Innlent

Obama og Medvedev funda um fækkun kjarnorkuvopna

Frá fundi forsetanna í morgun.
Frá fundi forsetanna í morgun. Mynd/AP
Búist er við að Barack Obama muni ná samningum við Rússa um fækkun kjarnorkuvopna á fundi með Dmitry Medvedev forseta Rússlands í dag. Barack Obama kom til Moskvu í morgun í sína fyrstu heimsókn til Rússlands.

Forsetinn hefur reynt að bæta sambúðina við Rússa sem var stirð á síðustu árunum sem George Bush var við völd. Og þótt búist sé við ágætum árangri af þessari heimsókn verður hún engin dans á rósum.

Djúp gjá er á milli landanna í mörgum málum. Þar má nefna ákvörðun Bandaríkjamanna að setja upp eldflaugavarnakerfi í austur-Evrópu, og aðild Rússa að Alþjóðaviðskiptastofnuninni.

Medvedev forseti sagði í blaðaviðtali í gær að Rússar muni því aðeins gera kjarnorkuvopnasamning við Bandaríkin að þau hætti við eldflaugarnar.

Almenningur í Rússlandi virðist ekki bera mikið traust til Bandaríkjanna. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun telja 75% landsmanna að Bandaríkjamenn hafi misnotað sitt mikla vald.

Og aðeins 2% hafa mikla trú á því að Obama muni breyta rétt í alþjóðasamskiptum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×