Sameinuðu þjóðirnar gegna lykilhlutverki 17. júlí 2009 06:00 Meðan umræðan um hina grænu sprota endurreisnarinnar dafnar í Bandaríkjunum syrtir enn í álinn annars staðar í heiminum, sérstaklega í þróunarlöndum. Í Bandaríkjunum var það bilun í fjármálakerfinu sem hratt efnahagskreppunni af stað. Í þróunarlöndunum er þessu öfugt farið: rýrnun í útflutningi, lægra verð, minni erlendar fjárfestingar og snarpur samdráttur á fjármagnsflæði hafa veikt efnahag þessara landa. Fyrir vikið þurfa nú jafnvel ríki með gott reglugerðakerfi að glíma við vandamál í fjármálakerfinu. Á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna 23. júní um heimskreppuna og áhrif hennar á þróunarlönd var komist að sameiginlegri niðurstöðu um orsakir niðursveiflunnar og hvers vegna hún reynist þróunarlöndum svo skæð. Lögð voru drög að aðgerðum sem þarf að grípa til og stofnaður aðgerðahópur sem á að kanna mögulegar leiðir úr vandanum, með dyggri aðstoð nýstofnaðs hóps sérfræðinga.Skýrari greiningÞetta var merkileg niðurstaða. Með skýrari greiningu á kreppunni og mögulegum lausnum á henni er lagðar voru fram á fundi tuttugu stærstu iðnríkja heims, sýndu Sameinuðu þjóðirnar fram á að ákvarðanatakan þarf ekki að vera í höndum sjálfskipaðs hóps sem skortir pólitískt umboð og er að miklu leyti stýrt af þeim sem bera ábyrgð á kreppunni til að byrja með. Samkomulagið sýndi fram á gildi þess að takast heildrænt á við vandann til dæmis með því að spyrja lykilspurninga sem gæti verið óþægilegt fyrir stærri löndin að spyrja af pólitískum ástæðum og með því að benda á áhyggjuefni sem lúta að fátækustu ríkjunum, en mæta afgangi hjá þeim ríkari. Bandaríkin halda sér til hlésFyrirfram hefði maður búist við að Bandaríkin myndu taka að sér forystuhlutverkið, upptök kreppunnar voru jú þar. Það var bandaríska fjármálaráðuneytið (þar á meðal embættismenn sem eru nú í hópi efnahagsráðgjafa Obama) sem beitti sér fyrir óbeisluðum markaðsbúskap, sem endaði með því að kreppan í Bandaríkjunum átti greiða leið um heimsbyggðina. Þótt forysta Bandaríkjanna sé vissulega minni en maður hefði vonað og reyndar búist við í ljósi aðstæðna, var mörgum þátttakendum hreinlega létt yfir því að bandarísk stjórnvöld reyndu ekki að leggja stein í götu þess að komist var að almennri sátt, eins og búast hefði mátt við þegar Bush-stjórnin var við lýði.Maður hefði getað leyft sér að vona að Bandaríkin myndu bjóða háar fjárhæðir til saklausra fórnarlamba þeirrar stefnu sem þau hampa. Því var ekki fyrir að fara, Obama þurfti að grenja takmarkaða aukafjárveitingu fyrir Alþjóðagjaldeyrissjóðinn út úr Bandaríkjaþingi. En mörg þróunarlanda eru nýsloppin undan íþyngjandi skuldaklöfum og vilja ekki ganga í gegnum það aftur. Hin undirliggjandi skilaboð eru að þau vilja styrki, ekki lán. Iðnríkjafundurinn, sem leitaði til AGS til að sjá þróunarlöndum fyrir peningum sem þau þurftu á að halda, tók ekki nægilegt tillit til þess. Það var aftur á móti gert á ráðstefnu SÞ.Endurskipulag gjaldeyrisforðansViðkvæmasta málefnið sem rætt var á ráðstefnunni - of viðkvæmt til að vera rætt á iðnríkjafundinum - var endurbætur á gjaldeyrisforðakerfi heims. Gjaldeyrissöfnun grefur undan jafnvægi á alþjóðavísu og stuðlar að of lítilli alþjóðlegri eftirspurn, þar sem lönd færu að leggja þúsundir milljarða til hliðar í varúðarskyni ef snurða hleypur á þráðinn í alþjóðahagkerfinu. Það kemur ekki á óvart að Bandaríkin, sem hagnast mjög á að lána þróunarlöndum mikið fé á lágum vöxtum, höfðu lítinn áhuga á þessari umræðu. En hvort sem Bandaríkjunum líkar betur eða verr er dollarinn að láta undan sem varagjaldeyrisforði heims; eina spurningin er hvort við skiptum úr núverandi kerfi yfir í