Samfélagið og skólinn 5. nóvember 2009 06:00 Gæði skólastarfs eru mælikvarði á gæði samfélags. Gott samfélag býr yfir góðum skólum. Skólum þar sem börn fá notið sinna styrkleika, þar sem þeim líður vel og ná færni og árangri í námi sínu. Skólum þar sem börn og unglingar þroska félagslega hæfileika sína og efla með sér lýðræðislega og gagnrýna hugsun. En skólinn er aldrei eyland og börn mótast ekki nema að litlu leyti í skólastofum. Skólinn er ávallt spegilmynd samfélagsins. Í alþjóðlegum samanburði koma íslenskir grunnskólanemendur bæði vel og illa út. Við megum vera stolt af því hvað nemendum líður vel og hvað þeir telja umsjónarkennarann sinn sinna sér vel, það má lesa úr niðurstöðum PISA. En árangur fer þverrandi í mörgum fögum, m.a. lestri og náttúruvísindum. Það er verulegt áhyggjuefni. Stærsta áskorunin í stefnumótun menntamála er áhugaleysi nemenda en niðurstöður rannsókna segja okkur að mörgum íslenskum börnum leiðist í skólanum. Sýnt hefur verið fram á að áhugi ungra drengja á skólanámi dalar mjög mikið á fyrstu árum skólagöngunnar og mun meira en hjá drengjum í öðrum löndum.Hvað er til ráða?Áhugaleysi barna verður ekki til í skólastofunni, áhugaleysi barna á námi endurspeglast því miður í áhugaleysi samfélagsins. Það hefur viðgengist of lengi að um nám, starf kennarans og skóla almennt sé ekki talað af mikilli virðingu. Foreldrar eru auðlind í skólastarfi og skólarnir mega gera stórátak í að opna dyr sínar fyrir þessum helstu bandamönnum sínum. Margir foreldrar taka virkan þátt og eru sannir bandamenn skólanna en við foreldrar ættum öll sem eitt að gera stórátak í að taka það hlutverk okkar alvarlega. Hefur þú talað neikvætt um skóla barnsins þíns og starfið sem þar fer fram? Hefur þú talað neikvætt um kennara barnsins þíns svo barnið heyri eða tekið undir neikvætt tal barnsins í garð skólans eða kennarans? Slík skilaboð auka ekki virðingu og áhuga barna á námi. Rýnum til gagns og tökum þátt í skólastarfinu á uppbyggilegum nótum. Ekki er hægt að undanskilja þátt fjölmiðla hér; áhugaleysi samfélagsins á menntamálum endurspeglast kannski hvað gleggst í fátæklegri fjölmiðlaumfjöllun um menntamál. Þörf er á krefjandi skólapólitískri umræðu víðar en í háskólasamfélaginu. Bjart framundanNú hafa orðið miklar breytingar á íslensku samfélagi og gjarnan spurt: Hvað höfum við lært af kreppunni? Margar breytinganna eru neikvæðar: atvinnuleysi, tekjutap og erfið skuldastaða heimilanna. Þessi veruleiki blasir við okkur í dag en í ofanálag hefur ójöfnuður á Íslandi aukist stórlega undanfarinn áratug. Hátekjufólki var hlíft við skattahækkunum en höggvið í lág- og millitekjufólk. Sú skuggalega þróun hefur valdið ójöfnuði og breikkað bilið milli ríkra og fátækra. Í samfélagi ójafnaðar fá sumir gæðamenntun - og aðrir ekki. Jöfnuður í íslensku skólakerfi er eitt hið dýrmætasta sem við eigum, og af þeirri braut megum við ekki snúa.En jákvæðar breytingar eru margar. Nýleg og vönduð rannsókn sýnir fram á að börnum og unglingum líður betur í kreppunni, neysla vímugjafa dregst sífellt saman, bóklestur eykst og margt bendir til þess að árangur í ýmsum námsgreinum, m.a. læsi, sé að aukast. Foreldrar taka ríkari þátt í skólastarfi og hafa rýmri tíma. Neysluhyggjan er á undanhaldi, eftirsókn eftir vindi minnkar.Lærum við af reynslunni?Mun okkur takast að byggja upp samfélag sem