Innlent

Sigur lífsins yfir dauðanum

Pálmi Matthíasson.
Pálmi Matthíasson.
Börn gerðu snjóengla og fullorðnir smelltu skíðunum af sér á hátíðarmessu í umsjón séra Pálma Matthíassonar í Bláfjöllum í dag.

Messurnar í Bláfjöllum á páskadag eru orðnar af hefð en séra Pálmi hefur messað þar þegar veður hefur leyft í tæp 20 ár. Séra Pálmi gerði sigur lífsins yfir dauðanum að umtalsefni í dag.

„Það stórkostalega að fá vakna út í lífið og eiga lífið og fegurðina og gleyma því ekki að þó að blási ekki byrlega í þjóðfélaginu þá er strax von. Vonin er ekki síst sú sem býr í þér og mér og við notum það sem Guð hefur gefið okkur og reisum þjóðina við með þeim krafti," sagði Pálmi í samtali við fréttastofu.

Í dag var blíðskaparveður en þó beit svolítið í kinnarnar. Pálmi var þó vel útbúinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×