Maðurinn með tjakkinn og Evrópusambandið Jón Karl Helgason skrifar 18. apríl 2009 06:00 Dæmisagan um manninn með tjakkinn fjallar um bílstjóra sem verður fyrir því óláni að dekk springur á bíl hans í Hvalfirði um miðja nótt. Bílstjórinn uppgötvar að enginn tjakkur er í bílnum en langt í burtu sér hann ljós á bóndabæ. Hann afræður að ganga af stað og freista þess að fá lánaðan tjakk. Á leiðinni fer hann að velta fyrir sér hvort bóndinn á bænum eigi nothæfan tjakk og, ef svo ólíklega vill til, hvort maðurinn sé þá fáanlegur til að lána hann. Það er slagviðri, bílstjórinn er illa búinn og smám saman tekst honum að sannfæra sig um að bóndinn sé bölvaður nirfill sem muni næsta örugglega taka illa á móti gestinum. Þegar hann kemur loks á bóndabæinn, blautur og kaldur, er hann orðinn svo æstur yfir eigin hugsunum að hann bankar í fússi á útidyrnar og hreytir framan í grandalausan manninn sem opnar: „Þú mátt eiga þinn helvítis tjakk sjálfur.“ Svo þrammar hann til baka niður heimreiðina án þess að frekari samskipti eigi sér stað. Biðleikurinn valinn Afstaða hluta Íslendinga til Evrópusambandsins er sama marki brennd og afstaða bílstjórans í þessari sögu. Af óskiljanlegum ástæðum hræðast þeir fyrirfram samningaviðræður við sambandið. Fyrir skömmu birtist hér í Fréttablaðinu viðtal við Bjarna Benediktsson, verðandi formann Sjálfstæðisflokksins, sem sagði þar meðal annars: „Ég hef verið þeirrar skoðunar að hagsmunum okkar sé betur borgið utan ESB vegna þess að ég er efasemdamaður um að það geti tekist ásættanlegir samningar við ESB á sviði sjávarútvegsmála.“ Með öðrum orðum: „Þú mátt eiga þinn helvítis tjakk sjálfur.“ Í umræddu viðtali viðraði Bjarni þó andstætt viðhorf þegar hann sagði: „Rætt hefur verið um einhliða upptöku annarrar myntar, en ég tel að í gjaldmiðilsmálum sé enginn valkostur við krónuna jafn sterkur og evran með ESB-aðild. Ég vil að við göngum hreint til verks í þessum málum og gerum upp á milli valkosta á næstu árum, en séum ekki að leika marga biðleiki. Ég er talsmaður þess að við tökum afstöðu til Evrópusambandsaðildar. Ég vil að þjóðin öll komi að því að taka afstöðu til þess hvort sá efnahagslegi stöðugleiki sem fengist með evru, sé eftirsóknarverður kostur með tilliti til þeirra fórna sem færa þarf.“ Því miður varð þessi heilbrigða afstaða ekki grundvöllur stjórnmálaályktunar Sjálfstæðisflokksins á landsfundinum sem haldinn var viku eftir að viðtalið við Bjarna birtist. Flokkurinn valdi biðleikina. Tillaga sjálfstæðismanna um að þjóðin kjósi um það eftir ár hvort hún eigi enn síðar að fá tækifæri til að kjósa um aðildarsamning er einungis til þess fallin að drepa málinu á dreif. Tækifæri til að taka afstöðu Nú dregur að kosningum. Óumdeilt er að ný ríkisstjórn stendur frammi fyrir vandasömum og brýnum úrlausnarefnum á vettvangi velferðarmála, efnahagsmála, peningamála og atvinnumála, auk þess sem nauðsynlegt er að leggja nýjar áherslur í þátttöku þjóðarinnar í alþjóðasamstarfi. Aðild að Evrópusambandinu og þátttaka í myntsamstarfi Evrópuríkja eru ekki fljótvirkar töfralausnir en geta, ef ásættanleg niðurstaða fæst úr aðildarviðræðum, lagt grunn að nauðsynlegum framförum á öllum þessum sviðum. Ég er í hópi þeirra sem telja afar brýnt að þjóðin fái tækifæri til að taka upplýsta afstöðu til raunverulegra valkosta í þessu máli sem varðar í senn velferð einstaklinga og heimila, rekstrarumhverfi fyrirtækja og stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna. Um er að ræða ákvörðun sem almenningur á lýðræðislegan rétt á að taka milliliðalaust sem allra fyrst. Ég hvet þá sem eru sammála að taka þátt í opinni undirskriftasöfnun á vefslóðinni www.sammala.is. Höfundur er dósent við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Sjá meira
