Stoðir óska eftir heimild til nauðasamninga 3. apríl 2009 13:58 Stoðir hafa óskað eftir heimild Héraðsdóms Reykjavíkur til að leita nauðasamninga við kröfuhafa sína. Lánardrottnar félagsins, sem fara með 86% af fjárhæð krafna á hendur félaginu, styðja að Stoðir vinni áfram að fjárhagslegri endurskipulagningu sem meðal annars felur í sér að félaginu verði veitt heimild til að leita nauðasamninga. Í tilkynningu segir að gert sé ráð fyrir núverandi hlutafé félagsins verði afskrifað að öllu leyti og kröfuhafar félagsins verði eigendur alls hlutafjár í Stoðum. Stoðir hafa verið í greiðslustöðvun síðastliðna sex mánuði, síðan stærsta eign félagins, 32% eignarhlutur í Glitni að verðmæti 75 milljarða króna, varð verðlaus. Eignir Stoða eru nú metnar á um 70-80 milljarða króna og hafa lækkað um u.þ.b. 160 milljarða króna sl. sex mánuði. Skuldir Stoða eru nú áætlaðar um 287 milljarðar króna og hafa hækkað um 55 milljarða króna síðastliðið hálft ár, vegna gengisbreytinga og áfallinna vaxta. Verðmæti eigna Stoða er því nú talið nema um 25-30% af andvirði skulda. Í byrjun febrúar 2009 var myndað svokallað kröfuhafaráð Stoða sem hefur, ásamt stjórn og starfsmönnum Stoða, unnið að málefnum félagsins með hagsmuni lánardrottna að leiðarljósi. Í kröfuhafaráðinu sitja fulltrúar stærstu kröfuhafa félagsins, þ.e. fulltrúar frá Nýja Kaupþingi, Gamla Glitni, Landsbanka NBI, fulltrúi erlendra lánveitanda að sambankaláni og fulltrúi ótryggðra kröfuhafa. Stjórnendur Stoða, stjórn og kröfuhafaráð félagsins telja að gjaldþrot þjóni ekki hagsmunum lánardrottna Stoða. Kæmi til gjaldþrots myndi rekstur félaga í eigu Stoða komast í uppnám og lægra verð fengist fyrir eignir félagsins en langtímaáætlanir gera ráð fyrir. Stjórnendur Stoða hafa, í náinni samvinnu við kröfuhafaráðið, samið drög að áætlun um endurskipulagningu fjárhags félagsins. Grundvallaratriði endurskipulagningarinnar eru að núverandi hlutafé verður afskrifað að öllu leyti og kröfuhafar félagsins munu eignast allt hlutafé í félaginu. Fyrirhugaðir nauðasamningar við ótryggða kröfuhafa eru hluti af stærra ferli með þátttöku tryggðra kröfuhafa, sem eiga veð í eignum Stoða. Gert er ráð fyrir að tryggðir kröfuhafar muni skuldbreyta veðtryggðum kröfum sínum á hendur félaginu og fá þær greiddar að hluta með veðtryggðu skuldabréfi og að hluta til með hlutafé í sérstökum hlutaflokki sem nýtur forgangs til arðs gagnvart almennum hlutaflokki. Í frumvarpi að nauðasamningi er lagt til að allir kröfuhafar, tryggðir sem ótryggðir, fái allt að einni milljón króna greidda. Þannig munu eigendur krafna undir einni milljón króna fá kröfur sínar greiddar að fullu. Samkvæmt frumvarpinu munu ótryggðir kröfuhafar, sem eiga hærri kröfur en eina milljón, fá 5% af eftirstöðvum kröfu sinnar greidda með hlutafé í almennum flokki í Stoðum. Frumvarp að nauðasamningi og heildarendurskipulagning á fjárhag félagsins miðar við að Stoðir geti haldið áfram rekstri án vandkvæða næstu ár og lendi ekki í greiðsluvanda. Þannig geti félagið sinnt eignum sínum og unnið að því að auka verðmæti þeirra, til hagsbóta fyrir kröfuhafa. Helstu eignir Stoða eru 99% eignarhlutur í TM og 49% eignarhlutur í Refresco en Stoðir eiga einnig hagsmuni í félögum á borð við Landic Property, Bayrock og Iceland Foods. Á skrifstofu Stoða í Hátúni 2b starfa nú sjö manns. Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Stoðir hafa óskað eftir heimild Héraðsdóms Reykjavíkur til að leita nauðasamninga við kröfuhafa sína. Lánardrottnar félagsins, sem fara með 86% af fjárhæð krafna á hendur félaginu, styðja að Stoðir vinni áfram að fjárhagslegri endurskipulagningu sem meðal annars felur í sér að félaginu verði veitt heimild til að leita nauðasamninga. Í tilkynningu segir að gert sé ráð fyrir núverandi hlutafé félagsins verði afskrifað að öllu leyti og kröfuhafar félagsins verði eigendur alls hlutafjár í Stoðum. Stoðir hafa verið í greiðslustöðvun síðastliðna sex mánuði, síðan stærsta eign félagins, 32% eignarhlutur í Glitni að verðmæti 75 milljarða króna, varð verðlaus. Eignir Stoða eru nú metnar á um 70-80 milljarða króna og hafa lækkað um u.þ.b. 160 milljarða króna sl. sex mánuði. Skuldir Stoða eru nú áætlaðar um 287 milljarðar króna og hafa hækkað um 55 milljarða króna síðastliðið hálft ár, vegna gengisbreytinga og áfallinna vaxta. Verðmæti eigna Stoða er því nú talið nema um 25-30% af andvirði skulda. Í byrjun febrúar 2009 var myndað svokallað kröfuhafaráð Stoða sem hefur, ásamt stjórn og starfsmönnum Stoða, unnið að málefnum félagsins með hagsmuni lánardrottna að leiðarljósi. Í kröfuhafaráðinu sitja fulltrúar stærstu kröfuhafa félagsins, þ.e. fulltrúar frá Nýja Kaupþingi, Gamla Glitni, Landsbanka NBI, fulltrúi erlendra lánveitanda að sambankaláni og fulltrúi ótryggðra kröfuhafa. Stjórnendur Stoða, stjórn og kröfuhafaráð félagsins telja að gjaldþrot þjóni ekki hagsmunum lánardrottna Stoða. Kæmi til gjaldþrots myndi rekstur félaga í eigu Stoða komast í uppnám og lægra verð fengist fyrir eignir félagsins en langtímaáætlanir gera ráð fyrir. Stjórnendur Stoða hafa, í náinni samvinnu við kröfuhafaráðið, samið drög að áætlun um endurskipulagningu fjárhags félagsins. Grundvallaratriði endurskipulagningarinnar eru að núverandi hlutafé verður afskrifað að öllu leyti og kröfuhafar félagsins munu eignast allt hlutafé í félaginu. Fyrirhugaðir nauðasamningar við ótryggða kröfuhafa eru hluti af stærra ferli með þátttöku tryggðra kröfuhafa, sem eiga veð í eignum Stoða. Gert er ráð fyrir að tryggðir kröfuhafar muni skuldbreyta veðtryggðum kröfum sínum á hendur félaginu og fá þær greiddar að hluta með veðtryggðu skuldabréfi og að hluta til með hlutafé í sérstökum hlutaflokki sem nýtur forgangs til arðs gagnvart almennum hlutaflokki. Í frumvarpi að nauðasamningi er lagt til að allir kröfuhafar, tryggðir sem ótryggðir, fái allt að einni milljón króna greidda. Þannig munu eigendur krafna undir einni milljón króna fá kröfur sínar greiddar að fullu. Samkvæmt frumvarpinu munu ótryggðir kröfuhafar, sem eiga hærri kröfur en eina milljón, fá 5% af eftirstöðvum kröfu sinnar greidda með hlutafé í almennum flokki í Stoðum. Frumvarp að nauðasamningi og heildarendurskipulagning á fjárhag félagsins miðar við að Stoðir geti haldið áfram rekstri án vandkvæða næstu ár og lendi ekki í greiðsluvanda. Þannig geti félagið sinnt eignum sínum og unnið að því að auka verðmæti þeirra, til hagsbóta fyrir kröfuhafa. Helstu eignir Stoða eru 99% eignarhlutur í TM og 49% eignarhlutur í Refresco en Stoðir eiga einnig hagsmuni í félögum á borð við Landic Property, Bayrock og Iceland Foods. Á skrifstofu Stoða í Hátúni 2b starfa nú sjö manns.
Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira