Vilhjálmur Bjarnason: Grein Helga uppskrift af því hvernig á að snuða aðra 4. júlí 2009 16:02 Vilhjálmur Bjarnason. „Greinin hans Helga [Sigurðssonar, fyrrum yfirlögfræðings Kaupþings] er uppskrift af því hvernig á að snuða aðra hluthafa og gefa ranga mynd af stöðu bankans," segir Vilhjálmur Bjarnason, aðjúnkt við Háskóla Íslands, um varnargrein sem Helgi Sigurðsson fyrrum yfirlögfræðingur Kaupþings skrifaði í Fréttablaðið í dag. Í greininni útskýrir hann rangfærslur varðandi niðurfellingar persónulegra ábyrgða starfsmanna bankans á milljörðum sem þeim var lánað til þess að kaupa hlutafé. Helgi útskýrði í greininni í dag að ástæðan fyrir niðurfellingu ábyrgðanna hefði verið sú að bankinn beitti sölubanni á hluti starfsmannanna. Sjálfir þurftu þeir skriflegt samþykki bankans til þess að selja hlutina. Stjórn Kaupþings þótti það óheppilegt að starfsmenn myndu leysa út sinn hlut í byrjun 2008 og því var starfsmönnum neitað um að selja hlutina. Þá kemur fram í greininni að eignarhlutur starfsmanna hafi verið níu prósent eða andvirði rúmra tíu milljarða. Vilhjálmur veltir því fyrir sér hverskonar hlutafé það sé sem þurfi að sæta sölubanni. „Það er ekkert hlutafé," segir Vilhjálmur sem telur gjörninginn mismuna hluthöfum. Viðskiptavinir töpuðu einfaldlega á viðskiptunum á meðan starfsmenn sluppu með skrekkinn. Þá segir hann mögulegt að þarna sé verið að gefa upp ranga mynd af stöðu bankans - það geti heyrt undir markaðsmisnotkun sem er ólögleg. Hann segir að einn þriðji af útlánum bankanna samanlagt hafi verið ofurseld sömu aðferð og Helgi greinir frá í Fréttablaðinu dag; það eru 1700 milljarðir af 5400 milljörðum samanlagt. Til hliðsjónar þessu þá er áætlað að Íslendingar þurfi að greiða rúma 700 milljarða vegna Icesave. Aðspurður hvort sölubanni hafi oft verið beitt vegna hlutafés svarar Vilhjálmur: „Ég þekki það ekki. Það er ekki algengt, í það minnsta fáheyrt að slíkt sé gert." Tengdar fréttir Helgi Sigurðsson hættur hjá Nýja Kaupþingi Helgi Sigurðsson, yfirlögfræðingur Nýja Kaupþings, hefur sagt starfi sínu lausi frá og með deginum í dag. Ákvörðunin kemur í kjölfar umfjöllunar um aðkomu Helga að kaupréttarsamningum starfsmanna gamla Kaupþings. 30. júní 2009 15:54 Píslarsaga Helga: Sölubann varð til niðurfellingar ábyrgða Í grein sem sem Helgi Sigurðsson, fyrrum yfirlögfræðingur Kaupþings, skrifaði í Fréttablaðið í dag útskýrir hann niðurfellingu ábyrgða starfsmanna í Kaupþingi sem mikið hefur verið deilt um undanfarið. 4. júlí 2009 11:04 Mest lesið „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira
„Greinin hans Helga [Sigurðssonar, fyrrum yfirlögfræðings Kaupþings] er uppskrift af því hvernig á að snuða aðra hluthafa og gefa ranga mynd af stöðu bankans," segir Vilhjálmur Bjarnason, aðjúnkt við Háskóla Íslands, um varnargrein sem Helgi Sigurðsson fyrrum yfirlögfræðingur Kaupþings skrifaði í Fréttablaðið í dag. Í greininni útskýrir hann rangfærslur varðandi niðurfellingar persónulegra ábyrgða starfsmanna bankans á milljörðum sem þeim var lánað til þess að kaupa hlutafé. Helgi útskýrði í greininni í dag að ástæðan fyrir niðurfellingu ábyrgðanna hefði verið sú að bankinn beitti sölubanni á hluti starfsmannanna. Sjálfir þurftu þeir skriflegt samþykki bankans til þess að selja hlutina. Stjórn Kaupþings þótti það óheppilegt að starfsmenn myndu leysa út sinn hlut í byrjun 2008 og því var starfsmönnum neitað um að selja hlutina. Þá kemur fram í greininni að eignarhlutur starfsmanna hafi verið níu prósent eða andvirði rúmra tíu milljarða. Vilhjálmur veltir því fyrir sér hverskonar hlutafé það sé sem þurfi að sæta sölubanni. „Það er ekkert hlutafé," segir Vilhjálmur sem telur gjörninginn mismuna hluthöfum. Viðskiptavinir töpuðu einfaldlega á viðskiptunum á meðan starfsmenn sluppu með skrekkinn. Þá segir hann mögulegt að þarna sé verið að gefa upp ranga mynd af stöðu bankans - það geti heyrt undir markaðsmisnotkun sem er ólögleg. Hann segir að einn þriðji af útlánum bankanna samanlagt hafi verið ofurseld sömu aðferð og Helgi greinir frá í Fréttablaðinu dag; það eru 1700 milljarðir af 5400 milljörðum samanlagt. Til hliðsjónar þessu þá er áætlað að Íslendingar þurfi að greiða rúma 700 milljarða vegna Icesave. Aðspurður hvort sölubanni hafi oft verið beitt vegna hlutafés svarar Vilhjálmur: „Ég þekki það ekki. Það er ekki algengt, í það minnsta fáheyrt að slíkt sé gert."
Tengdar fréttir Helgi Sigurðsson hættur hjá Nýja Kaupþingi Helgi Sigurðsson, yfirlögfræðingur Nýja Kaupþings, hefur sagt starfi sínu lausi frá og með deginum í dag. Ákvörðunin kemur í kjölfar umfjöllunar um aðkomu Helga að kaupréttarsamningum starfsmanna gamla Kaupþings. 30. júní 2009 15:54 Píslarsaga Helga: Sölubann varð til niðurfellingar ábyrgða Í grein sem sem Helgi Sigurðsson, fyrrum yfirlögfræðingur Kaupþings, skrifaði í Fréttablaðið í dag útskýrir hann niðurfellingu ábyrgða starfsmanna í Kaupþingi sem mikið hefur verið deilt um undanfarið. 4. júlí 2009 11:04 Mest lesið „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira
Helgi Sigurðsson hættur hjá Nýja Kaupþingi Helgi Sigurðsson, yfirlögfræðingur Nýja Kaupþings, hefur sagt starfi sínu lausi frá og með deginum í dag. Ákvörðunin kemur í kjölfar umfjöllunar um aðkomu Helga að kaupréttarsamningum starfsmanna gamla Kaupþings. 30. júní 2009 15:54
Píslarsaga Helga: Sölubann varð til niðurfellingar ábyrgða Í grein sem sem Helgi Sigurðsson, fyrrum yfirlögfræðingur Kaupþings, skrifaði í Fréttablaðið í dag útskýrir hann niðurfellingu ábyrgða starfsmanna í Kaupþingi sem mikið hefur verið deilt um undanfarið. 4. júlí 2009 11:04