Íslenskur tölvuleikur um Þór vekur athygli á iTunes 29. desember 2009 16:48 Íslenskur tölvuleikur, iPhone leikurinn Þór - Sonur Óðins, er kominn út í iTunes verslun Apple. Leikurinn er byggður á sögu úr væntanlegri kvikmynd CAOZ um þrumuguðinn Þór. Í tilkynningu segir að leikurinn sé gefinn út af bandaríska fyrirtækinu Freeverse sem m.a. hefur sett á markað í iTunes verslunni tvo af 10 söluhæstu leikjum Apple-verslunarinnar frá upphafi. „Leikurinn hefur fengið mjög góðar viðtökur hjá þeim notendum sem hafa gefið honum góða einkunn. Leikurinn er þegar kominn á listann yfir 40 tekjuhæstu ævintýraleikina í verslun Apple, auk þess sem hann er á lista yfir nýja leiki sem þykja athyglisverðir að mati verslunarinnar." Leikurinn var í vinnslu í tæpt ár hjá On the rocks sem sjá um leikskipulag, verkefnastjórn og forritun í samstarfi við Three Melons. „CAOZ sá um alla myndvinnslu og hreyfimyndir í leikinn en útlit hans hefur vakið mikla athygli í þeirri umfjöllun sem birst hefur um hann. Leikurinn er unnin sérstaklega fyrir iPhone og iTouch frá Apple." Í leiknum leiðir leikmaðurinn Þór í gegnum þautir í mannheimum, jötunheimum og undirheimum þar sem Þór þarf meðal annars að sigra Þrym - konung jötna, og hina illu Hel - drottningu undirheimanna. Leikmaðurinn safnar stigum og leysir þrautir á leið sinni til að bjarga mannheimum frá illum örlögum. Auk þess er hægt að leysa sérstakar þrautir og vinna auka líf, fatist leikmanni flugið á leið sinni í gegnum leikinn. Hægt er að vera með allt að 4 notendur skráða í leiknum og geta því vinir og fjölskyldur reynt með sér í leiknum. Fyrstu dómar sem birst hafa um leikinn hafa jafnframt verið mjög jákvæðir. „Listræn framsetning er frábær og jafnvel þó að leikaðferðin sé einföld, hafði ég mjög gaman að spila Þór" skrifar gagnrýnandi á Touch Arcade síðunni sem fjallar eingöngu um iPhone leiki. „Það er frábært að fá svona góðar viðtökur strax og er mikilvægt fyrir frekari kynningu á leiknum og vonandi enn betri árangurs og sölu" segir Pétur Sigurðsson, framkvæmdastjóri On the Rocks Productions. Hilmar Sigurðsson, framkvæmdastjóri CAOZ segir leikinn mjög gott dæmi um það hvernig íslensku hugviti, skapandi listum og tækni sé teflt saman á árangursríkan máta. „Fyrir okkur er þetta líka enn ein sönnun þess hvað sagnaarfurinn okkar er frábær uppspretta nýrra hugmynda og á svo sannarlega erindi við nútímann", bætir Hilmar við. Mest lesið Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Íslenskur tölvuleikur, iPhone leikurinn Þór - Sonur Óðins, er kominn út í iTunes verslun Apple. Leikurinn er byggður á sögu úr væntanlegri kvikmynd CAOZ um þrumuguðinn Þór. Í tilkynningu segir að leikurinn sé gefinn út af bandaríska fyrirtækinu Freeverse sem m.a. hefur sett á markað í iTunes verslunni tvo af 10 söluhæstu leikjum Apple-verslunarinnar frá upphafi. „Leikurinn hefur fengið mjög góðar viðtökur hjá þeim notendum sem hafa gefið honum góða einkunn. Leikurinn er þegar kominn á listann yfir 40 tekjuhæstu ævintýraleikina í verslun Apple, auk þess sem hann er á lista yfir nýja leiki sem þykja athyglisverðir að mati verslunarinnar." Leikurinn var í vinnslu í tæpt ár hjá On the rocks sem sjá um leikskipulag, verkefnastjórn og forritun í samstarfi við Three Melons. „CAOZ sá um alla myndvinnslu og hreyfimyndir í leikinn en útlit hans hefur vakið mikla athygli í þeirri umfjöllun sem birst hefur um hann. Leikurinn er unnin sérstaklega fyrir iPhone og iTouch frá Apple." Í leiknum leiðir leikmaðurinn Þór í gegnum þautir í mannheimum, jötunheimum og undirheimum þar sem Þór þarf meðal annars að sigra Þrym - konung jötna, og hina illu Hel - drottningu undirheimanna. Leikmaðurinn safnar stigum og leysir þrautir á leið sinni til að bjarga mannheimum frá illum örlögum. Auk þess er hægt að leysa sérstakar þrautir og vinna auka líf, fatist leikmanni flugið á leið sinni í gegnum leikinn. Hægt er að vera með allt að 4 notendur skráða í leiknum og geta því vinir og fjölskyldur reynt með sér í leiknum. Fyrstu dómar sem birst hafa um leikinn hafa jafnframt verið mjög jákvæðir. „Listræn framsetning er frábær og jafnvel þó að leikaðferðin sé einföld, hafði ég mjög gaman að spila Þór" skrifar gagnrýnandi á Touch Arcade síðunni sem fjallar eingöngu um iPhone leiki. „Það er frábært að fá svona góðar viðtökur strax og er mikilvægt fyrir frekari kynningu á leiknum og vonandi enn betri árangurs og sölu" segir Pétur Sigurðsson, framkvæmdastjóri On the Rocks Productions. Hilmar Sigurðsson, framkvæmdastjóri CAOZ segir leikinn mjög gott dæmi um það hvernig íslensku hugviti, skapandi listum og tækni sé teflt saman á árangursríkan máta. „Fyrir okkur er þetta líka enn ein sönnun þess hvað sagnaarfurinn okkar er frábær uppspretta nýrra hugmynda og á svo sannarlega erindi við nútímann", bætir Hilmar við.
Mest lesið Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira