Flanagan: Öll skilyrði uppfyllt fyrir endurskoðun AGS 21. október 2009 14:52 Flanagan, t.h., ásamt Roswadowski fulltrúa AGS á Íslandi. Mark Flanagan formaður sendiefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) á Íslandi segir að öll megin skilyrðum séu uppfyllt fyrir endurskoðun sjóðsins á áætlun sinni og íslenskra stjórnvalda. Þetta kemur fram í viðtali við Flanagan á heimsíðu AGS. „Við erum komin með grunn til að byggja á í framtíðinni," segir Flanagan en í viðtalinu fer hann ítarlega yfir stöðu mála og þá þróun sem átt hefur sér stað síðan að áætlun sjóðsins og stjórnvalda var samþykkt fyrir síðustu áramót. Aðspurður um stöðu efnahagsmála á Íslandi í dag segir Flanagan að ekki verði hjá því komist að Ísland finni fyrir kreppunni af fullum þunga á þessu ári. Atvinnuleysi sé þegar yfir 7% og að landsframleiðslan muni dragast saman um 8,5%. Hið jákvæða sé að þrátt fyrir að þetta séu stórar tölur eru þær samt minni en upphaflega var gert ráð fyrir. „Á sama tíma hefur undist ofan af mikilli verðbólgu og gríðarlegum viðskiptahalla," segir Flanagan. „Stöðugleiki hefur komist á fjármálamarkaðinn og gengið hefur haldist á svipuðum slóðum og það var lægst fyrir hrunið." Í viðtalinu er Flanagan spurður um gífurlegar erlendar skuldir Íslendinga. Hann segir að skuldasúpan í heild sinni muni fara í um 310% af landsframleiðslu. Hinsvegar muni brúttóskuldir hins opinbera ná hámarki í 135% af landsframleiðslunni. „Heildarskuldirnar eru mun hærri en við mátum þær í kjölfar hrunsins s.l. haust" segir Flanagan. „En þótt þær séu háar metum við að þær séu viðráðanlegar." Flanagan segir að hinar erlendu skuldir muni lækka eftir því sem endurheimtur úr hinum föllnu bönkum aukast og eftir því sem skuldir fyrirtækja og fjármálageirans verða afskrifaðar. „Þar að auki á Ísland verulegar erlendar eignir sem eru í eigu lífeyrissjóðakerfisins," segir Flanagan. Hvað varðar skuldir hins opinbera segir Flanagan að lykillinn þar sé metnaðargjörn fjárhagsleg aðlögun að ástandinu. Hvað varðar samanburð við önnur lönd í þessu tilviki nefnir Flanagan sömu rökin og fyrir heildarskuldunum. AGS hafi framkvæmt álagspróf hvað skuldir landsins varðar og þar hafi Icesave skuldirnar verið teknar með í reikninginn. Þótt skuldirnar séu háar nú muni þær fara lækkandi og það sé jafnvel hægt að ráða við frekari áföll. Hvað varðar vaxtalækkun segir Flanagan að AGS ráðleggi stjórnvöldum ennþá að fara sér varlega í þeim efnum. Hann bendir á að í raun séu stýrivextir nú 9,5% og þeir séu á nokkuð svipuðu róli og í öðrum nýmarkaðalöndum. Mest lesið Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Sjá meira
Mark Flanagan formaður sendiefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) á Íslandi segir að öll megin skilyrðum séu uppfyllt fyrir endurskoðun sjóðsins á áætlun sinni og íslenskra stjórnvalda. Þetta kemur fram í viðtali við Flanagan á heimsíðu AGS. „Við erum komin með grunn til að byggja á í framtíðinni," segir Flanagan en í viðtalinu fer hann ítarlega yfir stöðu mála og þá þróun sem átt hefur sér stað síðan að áætlun sjóðsins og stjórnvalda var samþykkt fyrir síðustu áramót. Aðspurður um stöðu efnahagsmála á Íslandi í dag segir Flanagan að ekki verði hjá því komist að Ísland finni fyrir kreppunni af fullum þunga á þessu ári. Atvinnuleysi sé þegar yfir 7% og að landsframleiðslan muni dragast saman um 8,5%. Hið jákvæða sé að þrátt fyrir að þetta séu stórar tölur eru þær samt minni en upphaflega var gert ráð fyrir. „Á sama tíma hefur undist ofan af mikilli verðbólgu og gríðarlegum viðskiptahalla," segir Flanagan. „Stöðugleiki hefur komist á fjármálamarkaðinn og gengið hefur haldist á svipuðum slóðum og það var lægst fyrir hrunið." Í viðtalinu er Flanagan spurður um gífurlegar erlendar skuldir Íslendinga. Hann segir að skuldasúpan í heild sinni muni fara í um 310% af landsframleiðslu. Hinsvegar muni brúttóskuldir hins opinbera ná hámarki í 135% af landsframleiðslunni. „Heildarskuldirnar eru mun hærri en við mátum þær í kjölfar hrunsins s.l. haust" segir Flanagan. „En þótt þær séu háar metum við að þær séu viðráðanlegar." Flanagan segir að hinar erlendu skuldir muni lækka eftir því sem endurheimtur úr hinum föllnu bönkum aukast og eftir því sem skuldir fyrirtækja og fjármálageirans verða afskrifaðar. „Þar að auki á Ísland verulegar erlendar eignir sem eru í eigu lífeyrissjóðakerfisins," segir Flanagan. Hvað varðar skuldir hins opinbera segir Flanagan að lykillinn þar sé metnaðargjörn fjárhagsleg aðlögun að ástandinu. Hvað varðar samanburð við önnur lönd í þessu tilviki nefnir Flanagan sömu rökin og fyrir heildarskuldunum. AGS hafi framkvæmt álagspróf hvað skuldir landsins varðar og þar hafi Icesave skuldirnar verið teknar með í reikninginn. Þótt skuldirnar séu háar nú muni þær fara lækkandi og það sé jafnvel hægt að ráða við frekari áföll. Hvað varðar vaxtalækkun segir Flanagan að AGS ráðleggi stjórnvöldum ennþá að fara sér varlega í þeim efnum. Hann bendir á að í raun séu stýrivextir nú 9,5% og þeir séu á nokkuð svipuðu róli og í öðrum nýmarkaðalöndum.
Mest lesið Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Sjá meira