setur menntun og menningaruppeldi á oddinn, virðir gildi samstöðu og samhjálpar og styður við mikilvægustu stofnanir samfélagsins, skólana? Sjaldan er sú góða vísa of oft kveðin að ein sterkasta vísbendingin um árangur og líðan barna í skólum er áhugi og viðhorf foreldra til skólastarfsins, sem og gæði samverustunda barna og foreldra. Velferð barna er sameiginlegt verkefni fjölskyldna og skóla. Einungis í sameiningu getum við breytt samfélaginu til hins betra. Einungis í sameiningu getum við skapað börnunum okkar framúrskarandi menntun sem eykur alhliða árangur þeirra og gerir þau að hamingjusömum og sterkum manneskjum. Þegar kreppunni lýkur og við spyrjum hvert annað hvað við lærðum vona ég að við getum sagt með stolti að við settum börnin í forgang og að þau verði full sjálfstrausts og vel menntuð fyrir þá framtíð sem bíður þeirra. Höfundur er borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Samráð? Firringin sem tilheyrir borgarsamfélaginu er m.a. talin lýsa sér í kæruleysi íbúanna gagnvart umhverfinu og skorti á umhyggju fyrir náunganum. Sömuleiðis að borgararnir upplifa að kjörnir fulltrúar hafi það ekki að leiðarljósi að gera lífið betra og einfaldara. Velferð einstaklingsins sé ekki í fyrirrúmi. Til að vinna gegn þessum viðhorfum og færa ákvarðanatöku og þjónustu nær notendum hefur borgum nágrannalandanna verið skipt niður í nokkuð sjálfstæð hverfi með þjónustumiðstöðvum og hverfaráðum sem í sitja m.a. fulltrúar íbúanna. Tilgangur ráðanna er að iðka samræðustjórnmál og valddreifingu – að stækka þann hóp sem leggur lóð sín á vogarskálarnar áður en ákvarðanir eru teknar um nærsamfélagið. 6. nóvember 2009 06:00 Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Gæði skólastarfs eru mælikvarði á gæði samfélags. Gott samfélag býr yfir góðum skólum. Skólum þar sem börn fá notið sinna styrkleika, þar sem þeim líður vel og ná færni og árangri í námi sínu. Skólum þar sem börn og unglingar þroska félagslega hæfileika sína og efla með sér lýðræðislega og gagnrýna hugsun. En skólinn er aldrei eyland og börn mótast ekki nema að litlu leyti í skólastofum. Skólinn er ávallt spegilmynd samfélagsins. Í alþjóðlegum samanburði koma íslenskir grunnskólanemendur bæði vel og illa út. Við megum vera stolt af því hvað nemendum líður vel og hvað þeir telja umsjónarkennarann sinn sinna sér vel, það má lesa úr niðurstöðum PISA. En árangur fer þverrandi í mörgum fögum, m.a. lestri og náttúruvísindum. Það er verulegt áhyggjuefni. Stærsta áskorunin í stefnumótun menntamála er áhugaleysi nemenda en niðurstöður rannsókna segja okkur að mörgum íslenskum börnum leiðist í skólanum. Sýnt hefur verið fram á að áhugi ungra drengja á skólanámi dalar mjög mikið á fyrstu árum skólagöngunnar og mun meira en hjá drengjum í öðrum löndum.Hvað er til ráða?Áhugaleysi barna verður ekki til í skólastofunni, áhugaleysi barna á námi endurspeglast því miður í áhugaleysi samfélagsins. Það hefur viðgengist of lengi að um nám, starf kennarans og skóla almennt sé ekki talað af mikilli virðingu. Foreldrar eru auðlind í skólastarfi og skólarnir mega gera stórátak í að opna dyr sínar fyrir þessum helstu bandamönnum sínum. Margir foreldrar taka virkan þátt og eru sannir bandamenn skólanna en við foreldrar ættum öll sem eitt að gera stórátak í að taka það hlutverk okkar alvarlega. Hefur þú talað neikvætt um skóla barnsins þíns og starfið sem þar fer fram? Hefur þú talað neikvætt um kennara barnsins þíns svo barnið heyri eða tekið undir neikvætt tal barnsins í garð skólans eða kennarans? Slík skilaboð auka ekki virðingu og áhuga barna á námi. Rýnum til gagns og tökum þátt í skólastarfinu á uppbyggilegum nótum. Ekki er hægt að undanskilja þátt fjölmiðla hér; áhugaleysi samfélagsins á menntamálum endurspeglast kannski hvað gleggst í fátæklegri fjölmiðlaumfjöllun um menntamál. Þörf er á krefjandi skólapólitískri umræðu víðar en í háskólasamfélaginu. Bjart framundanNú hafa orðið miklar breytingar á íslensku samfélagi og gjarnan spurt: Hvað höfum við lært af kreppunni? Margar breytinganna eru neikvæðar: atvinnuleysi, tekjutap og erfið skuldastaða heimilanna. Þessi veruleiki blasir við okkur í dag en í ofanálag hefur ójöfnuður á Íslandi aukist stórlega undanfarinn áratug. Hátekjufólki var hlíft við skattahækkunum en höggvið í lág- og millitekjufólk. Sú skuggalega þróun hefur valdið ójöfnuði og breikkað bilið milli ríkra og fátækra. Í samfélagi ójafnaðar fá sumir gæðamenntun - og aðrir ekki. Jöfnuður í íslensku skólakerfi er eitt hið dýrmætasta sem við eigum, og af þeirri braut megum við ekki snúa.En jákvæðar breytingar eru margar. Nýleg og vönduð rannsókn sýnir fram á að börnum og unglingum líður betur í kreppunni, neysla vímugjafa dregst sífellt saman, bóklestur eykst og margt bendir til þess að árangur í ýmsum námsgreinum, m.a. læsi, sé að aukast. Foreldrar taka ríkari þátt í skólastarfi og hafa rýmri tíma. Neysluhyggjan er á undanhaldi, eftirsókn eftir vindi minnkar.Lærum við af reynslunni?Mun okkur takast að byggja upp samfélag sem setur menntun og menningaruppeldi á oddinn, virðir gildi samstöðu og samhjálpar og styður við mikilvægustu stofnanir samfélagsins, skólana? Sjaldan er sú góða vísa of oft kveðin að ein sterkasta vísbendingin um árangur og líðan barna í skólum er áhugi og viðhorf foreldra til skólastarfsins, sem og gæði samverustunda barna og foreldra. Velferð barna er sameiginlegt verkefni fjölskyldna og skóla. Einungis í sameiningu getum við breytt samfélaginu til hins betra. Einungis í sameiningu getum við skapað börnunum okkar framúrskarandi menntun sem eykur alhliða árangur þeirra og gerir þau að hamingjusömum og sterkum manneskjum. Þegar kreppunni lýkur og við spyrjum hvert annað hvað við lærðum vona ég að við getum sagt með stolti að við settum börnin í forgang og að þau verði full sjálfstrausts og vel menntuð fyrir þá framtíð sem bíður þeirra. Höfundur er borgarfulltrúi.
Samráð? Firringin sem tilheyrir borgarsamfélaginu er m.a. talin lýsa sér í kæruleysi íbúanna gagnvart umhverfinu og skorti á umhyggju fyrir náunganum. Sömuleiðis að borgararnir upplifa að kjörnir fulltrúar hafi það ekki að leiðarljósi að gera lífið betra og einfaldara. Velferð einstaklingsins sé ekki í fyrirrúmi. Til að vinna gegn þessum viðhorfum og færa ákvarðanatöku og þjónustu nær notendum hefur borgum nágrannalandanna verið skipt niður í nokkuð sjálfstæð hverfi með þjónustumiðstöðvum og hverfaráðum sem í sitja m.a. fulltrúar íbúanna. Tilgangur ráðanna er að iðka samræðustjórnmál og valddreifingu – að stækka þann hóp sem leggur lóð sín á vogarskálarnar áður en ákvarðanir eru teknar um nærsamfélagið. 6. nóvember 2009 06:00
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun