Handknattleiksdeild FH hefur bætt við sig tveimur leikmönnum fyrir átökin í N1 deildinni næsta vetur.
Þetta eru markvörðurinn Pálmar Pétursson frá Val og línumaðurinn Jón Heiðar Gunnarsson frá Stjörnunni.
Pálmar á að baki leiki með yngri landsliðum Íslands og er Húsvíkingur, en Jón Heiðar kemur úr HK og hefur einnig leikið með ÍR og síðast Stjörnunni.
Þetta kom fram í fréttatilkynningu frá FH.