Rúmlega 10 milljarða viðsnúningur hjá Bakkavör 27. ágúst 2009 10:26 Hagnaður Bakkavarar á öðrum ársfjórðungi nam 5,6 milljörðum kr. samanborið við tap að fjárhæð 5 milljarða kr. á öðrum ársfjórðungi í fyrra. Um verulegan viðsnúning er að ræða sem nemur 10,5 milljörðum kr. að því er segir í tilkynningu um uppgjörið. Meðal þess sem skýrir viðsnúninginn er áframhaldandi aukning í sölu á ferskum tilbúnum matvælum félagsins í Bretlandi,. Nam aukningin 7% á öðrum ársfjórðungi sem einkum má rekja til aukinnar sölu í flokki tilbúinna rétta. Handbært fé frá rekstri fyrir skatta, vexti og einskiptiskostnað vegn hagræðingaraðgerða 9,9 milljarðar kr. á öðrum ársfjórðungi 2009 sem er 76% aukning samanborið við sama tímabil í fyrra. Gert er ráð fyrir áframhaldandi rekstrarbata á þriðja fjórðungi ársins. „Hagnaður félagsins hefur aukist töluvert undanfarið, en eins og áætlanir okkar gerðu ráð fyrir þegar við birtum uppgjör fyrir fyrsta ársfjórðung í maí síðastliðnum eru hagræðingaraðgerðir sem félagið hefur ráðist í farnar að skila töluvert bættum rekstrarárangri," segir Ágúst Guðmundsson, forstjóri Bakkavarar í tilkynningunni. „Sjóðstreymi hefur einnig styrkst verulega með aukinni hagkvæmni í rekstri, bættri arðsemi og stýringu veltufjármuna. Við gerum ráð fyrir að sjóðstreymi félagsins haldi áfram að styrkjast á seinni hluta ársins þegar árangur hagræðingaraðgerðanna kemur betur í ljós. Sala félagsins á ferskum tilbúnum matvælum í Bretlandi heldur áfram að aukast og jókst sala tilbúinna rétta, einum af lykilvöruflokkum Bakkavarar, um 10% á tímabilinu. Er þetta til marks um sterka stöðu félagsins og hæfni til að aðlaga framleiðslu að breyttri neysluhegðun." Þá segir Ágúst að samningaviðræður við helstu lánveitendur móðurfélagsins á Íslandi um endurfjármögnun skulda séu komnar vel á veg. „Góður gangur er í viðræðunum og vonumst við til að geta tilkynnt um niðurstöður viðræðna innan skamms. Þessar viðræður fylgja í kjölfar samninga um endurfjármögnun allra rekstrarfélaga samstæðunnar í mars síðastliðnum, sem tryggir þeim rekstrarfjármögnun næstu þrjú árin," segir Ágúst. Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Íslenskt neftóbak hækkaði um 60 prósent í verði um áramótin Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Aðeins fjórðungur fyrirtækja undirbúinn fyrir gildistöku nýrra persónuverndarlaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Hagnaður Bakkavarar á öðrum ársfjórðungi nam 5,6 milljörðum kr. samanborið við tap að fjárhæð 5 milljarða kr. á öðrum ársfjórðungi í fyrra. Um verulegan viðsnúning er að ræða sem nemur 10,5 milljörðum kr. að því er segir í tilkynningu um uppgjörið. Meðal þess sem skýrir viðsnúninginn er áframhaldandi aukning í sölu á ferskum tilbúnum matvælum félagsins í Bretlandi,. Nam aukningin 7% á öðrum ársfjórðungi sem einkum má rekja til aukinnar sölu í flokki tilbúinna rétta. Handbært fé frá rekstri fyrir skatta, vexti og einskiptiskostnað vegn hagræðingaraðgerða 9,9 milljarðar kr. á öðrum ársfjórðungi 2009 sem er 76% aukning samanborið við sama tímabil í fyrra. Gert er ráð fyrir áframhaldandi rekstrarbata á þriðja fjórðungi ársins. „Hagnaður félagsins hefur aukist töluvert undanfarið, en eins og áætlanir okkar gerðu ráð fyrir þegar við birtum uppgjör fyrir fyrsta ársfjórðung í maí síðastliðnum eru hagræðingaraðgerðir sem félagið hefur ráðist í farnar að skila töluvert bættum rekstrarárangri," segir Ágúst Guðmundsson, forstjóri Bakkavarar í tilkynningunni. „Sjóðstreymi hefur einnig styrkst verulega með aukinni hagkvæmni í rekstri, bættri arðsemi og stýringu veltufjármuna. Við gerum ráð fyrir að sjóðstreymi félagsins haldi áfram að styrkjast á seinni hluta ársins þegar árangur hagræðingaraðgerðanna kemur betur í ljós. Sala félagsins á ferskum tilbúnum matvælum í Bretlandi heldur áfram að aukast og jókst sala tilbúinna rétta, einum af lykilvöruflokkum Bakkavarar, um 10% á tímabilinu. Er þetta til marks um sterka stöðu félagsins og hæfni til að aðlaga framleiðslu að breyttri neysluhegðun." Þá segir Ágúst að samningaviðræður við helstu lánveitendur móðurfélagsins á Íslandi um endurfjármögnun skulda séu komnar vel á veg. „Góður gangur er í viðræðunum og vonumst við til að geta tilkynnt um niðurstöður viðræðna innan skamms. Þessar viðræður fylgja í kjölfar samninga um endurfjármögnun allra rekstrarfélaga samstæðunnar í mars síðastliðnum, sem tryggir þeim rekstrarfjármögnun næstu þrjú árin," segir Ágúst.
Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Íslenskt neftóbak hækkaði um 60 prósent í verði um áramótin Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Aðeins fjórðungur fyrirtækja undirbúinn fyrir gildistöku nýrra persónuverndarlaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira