Viðskipti innlent

Heildarfjárhæð krafna í þrotabú Baugs nemur 317 milljörðum

Jón Ásgeir Jóhannesson, fyrrverandi forstjóri Baugs.
Jón Ásgeir Jóhannesson, fyrrverandi forstjóri Baugs.
Heildarfjárhæð allra krafna í þrotabú Baugs nemur rúmlega 316,6 milljörðum króna. Frestur til að lýsa kröfum í þrotabú Baugs hf. rann út þann 16. ágúst síðastliðinn.

Í fréttatilkynningu frá Erlendi Gíslasyni, skiptastjóra þrotabús Baugs, kemur fram að á næstu dögum og vikum munu skiptastjórar fara yfir lýsta kröfur, taka afstöðu til þeirra og ganga frá endanlegri kröfuskrá.

Kröfurnar skiptast þannig:

Almennar kröfur: 170.182.000.000

Veðkröfur: 123.861.000.000

Eftirstæðar kröfur: 22.511.000.000

Forgangskröfur: 78.000.000

Heildarupphæðin nemur því rúmlega 316,6 milljörðum króna.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×