Sjötíu ár frá stríðsbyrjun 2. september 2009 04:00 Þar sem seinna stríðið hófst. Minningarathöfn var haldin í gær á Westerplatte-skaga við Gdansk í Póllandi.fréttablaðið/AP Leiðtogar margra Evrópuríkja komu saman í Póllandi í gær á litlum skaga við Gdansk sem þýskt herskip gerði árás á fyrir réttum sjötíu árum. Þessi árás markaði upphaf seinni heimsstyrjaldarinnar. Þau Angela Merkel Þýskalandskanslari, Vladimír Pútín, forsætisráðherra Rússlands, og Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, lofuðu því, ásamt öðrum leiðtogum sem mættir voru, að gleyma aldrei þeim lærdómi sem draga mætti af styrjöldinni miklu. Þrátt fyrir það gátu sumir þeirra ekki komið sér saman um aðdraganda og orsakir stríðsins. Pólverjar vilja að Rússar viðurkenni sinn hlut í upphafi hildarleiksins, en Rússar reyndu aftur á móti að gera sem minnst úr samningi Hitlers og Stalíns. Þjóðverjar láta þó þessar deilur sem vind um eyrun þjóta og viðurkenna fúsir eigin ábyrgð. „Þing okkar hefur fordæmt samning Molotovs og Ribbentrops,“ sagði Vladimír Pútín, forsætisráðherra Rússlands, „og við gerum rétt í því að búast við því að önnur ríki sem gerðu samninga við nasista geri slíkt hið sama.“ Utanríkisráðherrar Sovétríkjanna og Þýskalands, þeir Vjatseslav Molotov og Joachim von Ribbentrop, undirrituðu 23. ágúst 1939 samning um að hvorugt ríkið myndi ráðast á hitt. Rúmlega viku síðar réðust Þjóðverjar á Pólland, og um miðjan september réðust síðan Sovétmenn einnig inn í Pólland samkvæmt leynilegum ákvæðum samningsins. Pútín benti á að Pólverjar hefðu á svipuðum tíma gert samning við nasista um að hvorugt landið myndi ráðast á hitt. Lech Kaczynski, forseti Póllands, sagði hins vegar út í hött að bera þann samning saman við samning Molotovs og Ribbentrops, enda hefði Pólland gert sambærilegan samning við Sovétríkin. Angela Merkel Þýskalandskanslari sá hins vegar enga ástæðu til að efast um hlut Þýskalands og sagði að Þjóðverjar myndu aldrei gleyma orsökum og afleiðingum í sambandi við upphaf stríðsins. „Þjóðverjar hófu seinni heimsstyrjöldina. Við færðum heiminum ómældar þjáningar,“ sagði hún. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Leiðtogar margra Evrópuríkja komu saman í Póllandi í gær á litlum skaga við Gdansk sem þýskt herskip gerði árás á fyrir réttum sjötíu árum. Þessi árás markaði upphaf seinni heimsstyrjaldarinnar. Þau Angela Merkel Þýskalandskanslari, Vladimír Pútín, forsætisráðherra Rússlands, og Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, lofuðu því, ásamt öðrum leiðtogum sem mættir voru, að gleyma aldrei þeim lærdómi sem draga mætti af styrjöldinni miklu. Þrátt fyrir það gátu sumir þeirra ekki komið sér saman um aðdraganda og orsakir stríðsins. Pólverjar vilja að Rússar viðurkenni sinn hlut í upphafi hildarleiksins, en Rússar reyndu aftur á móti að gera sem minnst úr samningi Hitlers og Stalíns. Þjóðverjar láta þó þessar deilur sem vind um eyrun þjóta og viðurkenna fúsir eigin ábyrgð. „Þing okkar hefur fordæmt samning Molotovs og Ribbentrops,“ sagði Vladimír Pútín, forsætisráðherra Rússlands, „og við gerum rétt í því að búast við því að önnur ríki sem gerðu samninga við nasista geri slíkt hið sama.“ Utanríkisráðherrar Sovétríkjanna og Þýskalands, þeir Vjatseslav Molotov og Joachim von Ribbentrop, undirrituðu 23. ágúst 1939 samning um að hvorugt ríkið myndi ráðast á hitt. Rúmlega viku síðar réðust Þjóðverjar á Pólland, og um miðjan september réðust síðan Sovétmenn einnig inn í Pólland samkvæmt leynilegum ákvæðum samningsins. Pútín benti á að Pólverjar hefðu á svipuðum tíma gert samning við nasista um að hvorugt landið myndi ráðast á hitt. Lech Kaczynski, forseti Póllands, sagði hins vegar út í hött að bera þann samning saman við samning Molotovs og Ribbentrops, enda hefði Pólland gert sambærilegan samning við Sovétríkin. Angela Merkel Þýskalandskanslari sá hins vegar enga ástæðu til að efast um hlut Þýskalands og sagði að Þjóðverjar myndu aldrei gleyma orsökum og afleiðingum í sambandi við upphaf stríðsins. „Þjóðverjar hófu seinni heimsstyrjöldina. Við færðum heiminum ómældar þjáningar,“ sagði hún. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira