Viðskipti innlent

Eik tapaði 31,6 milljónum

Eik fasteignafélag tapaði 31,6 milljónum króna á síðasta ári samanborið við 1,7 milljarða króna hagnað í hittiðfyrra. Í uppgjöri félagsins kemur fram að reksturinn hafi gengið mjög vel þrátt fyrir mjög erfið skilyrði.

Eigið fé nam 20,2 milljörðum króna í lok síðasta árs og var arðsemi eiginfjár neikvæð um 1,25 prósent.

Tvö kúlulán hvíla á félaginu upp á 509 milljónir króna og á gjalddaga í júní og 523 milljónir sem dreifast á árið allt. Viðræður standa yfir um endurfjármögnun vegna þessa, að því er fram kemur í uppgjörinu. - jab








Fleiri fréttir

Sjá meira


×