annað á glæfralegan eða skipulegan hátt. Þeir sem liggja á miklum varagjaldeyrisforða vita að það er ekki skynsamlegt að halda í dollarann: enginn eða lítill hagnaður og mikil hætta á verðbólgu eða gengisfalli, sem hvort tveggja myndi rýra raunvirði forðans. Á síðasta degi ráðstefnunnar höfðu Bandaríkin fyrirvara á því að þetta mál, sem snertir hag allrar heimsbyggðarinnar, væri svo mikið sem rætt á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Kínverjar aftur á móti ítrekuðu þá afstöðu sína að tímabært væri að skipuleggja nýtt alþjóðlegt gjaldeyrisforðakerfi. Þar sem ríkisgjaldmiðill getur aðeins orðið að varagjaldeyrisforða ef önnur ríki eru reiðubúin að nota hann sem slíkan, gæti tími dollarans verið liðinn. Frumkvæði SÞUmræðan um bankaleynd var táknræn fyrir muninn á iðnríkjafundinum og ráðstefnu SÞ, þar sem iðnríkin einblíndu á skattsvik en hjá SÞ var líka rætt um spillingu, en sumir sérfræðingar halda því fram að fátæk ríki tapi meira fé vegna spillingar en sem nemur erlendri aðstoð. Bandaríkin og önnur iðnríki keyrðu alþjóðavæðinguna áfram. Kreppan sýnir hins vegar að þeim hefur ekki tekist að koma taumhaldi á alþjóðavæðinguna. Ef alþjóðavæðingin á að gagnast öllum verður að ákveða hvernig eigi að stjórna henni á lýðræðislegan hátt með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi. Bæði gerendur og fórnarlömb mistaka þeirra verða að eiga þar hlut að máli. Þrátt fyrir sína galla eru Sameinuðu þjóðirnar eina stofnunin sem allur heimurinn á aðild að. Þessi ráðstefna, líkt og önnur á undan um fjármagn fyrir þróunarlönd, sýnir að Sameinuðu þjóðirnar verða að gegna lykilhlutverki í alþjóðlegri umræðu um endurbætur fjármála- og efnahagskerfisins.Höfundur er Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði og prófessor við Columbia-háskóla í Bandaríkjunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Meðan umræðan um hina grænu sprota endurreisnarinnar dafnar í Bandaríkjunum syrtir enn í álinn annars staðar í heiminum, sérstaklega í þróunarlöndum. Í Bandaríkjunum var það bilun í fjármálakerfinu sem hratt efnahagskreppunni af stað. Í þróunarlöndunum er þessu öfugt farið: rýrnun í útflutningi, lægra verð, minni erlendar fjárfestingar og snarpur samdráttur á fjármagnsflæði hafa veikt efnahag þessara landa. Fyrir vikið þurfa nú jafnvel ríki með gott reglugerðakerfi að glíma við vandamál í fjármálakerfinu. Á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna 23. júní um heimskreppuna og áhrif hennar á þróunarlönd var komist að sameiginlegri niðurstöðu um orsakir niðursveiflunnar og hvers vegna hún reynist þróunarlöndum svo skæð. Lögð voru drög að aðgerðum sem þarf að grípa til og stofnaður aðgerðahópur sem á að kanna mögulegar leiðir úr vandanum, með dyggri aðstoð nýstofnaðs hóps sérfræðinga.Skýrari greiningÞetta var merkileg niðurstaða. Með skýrari greiningu á kreppunni og mögulegum lausnum á henni er lagðar voru fram á fundi tuttugu stærstu iðnríkja heims, sýndu Sameinuðu þjóðirnar fram á að ákvarðanatakan þarf ekki að vera í höndum sjálfskipaðs hóps sem skortir pólitískt umboð og er að miklu leyti stýrt af þeim sem bera ábyrgð á kreppunni til að byrja með. Samkomulagið sýndi fram á gildi þess að takast heildrænt á við vandann til dæmis með því að spyrja lykilspurninga sem gæti verið óþægilegt fyrir stærri löndin að spyrja af pólitískum ástæðum og með því að benda á áhyggjuefni sem lúta að fátækustu ríkjunum, en mæta afgangi hjá þeim ríkari. Bandaríkin halda sér til hlésFyrirfram hefði maður búist við að Bandaríkin myndu taka að sér forystuhlutverkið, upptök kreppunnar voru jú þar. Það var bandaríska fjármálaráðuneytið (þar á meðal embættismenn sem eru nú í hópi