„Græna“ fólkið og skotmörkin 17. október 2009 06:00 Við sem störfum í íslenska orkugeiranum búum í tvískiptri veröld þegar kemur að umræðum um umhverfismál. Á erlendri grundu snýst umhverfisumræðan gjarnan um loftslagsmál jarðar og mikilvægi þess að draga - hnattrænt - úr notkun jarðefnaeldsneytis á borð við olíu og kol. Ræddar eru leiðir til að auka hlut endurnýjanlegra orkugjafa á borð við vatnsafl, vindorku og jarðvarma. Íslendingar eru venjulega í mjög sérstakri stöðu á slíkum fundum, okkar staða er algjörlega einstök, við erum „græna" fólkið á svæðinu og rúmlega það. Hér er hlutur endurnýjanlegra orkugjafa um 80% á meðan t.d. Evrópusambandið hefur sett sér markmið um að ná 20% hlutfalli árið 2020. Hér eru rafmagn og hiti græn orka. Flest Evrópulönd hafa raunar þegar virkjað miklum mun hærra hlutfall af sínu vatnsafli en við höfum gert. Dæmi eru Noregur, Sviss og Austurríki, þar sem náttúrufegurð er mikil líkt og hérlendis. Færri ríki hafa hins vegar mikinn aðgang að jarðvarma líkt og við, en hann er þó mikið nýttur t.d. í Toscana-héraði á Ítalíu. Hér á Íslandi snýst umhverfisumræðan iðulega líka um nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa, en á þveröfugum forsendum. Sum okkar sem starfa í orkugeiranum sóttu t.d. umhverfisþing á dögunum. Þar voru flutt ýmis fróðleg erindi, ráðuneytið kynnti vandaða skýrslu og margt jákvætt um þingið að segja. En á þinginu fundu margir hjá sér þörf fyrir að gera grín að íslenskum orkufyrirtækjum og jafnvel ausa yfir þau skömmum. Hópur fólks hló og klappaði þegar orkufyrirtækin fengu það óþvegið eða hótfyndni var beint í þeirra garð. Græna fólkið á erlendum umhverfisfundum er í hlutverki viðurkenndra skotmarka á umhverfisfundum hérlendis. Og umræðan skilar engu. Formaður loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna ávarpaði stóran fund hér á dögunum. Hann hrósaði Íslendingum fyrir forystu í baráttunni fyrir minni losun gróðurhúsalofttegunda. Þeir ættu miklar endurnýjanlegar orkuauðlindir og skildu mikilvægi þess að nota þær. Mörgum leið eins og þau væru á fundi erlendis. Höfundur er aðstoðarframkvæmdastjóri Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Við sem störfum í íslenska orkugeiranum búum í tvískiptri veröld þegar kemur að umræðum um umhverfismál. Á erlendri grundu snýst umhverfisumræðan gjarnan um loftslagsmál jarðar og mikilvægi þess að draga - hnattrænt - úr notkun jarðefnaeldsneytis á borð við olíu og kol. Ræddar eru leiðir til að auka hlut endurnýjanlegra orkugjafa á borð við vatnsafl, vindorku og jarðvarma. Íslendingar eru venjulega í mjög sérstakri stöðu á slíkum fundum, okkar staða er algjörlega einstök, við erum „græna" fólkið á svæðinu og rúmlega það. Hér er hlutur endurnýjanlegra orkugjafa um 80% á meðan t.d. Evrópusambandið hefur sett sér markmið um að ná 20% hlutfalli árið 2020. Hér eru rafmagn og hiti græn orka. Flest Evrópulönd hafa raunar þegar virkjað miklum mun hærra hlutfall af sínu vatnsafli en við höfum gert. Dæmi eru Noregur, Sviss og Austurríki, þar sem náttúrufegurð er mikil líkt og hérlendis. Færri ríki hafa hins vegar mikinn aðgang að jarðvarma líkt og við, en hann er þó mikið nýttur t.d. í Toscana-héraði á Ítalíu. Hér á Íslandi snýst umhverfisumræðan iðulega líka um nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa, en á þveröfugum forsendum. Sum okkar sem starfa í orkugeiranum sóttu t.d. umhverfisþing á dögunum. Þar voru flutt ýmis fróðleg erindi, ráðuneytið kynnti vandaða skýrslu og margt jákvætt um þingið að segja. En á þinginu fundu margir hjá sér þörf fyrir að gera grín að íslenskum orkufyrirtækjum og jafnvel ausa yfir þau skömmum. Hópur fólks hló og klappaði þegar orkufyrirtækin fengu það óþvegið eða hótfyndni var beint í þeirra garð. Græna fólkið á erlendum umhverfisfundum er í hlutverki viðurkenndra skotmarka á umhverfisfundum hérlendis. Og umræðan skilar engu. Formaður loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna ávarpaði stóran fund hér á dögunum. Hann hrósaði Íslendingum fyrir forystu í baráttunni fyrir minni losun gróðurhúsalofttegunda. Þeir ættu miklar endurnýjanlegar orkuauðlindir og skildu mikilvægi þess að nota þær. Mörgum leið eins og þau væru á fundi erlendis. Höfundur er aðstoðarframkvæmdastjóri Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun