Innlent

Bensínskatturinn skellur á af fullum þunga

Dropinn verður ekki ódýrari nú þegar eldri birgðir olíufélaganna eru á þrotum og bensínskatturinn skellur á landsmönnum.
Dropinn verður ekki ódýrari nú þegar eldri birgðir olíufélaganna eru á þrotum og bensínskatturinn skellur á landsmönnum.

Tíu króna bensínskattur stjórnvalda, sem tók gildi í maí lok, er nú að skella á af fullum þunga, en olíufélögin urðu á sínum tíma að draga hækkanir sínar til baka þar sem skatturinn átti að leggjast á bensín sem flutt yrði til landsins eftir gildistökuna. Nú eru eldri birgðir félaganna á þrotum, sem leiddi til þess að Skeljungur hækkaði bensínlítrann um 12,50 krónur fyrir helgi og N1 um níu krónur í gær. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru eldri birgðir Olís líka á þrotum og sömuleiðis há Atlantsolíu þannig að vænta má verulegrar hækkunar hjá þeim félögum strax í dag eða á morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×