FÍS: Alvarlegar athugasemdir við skattahugmyndir 19. nóvember 2009 12:19 Mynd: Vilhelm. Félag íslenskra stórkaupmanna (FÍS) gerir alvarlegar athugasemdir við skattahugmyndir ríkisstjórnarinnar sem kynntar voru í gær og þá sérstaklega það sem snýr að tryggingagjaldi og fjölgun skattþrepa virðisaukaskatts.Í yfirlýsingu frá FÍS segir: „Ástæða er til að árétta að frekari hækkun tryggingagjalds er skattlagning sem leggst þyngra á verslunar og þjónustufyrirtæki - og ekki hvað síst lítil og meðalstór fyrirtæki - en annars konar fyrirtæki í landinu.Áætla má að a.m.k. 60% starfa í einkageiranum séu í verslunar og þjónustugreinum og því augljóst að frekari hækkun tryggingagjalds muni bitna hart á þessum geira.Nýtt þrep virðisaukaskatts felur í sér aukna mismunun milli vöruflokka sem eru í samkeppni - álagning vörugjalda í september framkallaði mismunun sem nú eykst til munaÞað er óásættanlegt að stjórnvöld haldi áfram á þeirri braut sem mörkuð var með álagningu vörugjalda. Geðþótti stjórnvalda virðist ráða því hvort vörur séu taldar „sykraðar" eða ekki og þar af leiðandi hvort greidd séu af þeim vörugjöld, virðisaukaskattur hækkaður í 14% eða ekki. Kolsýrt vatn, soyamjólk, hreinn ávaxtasafi og tannheilsuvænt tyggjó eru dæmi um vörur sem bera vörugjöld og fá að öllum líkindum á sig aukinn virðisaukaskatt.Einsýnt er hins vegar að mjólkurvörur, t.d. sykraðar jógúrtvörur, fái enn eina ferðina silkihanskameðferð á meðan innfluttar samkeppnisvörur bera bæði vörugjöld og eru í hærra skattþrepi.Neytendur eru gríðarlega fljótir að laga sig að breyttum efnahagsaðstæðum. Á langflestum vörumörkuðum sést að neytendur kaupa nú frekar inn ódýrustu tegund í hverjum vöruflokki - verðmunurinn er oft mikil. Þessi breyting hefur að sjálfsögðu mikil áhrif á þær tekjur sem ríkið innheimtir í formi óbeinna skatta. Þær skattbreytingar sem nú eru kynntar munu enn frekar ýta á þessa þróun. FÍS telur því líklegt að stjórnvöld ofmeti tekjur sínar af hækkun óbeinna skatta.FÍS er þeirrar skoðunar að eðlilegast sé að hækka núverandi þrep í virðisaukaskatti, eigi á annað borð að hækka skattinn. Þannig er tryggt að meira jafnræði ríki meðal vara sem augljóslega eru í innbyrðis samkeppni.Með sömu rökum er eðlilegt að þau vörugjöld sem lögð voru á í september sl. verði afnumin strax. Ætli stjórnvöld sér að auka tekjur af óbeinum sköttum, er eðlilegast að það gerist með gagnsæjum og auðskildum hætti. Núverandi kerfi virðisaukaskatts, með tveimur þrepum, uppfyllir þau skilyrði að mestu.Ennfremur er mikilvægt að horft sé til annarra leiða til að brúa fjárlagahallann og má í því sambandi skoða framkomnar hugmyndir um skattlagningu séreignarlífeyrissparnaðar, a.m.k. að hluta. Þá má benda á að áætlað er að launakostnaður ríkissjóðs minnki aðeins um 3% á næsta ári. Það er í engu samræmi við þann veruleika sem aðrir atvinnurekendur á landinu búa við. Eðlilegt er að gera ríkari kröfu til hagræðingar í launakostnaði hins opinbera." Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Félag íslenskra stórkaupmanna (FÍS) gerir alvarlegar athugasemdir við skattahugmyndir ríkisstjórnarinnar sem kynntar voru í gær og þá sérstaklega það sem snýr að tryggingagjaldi og fjölgun skattþrepa virðisaukaskatts.Í yfirlýsingu frá FÍS segir: „Ástæða er til að árétta að frekari hækkun tryggingagjalds er skattlagning sem leggst þyngra á verslunar og þjónustufyrirtæki - og ekki hvað síst lítil og meðalstór fyrirtæki - en annars konar fyrirtæki í landinu.Áætla má að a.m.k. 60% starfa í einkageiranum séu í verslunar og þjónustugreinum og því augljóst að frekari hækkun tryggingagjalds muni bitna hart á þessum geira.Nýtt þrep virðisaukaskatts felur í sér aukna mismunun milli vöruflokka sem eru í samkeppni - álagning vörugjalda í september framkallaði mismunun sem nú eykst til munaÞað er óásættanlegt að stjórnvöld haldi áfram á þeirri braut sem mörkuð var með álagningu vörugjalda. Geðþótti stjórnvalda virðist ráða því hvort vörur séu taldar „sykraðar" eða ekki og þar af leiðandi hvort greidd séu af þeim vörugjöld, virðisaukaskattur hækkaður í 14% eða ekki. Kolsýrt vatn, soyamjólk, hreinn ávaxtasafi og tannheilsuvænt tyggjó eru dæmi um vörur sem bera vörugjöld og fá að öllum líkindum á sig aukinn virðisaukaskatt.Einsýnt er hins vegar að mjólkurvörur, t.d. sykraðar jógúrtvörur, fái enn eina ferðina silkihanskameðferð á meðan innfluttar samkeppnisvörur bera bæði vörugjöld og eru í hærra skattþrepi.Neytendur eru gríðarlega fljótir að laga sig að breyttum efnahagsaðstæðum. Á langflestum vörumörkuðum sést að neytendur kaupa nú frekar inn ódýrustu tegund í hverjum vöruflokki - verðmunurinn er oft mikil. Þessi breyting hefur að sjálfsögðu mikil áhrif á þær tekjur sem ríkið innheimtir í formi óbeinna skatta. Þær skattbreytingar sem nú eru kynntar munu enn frekar ýta á þessa þróun. FÍS telur því líklegt að stjórnvöld ofmeti tekjur sínar af hækkun óbeinna skatta.FÍS er þeirrar skoðunar að eðlilegast sé að hækka núverandi þrep í virðisaukaskatti, eigi á annað borð að hækka skattinn. Þannig er tryggt að meira jafnræði ríki meðal vara sem augljóslega eru í innbyrðis samkeppni.Með sömu rökum er eðlilegt að þau vörugjöld sem lögð voru á í september sl. verði afnumin strax. Ætli stjórnvöld sér að auka tekjur af óbeinum sköttum, er eðlilegast að það gerist með gagnsæjum og auðskildum hætti. Núverandi kerfi virðisaukaskatts, með tveimur þrepum, uppfyllir þau skilyrði að mestu.Ennfremur er mikilvægt að horft sé til annarra leiða til að brúa fjárlagahallann og má í því sambandi skoða framkomnar hugmyndir um skattlagningu séreignarlífeyrissparnaðar, a.m.k. að hluta. Þá má benda á að áætlað er að launakostnaður ríkissjóðs minnki aðeins um 3% á næsta ári. Það er í engu samræmi við þann veruleika sem aðrir atvinnurekendur á landinu búa við. Eðlilegt er að gera ríkari kröfu til hagræðingar í launakostnaði hins opinbera."
Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira