldssamir þingmenn eru í meirihluta á Evrópuþinginu og Barroso er þeirra maður í embætti leiðtoga framkvæmdanefndarinnar. Í viðtalinu er einnig rætt um málefni Íslands og þar segir Eva Joly m.a. að eftirlitsstofnanir með íslenska bankakerfinu hafi klárlega brugðist. Þá gefur hún lítið fyrir strangar kröfur Alþjóðgjaldeyrissjóðsins vaxtastig á Íslandi og kröfur um endurgreiðslur á láninu sem Ísland fékk frá sjóðnum. Hún telur að kröfur sjóðsins geri Íslendingum erfitt fyrir að endurreisa efnahagslíf sitt. „Sjóðnum er að stórum hluta stjórnað af Bretlandi sem beitir hörku gagnvart Íslandi," segir Joly. „Ísland glímir við risavaxnar skuldir en þjóðin telur aðeins 320 þúsund manns. Landið er í verulega slæmri stöðu." Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Norsk/franski spillingarbaninn Eva Joly segir að fyrsta verk flokks hennar á Evrópuþinginu verði að koma í veg fyrir að José Manuel Barroso verði endurkjörinn sem leiðtogi framkvæmdanefndar ESB. „Hann hefur komið fram með fleiri heimskar tilskipanir," segir Joly í samtali við vefsíðuna e24.no. Joly var sem kunnugt er kjörin á Evrópuþingið sem einn af þingmönnum Frakklands þar. Hún var í kjöri fyrir flokkinn Europe Écologie sem fékk 15% atkvæða. Græni hópur hennar á þinginu hefur 56 af 738 sætum á þinginu. „Við erum fámenn en ég get lofað því að við munum verða sýnileg á þinginu," segir Eva Joly. „Ég mun reyna að leggja mitt af mörkum til að berjast gegn spillingu og ég mun vinna hart að aukinni siðvæðingu í fjármálalífinu." Hvað varðar baráttuna gegn Barroso segir e24.no að þar verði á brattan að sækja fyrir Evu Joly og flokksmenn hennar. Íhaldssamir þingmenn eru í meirihluta á Evrópuþinginu og Barroso er þeirra maður í embætti leiðtoga framkvæmdanefndarinnar. Í viðtalinu er einnig rætt um málefni Íslands og þar segir Eva Joly m.a. að eftirlitsstofnanir með íslenska bankakerfinu hafi klárlega brugðist. Þá gefur hún lítið fyrir strangar kröfur Alþjóðgjaldeyrissjóðsins vaxtastig á Íslandi og kröfur um endurgreiðslur á láninu sem Ísland fékk frá sjóðnum. Hún telur að kröfur sjóðsins geri Íslendingum erfitt fyrir að endurreisa efnahagslíf sitt. „Sjóðnum er að stórum hluta stjórnað af Bretlandi sem beitir hörku gagnvart Íslandi," segir Joly. „Ísland glímir við risavaxnar skuldir en þjóðin telur aðeins 320 þúsund manns. Landið er í verulega slæmri stöðu."
Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent