Viðskipti innlent

Norðmenn og Svíar lána ekki fyrr en Icesave er lokið

Norðmenn og Svíar vilja ekki lána Íslendingum nema fyrir liggi niðurstaða í Icesave málinu. Þetta kemur fram í skriflegu svari forsætisráðherra við fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur, þingmanns Framsóknarflokks.

Afstaða Norðmanna og Svía kom þannig í veg fyrir að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gæti tekið fyrir endurskoðun efnhagsáætlunar Íslands í byrjun þessa árs.

Endurskoðunin tafðist í níu mánuði vegna þessa en fram kom á blaðamannfundi sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í gær að enn ríki nokkur óvissa með norrænu lánin.

Fjárlaganefnd Alþingis hefur Icesave frumvarp ríkisstjórnarinnar til umfjöllunar en vilji ríkisstjórnarinnar stendur til þess að klára málið fyrir jól.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×