Dæmisagan um manninn með tjakkinn fjallar um bílstjóra sem verður fyrir því óláni að dekk springur á bíl hans í Hvalfirði um miðja nótt. Bílstjórinn uppgötvar að enginn tjakkur er í bílnum en langt í burtu sér hann ljós á bóndabæ. Hann afræður að ganga af stað og freista þess að fá lánaðan tjakk. Á leiðinni fer hann að velta fyrir sér hvort bóndinn á bænum eigi nothæfan tjakk og, ef svo ólíklega vill til, hvort maðurinn sé þá fáanlegur til að lána hann. Það er slagviðri, bílstjórinn er illa búinn og smám saman tekst honum að sannfæra sig um að bóndinn sé bölvaður nirfill sem muni næsta örugglega taka illa á móti gestinum. Þegar hann kemur loks á bóndabæinn, blautur og kaldur, er hann orðinn svo æstur yfir eigin hugsunum að hann bankar í fússi á útidyrnar og hreytir framan í grandalausan manninn sem opnar: „Þú mátt eiga þinn helvítis tjakk sjálfur.“ Svo þrammar hann til baka niður heimreiðina án þess að frekari samskipti eigi sér stað. Biðleikurinn valinn Afstaða hluta Íslendinga til Evrópusambandsins er sama marki brennd og afstaða bílstjórans í þessari sögu. Af óskiljanlegum ástæðum hræðast þeir fyrirfram samningaviðræður við sambandið. Fyrir skömmu birtist hér í Fréttablaðinu viðtal við Bjarna Benediktsson, verðandi formann Sjálfstæðisflokksins, sem sagði þar meðal annars: „Ég hef verið þeirrar skoðunar að hagsmunum okkar sé betur borgið utan ESB vegna þess að ég er efasemdamaður um að það geti tekist ásættanlegir samningar við ESB á sviði sjávarútvegsmála.“ Með öðrum orðum: „Þú mátt eiga þinn helvítis tjakk sjálfur.“ Í umræddu viðtali viðraði Bjarni þó andstætt viðhorf þegar hann sagði: „Rætt hefur verið um einhliða upptöku annarrar myntar, en ég tel að í gjaldmiðilsmálum sé enginn valkostur við krónuna jafn sterkur og evran með ESB-aðild. Ég vil að við göngum hreint til verks í þessum málum og gerum upp á milli valkosta á næstu árum, en séum ekki að leika marga biðleiki. Ég er talsmaður þess að við tökum afstöðu til Evrópusambandsaðildar. Ég vil að þjóðin öll komi að því að taka afstöðu til þess hvort sá efnahagslegi stöðugleiki sem fengist með evru, sé eftirsóknarverður kostur með tilliti til þeirra fórna sem færa þarf.“ Því miður varð þessi heilbrigða afstaða ekki grundvöllur stjórnmálaályktunar Sjálfstæðisflokksins á landsfundinum sem haldinn var viku eftir að viðtalið við Bjarna birtist. Flokkurinn valdi biðleikina. Tillaga sjálfstæðismanna um að þjóðin kjósi um það eftir ár hvort hún eigi enn síðar að fá tækifæri til að kjósa um aðildarsamning er einungis til þess fallin að drepa málinu á dreif. Tækifæri til að taka afstöðu Nú dregur að kosningum. Óumdeilt er að ný ríkisstjórn stendur frammi fyrir vandasömum og brýnum úrlausnarefnum á vettvangi velferðarmála, efnahagsmála, peningamála og atvinnumála, auk þess sem nauðsynlegt er að leggja nýjar áherslur í þátttöku þjóðarinnar í alþjóðasamstarfi. Aðild að Evrópusambandinu og þátttaka í myntsamstarfi Evrópuríkja eru ekki fljótvirkar töfralausnir en geta, ef ásættanleg niðurstaða fæst úr aðildarviðræðum, lagt grunn að nauðsynlegum framförum á öllum þessum sviðum. Ég er í hópi þeirra sem telja afar brýnt að þjóðin fái tækifæri til að taka upplýsta afstöðu til raunverulegra valkosta í þessu máli sem varðar í senn velferð einstaklinga og heimila, rekstrarumhverfi fyrirtækja og stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna. Um er að ræða ákvörðun sem almenningur á lýðræðislegan rétt á að taka milliliðalaust sem allra fyrst. Ég hvet þá sem eru sammála að taka þátt í opinni undirskriftasöfnun á vefslóðinni www.sammala.is. Höfundur er dósent við Háskóla Íslands.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun