Viðskipti innlent

Bakkavör hækkaði um 15,4%

Bakkavör hækkaði um 15,4% í kauphöllinni í dag en viðskiptin á bakvið þá hækkun námu tæpum 660 þúsund kr.

Úrvalsvísitalan er nær óbreytt frá í gær í rúmum 809 stigum. Össur hækkaði um 0,8% en Föroya Banki lækkaði um 0,35% og Marel lækkaði um 0,9%. Veltan á hlutabréfamarkaðinum var þokkaleg eða tæpar 140 milljónir kr.

Skuldabréfavelta dagsins nam 11,5 milljörðum kr.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×