efnahagsráðgjafa Obama) sem beitti sér fyrir óbeisluðum markaðsbúskap, sem endaði með því að kreppan í Bandaríkjunum átti greiða leið um heimsbyggðina. Þótt forysta Bandaríkjanna sé vissulega minni en maður hefði vonað og reyndar búist við í ljósi aðstæðna, var mörgum þátttakendum hreinlega létt yfir því að bandarísk stjórnvöld reyndu ekki að leggja stein í götu þess að komist var að almennri sátt, eins og búast hefði mátt við þegar Bush-stjórnin var við lýði.Maður hefði getað leyft sér að vona að Bandaríkin myndu bjóða háar fjárhæðir til saklausra fórnarlamba þeirrar stefnu sem þau hampa. Því var ekki fyrir að fara, Obama þurfti að grenja takmarkaða aukafjárveitingu fyrir Alþjóðagjaldeyrissjóðinn út úr Bandaríkjaþingi. En mörg þróunarlanda eru nýsloppin undan íþyngjandi skuldaklöfum og vilja ekki ganga í gegnum það aftur. Hin undirliggjandi skilaboð eru að þau vilja styrki, ekki lán. Iðnríkjafundurinn, sem leitaði til AGS til að sjá þróunarlöndum fyrir peningum sem þau þurftu á að halda, tók ekki nægilegt tillit til þess. Það var aftur á móti gert á ráðstefnu SÞ.Endurskipulag gjaldeyrisforðansViðkvæmasta málefnið sem rætt var á ráðstefnunni - of viðkvæmt til að vera rætt á iðnríkjafundinum - var endurbætur á gjaldeyrisforðakerfi heims. Gjaldeyrissöfnun grefur undan jafnvægi á alþjóðavísu og stuðlar að of lítilli alþjóðlegri eftirspurn, þar sem lönd færu að leggja þúsundir milljarða til hliðar í varúðarskyni ef snurða hleypur á þráðinn í alþjóðahagkerfinu. Það kemur ekki á óvart að Bandaríkin, sem hagnast mjög á að lána þróunarlöndum mikið fé á lágum vöxtum, höfðu lítinn áhuga á þessari umræðu. En hvort sem Bandaríkjunum líkar betur eða verr er dollarinn að láta undan sem varagjaldeyrisforði heims; eina spurningin er hvort við skiptum úr núverandi kerfi yfir í annað á glæfralegan eða skipulegan hátt. Þeir sem liggja á miklum varagjaldeyrisforða vita að það er ekki skynsamlegt að halda í dollarann: enginn eða lítill hagnaður og mikil hætta á verðbólgu eða gengisfalli, sem hvort tveggja myndi rýra raunvirði forðans. Á síðasta degi ráðstefnunnar höfðu Bandaríkin fyrirvara á því að þetta mál, sem snertir hag allrar heimsbyggðarinnar, væri svo mikið sem rætt á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Kínverjar aftur á móti ítrekuðu þá afstöðu sína að tímabært væri að skipuleggja nýtt alþjóðlegt gjaldeyrisforðakerfi. Þar sem ríkisgjaldmiðill getur aðeins orðið að varagjaldeyrisforða ef önnur ríki eru reiðubúin að nota hann sem slíkan, gæti tími dollarans verið liðinn. Frumkvæði SÞUmræðan um bankaleynd var táknræn fyrir muninn á iðnríkjafundinum og ráðstefnu SÞ, þar sem iðnríkin einblíndu á skattsvik en hjá SÞ var líka rætt um spillingu, en sumir sérfræðingar halda því fram að fátæk ríki tapi meira fé vegna spillingar en sem nemur erlendri aðstoð. Bandaríkin og önnur iðnríki keyrðu alþjóðavæðinguna áfram. Kreppan sýnir hins vegar að þeim hefur ekki tekist að koma taumhaldi á alþjóðavæðinguna. Ef alþjóðavæðingin á að gagnast öllum verður að ákveða hvernig eigi að stjórna henni á lýðræðislegan hátt með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi. Bæði gerendur og fórnarlömb mistaka þeirra verða að eiga þar hlut að máli. Þrátt fyrir sína galla eru Sameinuðu þjóðirnar eina stofnunin sem allur heimurinn á aðild að. Þessi ráðstefna, líkt og önnur á undan um fjármagn fyrir þróunarlönd, sýnir að Sameinuðu þjóðirnar verða að gegna lykilhlutverki í alþjóðlegri umræðu um endurbætur fjármála- og efnahagskerfisins.Höfundur er Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði og prófessor við Columbia-háskóla í Bandaríkjunum.
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun