Viðskipti innlent

Spáir stýrivaxtalækkun upp á 1,5-2,5 prósentustig

Hagfræðideild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni lækka stýrivexti um 1,5 til 2,5 prósentustig á morgun, fimmtudag.

Þetta kemur fram í daglegu fréttabréfi deildarinnar. Þar er bent á að við síðustu ákvörðun peningastefnunefndar hafi einn nefndarmann lagt til 2% lækkun í stað 1,5% eins og raunin varð. Að baki tillögu að meiri lækkun hafi legið áhyggjur af því að hið háa vaxtastig væri að sliga fyrirtæki og þar með auka hættuna á gjaldþrotum þeirra.

Deildin bendir hinsvegar á að verðbólgutölur í aprílmánuði hefðu verið hærri en menn áttu von á og gáfu í skyn að lækkandi gengi krónunnar hefði hækkað vöruverð meira en menn vonuðu að gerðist.

„Við eigum samt von á að sjá jákvæðari þróun á næstu mánuðum og minnkun á verðbólguþrýstingi ætti að leiða til frekari lækkunar á stýrivöxtum," segir í fréttabréfinu.

 










Fleiri fréttir

Sjá meira


×