
Hafið þér ekið yfir Þingvallahraun?
Lengi litu Íslendingar á þessi verðmæti ýmist sem „sjálfvalin til nýtingar“ að eigin vild, þar með taldir jarðeigendur, eða töldu ekki að um verðmæti væri að ræða. Flestir uggðu heldur ekki að sér og skynjuðu ekki að til væri rányrkja eða að óafturkræfar aðgerðir gætu spillt verðmætum umfram nýtingarþol. Þannig varð t.d. til skógareyðing sem flestir nú til dags sjá eftir.
Vissulega setur mannvist mörg og mikil merki á land en nú til dags eru hugtök eins og sjálfbærni eða náttúruvernd lykill að breyttri hugmyndafræði og við setjum okkur mörk. Sem betur fer. Sannarlega verðum við um leið að gæta okkar að fara ekki með hugmyndafræðina út í hreinar öfgar, líkt og þegar ekki mátti beina ljóskösturum á veturna að Gullfossi (sem var hægt að kveikja og slökkva á hluta úr dögum og fjarlægja eftir notkun) eða ætla að banna alla tínslu bergmola til eigin nota hvar sem er á landinu. Og umræða um náttúruvernd, allt frá hvalaskoðun eða veiðum til minni notkunar kolefniseldsneytis, litar alla fjölmiðla. Sem betur fer.
Í þessu umhverfi er enn einu sinni tekið til við að ræða akstur utan vega. Hvað sem kortum og merkingum inn á þau líður er vandinn stór og hann eykst með hverju ári. Óbyggðir eru trúlega um helmingur lands utan jökla. Nú er verið að koma vegum og slóðum þar inn á einn kortagrunn til að sjá umfangið og geta flokkað leiðirnar í leyfðar aksturleiðir og óleyfðar. Í heild skipta þær vafalítið mörg þúsund kílómetrum og menn geta ímyndað sér þá reitun (uppskiptingu) víðernis sem verður til við slíkt kraðak á svæði sem er rétt um 200 kílómetrar á hvern veg. Líklega fjölgar slóðunum meðan þessi vinna fer fram.
Ég fór yfir Hófsvað, horfði á slóða rudda á Arnarvatnsheiði, aðstoðaði bíla fasta upp á miðjar hlíðar í Þjófadölum fyrir löngu síðan; kynntist sem sagt brautryðjendastarfi í bílferðum um hálendi Íslands. Þar sást enginn fyrir og öllu var fagnað. Þrátt fyrir lög og reglur og sjaldgæfan fögnuð nú til dags er enn verið að aka að óþörfu um landið eða búa til ökuleiðir sem geta ekki haft nægan tilgang til að réttlæta raskið. Og því miður hefur líka bæst við í ökutækjaflóruna. Torfæruhjól og fjórhjól eru skemmtileg og oft gagnleg tæki en notkun þeirra fer langt fram úr skynsemi. Mikið álag er á náttúru og gróðurlendi næst þéttbýli í landinu af ökumönnum slíkra tækja. Fjöll og hæðir, melar og hraun, göngustígar, reiðgötur, fjárgötur og grónar grundir milli vega eða stíga; víða sjást vond merki um fullkomlega tillitslausan akstur. Sannarlega er margur jeppamaðurinn eða mótorhjólakappinn saklaus af rangri notkun síns tækis og samtök fólks á þessum nótum gera gagn en því fer þó fjarri að þar með takist að hemja slóðagerðina eða landskemmdir á misjafnlega förnum vegum eða ósnertu víðerni. Svo geta erlendir ökumenn valdið tjóni.
Til þess að bæta úr ástandinu þarf margt til. Ég nefni aðeins þrennt: Breytt viðhorf ungra og aldinna til aksturs utan viðurkenndra vega og slóða. Flokkun allra ökuleiða í nothæfa flokka og formlega lokun annarra ökuleiða. Til þessa þarf kortaútgáfu og algjöra lokun sumra svæða. Og loks aukinn skilningur á því að njóta landsins með því að aka minna en fara heldur um með öðrum hætti (ganga, skíði, hestar, kajakar o.s.frv). Því fyrr því betra.
Höfundur er jarðvísindamaður og áhugamaður um útivist.
Skoðun

Feluleikur ríkisstjórnarinnar?
Lárus Guðmundsson skrifar

Ég heiti Elísa og ég er Drusla
Elísa Rún Svansdóttir skrifar

Grindavík má enn bíða
Gísli Stefánsson skrifar

Aðventukerti og aðgangshindranir
Kristín María Birgisdóttir skrifar

Lífið í tjaldi á Gaza
Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar

Gaza og sjálfbærni mennskunnar
Elva Rakel Jónsdóttir skrifar

Börnin og hungursneyðin í Gaza
Sverrir Ólafsson skrifar

Kynbundið ofbeldi
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar

Aðdragandi aðildar þarf umboð
Erna Bjarnadóttir skrifar

Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann
Kári Stefánsson skrifar

Þétting byggðar er ekki vandamálið
Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar

Þrengt að þjóðarleikvanginum
Þorvaldur Örlygsson skrifar

Ert þú drusla?
Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar

Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún?
Einar Ólafsson skrifar

Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi!
Gunnar Alexander Ólafsson skrifar

Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar

Lýðheilsan að veði?
Willum Þór Þórsson skrifar

Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings
Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar

Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi
Ian McDonald skrifar

Hverjir eru komnir með nóg?
Nichole Leigh Mosty skrifar

Að leigja okkar eigin innviði
Halldóra Mogensen skrifar

Málþóf sem valdníðsla
Einar G. Harðarson skrifar

Klaufaskapur og reynsluleysi?
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið?
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Ertu bitur?
Björn Leví Gunnarsson skrifar

Er hægt að læra af draumum?
Sigurður Árni Reynisson skrifar

Afstæði ábyrgðar
Matthildur Björnsdóttir skrifar

Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa
Sigríður Svanborgardóttir skrifar

Fjárhagslegt virði vörumerkja
Elías Larsen skrifar

Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn?
Kjartan Páll Sveinsson skrifar